Verstappen heimsmeistari eftir sigur í Japan Atli Arason skrifar 9. október 2022 10:00 Max Verstappen er heimsmeistari annað árið í röð. Getty Images Max Verstappen, ökuþór Red Bull, tyggði sér núna í morgun sinn annan heimsmeistaratitill í röð eftir að hafa unnið japanska kappaksturinn. Keppni í Japan var ekki kláruð að fullu en aðeins 29 af 53 hringum voru kláraðir vegna úrhellis rigningar. Um tíma var smá rekistefna hvort Verstappen væri orðinn heimsmeistari vegna flókna útreikninga. Ökuþór sem vinnur kappakstur fær 25 stig fyrir sigurinn en vegna þess að keppni var ekki kláruð í Japan töldu einhverjir að Verstappen myndi einungis fá 19 stig. Nálgun mótshaldara í Japan að reglubókinni var þó sú að Verstappen skildi fá öll 25 stigin fyrir sigurinn. Charles Leclerc hjá Ferrari var sá eini sem gat mögulega náð stigafjölda Verstappen en Verstappen var með 104 stiga forskot á Leclerc og þurfti einungis átta stig í viðbót til að verða heimsmeistari. Leclerc endaði japanska kappaksturinn í öðru sæti en fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að keyra utan brautar á lokahringnum. Leclerc endaði því kappaksturinn í 3. sæti og fékk 15 stig í heildarkeppni ökuþóra í stað þeirra 18 sem 2. sætið gefur. Sergio Perez tók þess í stað í 2. sæti. Sigur Verstappen er því umdeildur, ekkert svo ósvipað sigri Verstappen á síðasta keppnistímabili þegar Verstappen vann heimsmeistaratitilinn á lokahring síðasta kappakstursins eftir jafna keppni við Lewis Hamilton. Keppnisstjóri Formúlu 1 var rekinn í kjölfarið. Heimsmeistaratitilinn var samt nánast kominn í hendur Verstappen fyrir kappaksturinn í Japan í nótt. Verstappen er með 366 stig í heildar stigakeppni ökuþóra, með 113 og 114 stiga forskot á þá Sergio Perez og Charles Leclarc þegar aðeins 100 stig eru eftir í pottinum í síðustu fjórum keppnum tímabilsins. Akstursíþróttir Japan Holland Tengdar fréttir Rekinn fyrir að færa Verstappen heimsmeistaratitilinn á silfurfati Formúla eitt er nú búin að reka keppnisstjórann sinn og gerir um leið stórar breytingar á starfinu fyrir komandi tímabil. 17. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Keppni í Japan var ekki kláruð að fullu en aðeins 29 af 53 hringum voru kláraðir vegna úrhellis rigningar. Um tíma var smá rekistefna hvort Verstappen væri orðinn heimsmeistari vegna flókna útreikninga. Ökuþór sem vinnur kappakstur fær 25 stig fyrir sigurinn en vegna þess að keppni var ekki kláruð í Japan töldu einhverjir að Verstappen myndi einungis fá 19 stig. Nálgun mótshaldara í Japan að reglubókinni var þó sú að Verstappen skildi fá öll 25 stigin fyrir sigurinn. Charles Leclerc hjá Ferrari var sá eini sem gat mögulega náð stigafjölda Verstappen en Verstappen var með 104 stiga forskot á Leclerc og þurfti einungis átta stig í viðbót til að verða heimsmeistari. Leclerc endaði japanska kappaksturinn í öðru sæti en fékk fimm sekúndna refsingu fyrir að keyra utan brautar á lokahringnum. Leclerc endaði því kappaksturinn í 3. sæti og fékk 15 stig í heildarkeppni ökuþóra í stað þeirra 18 sem 2. sætið gefur. Sergio Perez tók þess í stað í 2. sæti. Sigur Verstappen er því umdeildur, ekkert svo ósvipað sigri Verstappen á síðasta keppnistímabili þegar Verstappen vann heimsmeistaratitilinn á lokahring síðasta kappakstursins eftir jafna keppni við Lewis Hamilton. Keppnisstjóri Formúlu 1 var rekinn í kjölfarið. Heimsmeistaratitilinn var samt nánast kominn í hendur Verstappen fyrir kappaksturinn í Japan í nótt. Verstappen er með 366 stig í heildar stigakeppni ökuþóra, með 113 og 114 stiga forskot á þá Sergio Perez og Charles Leclarc þegar aðeins 100 stig eru eftir í pottinum í síðustu fjórum keppnum tímabilsins.
Akstursíþróttir Japan Holland Tengdar fréttir Rekinn fyrir að færa Verstappen heimsmeistaratitilinn á silfurfati Formúla eitt er nú búin að reka keppnisstjórann sinn og gerir um leið stórar breytingar á starfinu fyrir komandi tímabil. 17. febrúar 2022 14:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Rekinn fyrir að færa Verstappen heimsmeistaratitilinn á silfurfati Formúla eitt er nú búin að reka keppnisstjórann sinn og gerir um leið stórar breytingar á starfinu fyrir komandi tímabil. 17. febrúar 2022 14:00