Á sunnudag snýst í norðvestan storm eða rok á austurhelmingi landsins. Þá mun snöggkólna með slyddu eða snjókomu á heiðum og fjallvegum á Norður- og Austurlandi. Þetta kemur fram í athugasemdum veðurfræðings á vefsíðu Veðurstofunnar.
Gular viðvaranir verða í gildi vegna veðurs á meira eða minna öllu landinu í kvöld og fram á mánudag.
Vaxandi suðvestanátt, 10-18 m/s um hádegi og 15-23 undir kvöld, hvassast norðvestanlands. Súld eða rigning, en yfirleitt þurrt á austanverðu landinu. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austfjörðum.
