LIV-kylfingar fá engin stig á heimslistanum á næstu mótum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2022 23:00 Ástralinn Cameron Smith situr í þriðja sæti heimsleistans í golfi. Jonathan Ferrey/LIV Golf via Getty Images Þeir kylfingar sem yfirgáfu PGA-mótaröðina og Evrópumótaröðina í golfi munu ekki fá nein stig á heimslistann á næstu tveimur mótum sádí-arabísku mótaraðarinnar. Talsmenn LIV-mótaraðarinnar sögðu frá því í gær að mótaröðin hefði komist að samkomulagi við mið-austurlensku- og afrísku mótaröðina, MENA, sem myndi gera kylfingum á LIV kleift að safna stigum á heimslistann á mótum mótaraðarinnar. Opinberi himslistinn í golfi (e. Official World Golf Ranking, OWGR) segist hins vegar ekki hafa fengið næg gögn frá mótaröðinni fyrir mótin sem hún heldur í október og því muni kylfingarnir ekki safna sér neinum stigum. OWGR hefur staðfest að MENA-mótaröðin þurfi að endurskoða fyrirkomulag sitt til að kylfingar á LIV-mótaröðinni geti safnað sér stigum á heimslistanum. LIV-mótaröðin er ekki viðurkennd af OWGR eins og er og því eiga kylfingar á sádí-arabísku mótaröðinni í hættu á því að falla niður heimslistann og þar af leiðandi missa rétt sinn á að taka þátt á risamótum. Þau tvö mót sem verða haldin á vegum LIV-mótaraðarinnar í október fara fram í Bangkok dagana 7.-9. október og í Jeddah viku síðar. LIV-mótaröðin Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Talsmenn LIV-mótaraðarinnar sögðu frá því í gær að mótaröðin hefði komist að samkomulagi við mið-austurlensku- og afrísku mótaröðina, MENA, sem myndi gera kylfingum á LIV kleift að safna stigum á heimslistann á mótum mótaraðarinnar. Opinberi himslistinn í golfi (e. Official World Golf Ranking, OWGR) segist hins vegar ekki hafa fengið næg gögn frá mótaröðinni fyrir mótin sem hún heldur í október og því muni kylfingarnir ekki safna sér neinum stigum. OWGR hefur staðfest að MENA-mótaröðin þurfi að endurskoða fyrirkomulag sitt til að kylfingar á LIV-mótaröðinni geti safnað sér stigum á heimslistanum. LIV-mótaröðin er ekki viðurkennd af OWGR eins og er og því eiga kylfingar á sádí-arabísku mótaröðinni í hættu á því að falla niður heimslistann og þar af leiðandi missa rétt sinn á að taka þátt á risamótum. Þau tvö mót sem verða haldin á vegum LIV-mótaraðarinnar í október fara fram í Bangkok dagana 7.-9. október og í Jeddah viku síðar.
LIV-mótaröðin Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira