Lífeyrissjóðir með þriðjung allra nýrra óverðtryggðra íbúðalána
Ný óverðtryggð lán lífeyrissjóðanna til heimila nema samanlagt rúmlega 49 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins. Lífeyrissjóðirnir eru að ryðja sér aftur til rúms á íbúðalánamarkaði, samhliða því að bankarnir eru að draga hratt úr sínum umsvifum, en markaðshlutdeild þeirra þegar kemur að veitingu nýrra óverðtryggðra íbúðalána í samanburði við bankanna er um þriðjungur frá áramótum.
Tengdar fréttir
Vaxtahækkanir eiga eftir að bíta í 600 milljarða króna lánastafla
Endurskoðun fastra vaxta á árunum 2023 til 2025 nær til tæplega 600 milljarða króna af óverðtryggðum íbúðalánum, eða sem nemur fjórðungi af heildarfjárhæð útlána til íbúðakaupa. Þetta kemur fram í Fjármálastöðugleika, riti sem fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands gaf út í morgun.