Ten Hag hefur enn trú á Maguire: „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2022 23:30 Erik Ten Hag hefur enn tröllatrú á Harry Maguire. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist enn hafa trú á fyrirliða liðsins, Harry Maguire, þrátt fyrir þá gagnrýni sem varnarmaðurinn hefur þurft að þola undanfarnar vikur. Maguire hefur verið gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum United og enska landsliðsins fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur, en hann gerði meðal annars mistök sem leiddu til tveggja marka er England og Þýskaland gerðu 3-3 jafntefli síðastliðinn mánudag. Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segist þó ekki vera búinn að missa trúna á miðverðinum og er hann viss um að Maguire snúi genginu við. „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi þegar hann var spurður út í Maguireí dag. „Þetta snýst bara um hann. Hann snýr þessu við. Ég er viss um það. Ég er algjörlega sannfærður um það.“ "I back him because I believe in him." 🤝Erik ten Hag says Harry Maguire has his full backing despite recent criticism. ⭕pic.twitter.com/cCSYpAmpSK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2022 Þrátt fyrir þessa tröllatrú Hollendingsins á Maguire hefur hann þurft að sætta sig við bekkjarsetu í undanförnum leikjum. Ten Hag hefur stillt þeim Lisandro Martines og Raphael Varane upp í miðri vörninni og Portúgalinn Bruno Fernandes hefur borið fyrirliðabandið í stað Maguire. „Jafnvel þegar hann er ekki í liðinu þá hefur hann verið að æfa mjög vel,“ bætti Ten Hag við. „En það sem er mikilvægara er það að hann býr yfir mjög miklum gæðum. Ef þið horfið yfir ferilinn hans þá á hann tæplega 50 leiki fyrir England. Hann hefur staðið sig mjög vel bæði fyrir Leicester og Manchester United. Það sem við sjáum er að þakið er hátt og hann býður upp á mikla möguleika,“ sagði Ten Hag að lokum. Maguire verður þó ekki með United þegar liðið heimsækir nágranna sína í Manchester City á sunnudaginn vegna meiðsla. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira
Maguire hefur verið gagnrýndur af mörgum stuðningsmönnum United og enska landsliðsins fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur, en hann gerði meðal annars mistök sem leiddu til tveggja marka er England og Þýskaland gerðu 3-3 jafntefli síðastliðinn mánudag. Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segist þó ekki vera búinn að missa trúna á miðverðinum og er hann viss um að Maguire snúi genginu við. „Ég stend með honum af því ég hef trú á honum,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi þegar hann var spurður út í Maguireí dag. „Þetta snýst bara um hann. Hann snýr þessu við. Ég er viss um það. Ég er algjörlega sannfærður um það.“ "I back him because I believe in him." 🤝Erik ten Hag says Harry Maguire has his full backing despite recent criticism. ⭕pic.twitter.com/cCSYpAmpSK— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 30, 2022 Þrátt fyrir þessa tröllatrú Hollendingsins á Maguire hefur hann þurft að sætta sig við bekkjarsetu í undanförnum leikjum. Ten Hag hefur stillt þeim Lisandro Martines og Raphael Varane upp í miðri vörninni og Portúgalinn Bruno Fernandes hefur borið fyrirliðabandið í stað Maguire. „Jafnvel þegar hann er ekki í liðinu þá hefur hann verið að æfa mjög vel,“ bætti Ten Hag við. „En það sem er mikilvægara er það að hann býr yfir mjög miklum gæðum. Ef þið horfið yfir ferilinn hans þá á hann tæplega 50 leiki fyrir England. Hann hefur staðið sig mjög vel bæði fyrir Leicester og Manchester United. Það sem við sjáum er að þakið er hátt og hann býður upp á mikla möguleika,“ sagði Ten Hag að lokum. Maguire verður þó ekki með United þegar liðið heimsækir nágranna sína í Manchester City á sunnudaginn vegna meiðsla.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Sjá meira