„Ég hef hugsað um þetta í ár: af hverju ekki að taka skrefið og segja að þú sért hommi? Hversu lengi þarf ég að viðhalda þessari lygi og fyrir hvern?“ sagði Krzikalla í viðtali við Welt am Sonntag.
Lucas Krzikalla hat eine neue Autogrammkarte. Das finden wir richtig super !
— DHfK Handball (@DHfK_Handball) October 1, 2022
Der 28-jährige Profihandballer hat sich heute zu einem sehr privaten Thema in der @WELTAMSONNTAG an die Öffentlichkeit gewandt. Die Lektüreempfehlung findet ihr hier: https://t.co/F1FA4XeHit pic.twitter.com/3u63NVrZQN
Krzikalla er 28 ára hægri hornamaður. Hann hefur leikið með Leipzig allan sinn feril. Á þessu tímabili hefur hann skorað fjögur mörk í sex deildarleikjum.
Krzikalla ku vera sá fyrsti í liðsíþrótt í Þýskalandi sem kemur út úr skápnum meðan hann er enn að spila. Nokkrir hafa greint frá samkynhneigð sinni eftir að ferlinum lýkur, meðal annars fótboltamaðurinn Thomas Hitzelsberger.
Viggó gekk í raðir Leipzig frá Stuttgart fyrir þetta tímabil. Hann var áður á mála hjá Leipzig fyrir þremur árum. Seltirningurinn er markahæsti leikmaður Leipzig á tímabilinu með 25 mörk.