Blazter kom Viðstöðu loks á blað Snorri Rafn Hallsson skrifar 7. október 2022 16:30 Með sigri gat SAGA haldið sér á meðal efstu liða í deildinni en Viðstöðu hafði enn ekki tekist að vinna leik á tímabilinu. Skoon felldi fjóra andstæðinga til að tryggja SAGA hnífalotuna og því féll það í hlut Viðstöðu að sækja í fyrri hálfleik. Sóknin var öflug í upphafi þar sem Mozar7, Xeny og Blazter voru í miklu stuði og komu Viðstöðu í 3–0. Allee missti vappann í hendurnar á ADHD og við það tók SAGA við sér. Skoon lék stórvel í tjaldinu og SAGA komst yfir 4–3. Leikmenn viðstöðu jöfnuðu um hæl en SAGA náði sér í gott forskot undir lok hálfleiks þegar DOM var komin á rosalegt skrið. Staða í hálfleik: SAGA 9 – 6 Viðstöðu Þótt farið hafi að halla undan fæti í sókn Viðstöðu mætti líðið tvíeflt í vörnina. Klassy var farinn að hitta vel og aftur vann Viðstöðu fyrstu þrjár lotur hálfleiksins. Og ekki bara fyrstu þrjár heldur fyrstu 6. Sjálfstraustið var meira og vörnin gríðarlega þétt. SAGA gat um miðbik hálfleiks sett meiri pressu á Viðstöðu og koma sprengjunni fyrir. Sigrarnir reyndust örlítið dýrir á köflum, en stig eru stig og SAGA náði tæma bankareikning Viðstöðu og komast í 13–12. Mozar7 jafnaði leika á ný með aftengingu á síðustu stundu þar sem hann þurfti að taka ADHD út í miðjum klíðum. Hvorugu liðinu tókst að vinna leikinn í venjulegum leiktíma og því fór leikurinn í framlengingu. Staða eftir venjulegan leiktíma: SAGA 15 – 15 Viðstöðu Þar hafði lið Viðstöðu loks yfirhöndina. Allee átti ótrúlega aftengingu í miðjum reykjarmekki eftir frábæra lotu frá SAGA. Blazter lagði grunninn að 17 stigi Viðstöðu með þrefaldri fellu og vann liðið allar lotur sínar í vörn. SAGA krækti þó í tvær lotur til viðbótar áður en Allee innsiglaði sigurinn fyrir Viðstöðu. Lokastaða: SAGA 17 – 19 Viðstöðu Lið Viðstöðu er því loks komið með stig í deildinni en SAGA féll úr þriðja sæti niður í það fimmta. Næstu leikir liðanna: LAVA – SAGA, þriðjudaginn 11/10, klukkan 19:30. Þór – Viðstöðu, fimmtudaginn 13/10, klukkan 19:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Tengdar fréttir Zerq sigldi sigrinum heim NÚ hafði unnið báða leiki sína í deildinni en með sigri gat SAGA laumað sér upp að hlið þeirri. 30. september 2022 17:33 Fantagóður Furious kom Breiðabliki á blað Lið Breiðabliks og Viðstöðu vor bæði án sigurs þegar þau mættust í Nuke í lokaleik 3. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO í gær. 30. september 2022 16:30
Með sigri gat SAGA haldið sér á meðal efstu liða í deildinni en Viðstöðu hafði enn ekki tekist að vinna leik á tímabilinu. Skoon felldi fjóra andstæðinga til að tryggja SAGA hnífalotuna og því féll það í hlut Viðstöðu að sækja í fyrri hálfleik. Sóknin var öflug í upphafi þar sem Mozar7, Xeny og Blazter voru í miklu stuði og komu Viðstöðu í 3–0. Allee missti vappann í hendurnar á ADHD og við það tók SAGA við sér. Skoon lék stórvel í tjaldinu og SAGA komst yfir 4–3. Leikmenn viðstöðu jöfnuðu um hæl en SAGA náði sér í gott forskot undir lok hálfleiks þegar DOM var komin á rosalegt skrið. Staða í hálfleik: SAGA 9 – 6 Viðstöðu Þótt farið hafi að halla undan fæti í sókn Viðstöðu mætti líðið tvíeflt í vörnina. Klassy var farinn að hitta vel og aftur vann Viðstöðu fyrstu þrjár lotur hálfleiksins. Og ekki bara fyrstu þrjár heldur fyrstu 6. Sjálfstraustið var meira og vörnin gríðarlega þétt. SAGA gat um miðbik hálfleiks sett meiri pressu á Viðstöðu og koma sprengjunni fyrir. Sigrarnir reyndust örlítið dýrir á köflum, en stig eru stig og SAGA náði tæma bankareikning Viðstöðu og komast í 13–12. Mozar7 jafnaði leika á ný með aftengingu á síðustu stundu þar sem hann þurfti að taka ADHD út í miðjum klíðum. Hvorugu liðinu tókst að vinna leikinn í venjulegum leiktíma og því fór leikurinn í framlengingu. Staða eftir venjulegan leiktíma: SAGA 15 – 15 Viðstöðu Þar hafði lið Viðstöðu loks yfirhöndina. Allee átti ótrúlega aftengingu í miðjum reykjarmekki eftir frábæra lotu frá SAGA. Blazter lagði grunninn að 17 stigi Viðstöðu með þrefaldri fellu og vann liðið allar lotur sínar í vörn. SAGA krækti þó í tvær lotur til viðbótar áður en Allee innsiglaði sigurinn fyrir Viðstöðu. Lokastaða: SAGA 17 – 19 Viðstöðu Lið Viðstöðu er því loks komið með stig í deildinni en SAGA féll úr þriðja sæti niður í það fimmta. Næstu leikir liðanna: LAVA – SAGA, þriðjudaginn 11/10, klukkan 19:30. Þór – Viðstöðu, fimmtudaginn 13/10, klukkan 19:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Tengdar fréttir Zerq sigldi sigrinum heim NÚ hafði unnið báða leiki sína í deildinni en með sigri gat SAGA laumað sér upp að hlið þeirri. 30. september 2022 17:33 Fantagóður Furious kom Breiðabliki á blað Lið Breiðabliks og Viðstöðu vor bæði án sigurs þegar þau mættust í Nuke í lokaleik 3. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO í gær. 30. september 2022 16:30
Zerq sigldi sigrinum heim NÚ hafði unnið báða leiki sína í deildinni en með sigri gat SAGA laumað sér upp að hlið þeirri. 30. september 2022 17:33
Fantagóður Furious kom Breiðabliki á blað Lið Breiðabliks og Viðstöðu vor bæði án sigurs þegar þau mættust í Nuke í lokaleik 3. umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO í gær. 30. september 2022 16:30
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti