Fyrsti leikur kvöldsins er viðureign Breiðabliks og LAVA klukkan 19:30, en bæði lið eru með tvö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.
Klukkan 20:30 er svo komið að viðureign NÚ og Þórs. Þórsarar hafa unnið alla þrjá leiki sína í upphafi tímabils og verða að vinna til að halda í við topplið Dusty sem er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.
Að lokum er svo komið að viðureign SAGA og Viðstöðu klukkan 21:30, en hægt er að horfa á beina útsendingu frá öllum leikjunum á Stöð 2 eSport eða í spilaranum hér fyrir neðan.