Vill spila með FH þó að kærastinn sé hjá foreldrum hennar í Eyjum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 16:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir var eldhress í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir leiki helgarinnar. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir fékk að vanda góða gesti til að spá í spilin í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir næstsíðustu umferðina í Bestu deild kvenna í fótbolta, sem leikin er um helgina. Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, og María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, mættu til Helenu og rýndu í leikina sem fram fara á morgun og sunnudag. Ljóst er að miklar líkur eru á því að Valskonur verði Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar þær mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ á morgun, en þeim dugar eitt stig til þess. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir 17. umferð Sigríður og María ræddu einnig um tímabilið í Lengjudeildinni en liðin þeirra enduðu í efstu tveimur sætunum þar og verða því í Bestu deildinni næsta sumar. Hjartað hjá FH en allt opið enn Helena spurði Sigríði út í það hvort að hún yrði með FH næsta sumar því eftir að Ísak Rafnsson, kærasti Sigríðar, fór til Vestmannaeyja til að spila handbolta með ÍBV virtust margir telja að hún myndi fylgja í kjölfarið: „Það er ekkert ákveðið. Mér finnst eins og allir haldi það. Manni langar kannski að taka eitt tímabil með FH [í efstu deild]. Hjartað er þar og það eru spennandi tímar þar. En það er svo sem allt á borðinu og við höfum ekki ákveðið neitt,“ sagði Sigríður og hló þegar Helena spurði hvort að Ísak væri þá bara einn í Eyjum: „Hann er hjá mömmu og pabba,“ sagði hún létt í bragði. Einkabarnið búið að eignast nokkur „systkini“ Og talandi um foreldra þá er móðir Maríu, Helga, búin að reynast afar dýrmæt fyrir Tindastól með því hvernig hún hefur tekið á móti erlendum leikmönnum sem komið hafa til félagsins. „Já, hún má alveg eiga það. Það eru bara matarboð og lopapeysur endalaust,“ sagði María brosandi, og vísaði í umfjöllun Helenu frá því í fyrra. Helena sagði alveg ljóst að erlendu leikmennirnir hreinlega dýrkuðu Helgu og María kvaðst bara ánægð með að deila mömmu sinni með liðsfélögunum: „Já, ég er bara búin að eignast nokkur systkini núna. Það er fínt því ég er einkabarn. Þær eru orðnar svo heimakærar svo ég vona að þær verði bara allar áfram á næstu leiktíð,“ sagði María. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin FH Tindastóll Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, og María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, mættu til Helenu og rýndu í leikina sem fram fara á morgun og sunnudag. Ljóst er að miklar líkur eru á því að Valskonur verði Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar þær mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ á morgun, en þeim dugar eitt stig til þess. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir 17. umferð Sigríður og María ræddu einnig um tímabilið í Lengjudeildinni en liðin þeirra enduðu í efstu tveimur sætunum þar og verða því í Bestu deildinni næsta sumar. Hjartað hjá FH en allt opið enn Helena spurði Sigríði út í það hvort að hún yrði með FH næsta sumar því eftir að Ísak Rafnsson, kærasti Sigríðar, fór til Vestmannaeyja til að spila handbolta með ÍBV virtust margir telja að hún myndi fylgja í kjölfarið: „Það er ekkert ákveðið. Mér finnst eins og allir haldi það. Manni langar kannski að taka eitt tímabil með FH [í efstu deild]. Hjartað er þar og það eru spennandi tímar þar. En það er svo sem allt á borðinu og við höfum ekki ákveðið neitt,“ sagði Sigríður og hló þegar Helena spurði hvort að Ísak væri þá bara einn í Eyjum: „Hann er hjá mömmu og pabba,“ sagði hún létt í bragði. Einkabarnið búið að eignast nokkur „systkini“ Og talandi um foreldra þá er móðir Maríu, Helga, búin að reynast afar dýrmæt fyrir Tindastól með því hvernig hún hefur tekið á móti erlendum leikmönnum sem komið hafa til félagsins. „Já, hún má alveg eiga það. Það eru bara matarboð og lopapeysur endalaust,“ sagði María brosandi, og vísaði í umfjöllun Helenu frá því í fyrra. Helena sagði alveg ljóst að erlendu leikmennirnir hreinlega dýrkuðu Helgu og María kvaðst bara ánægð með að deila mömmu sinni með liðsfélögunum: „Já, ég er bara búin að eignast nokkur systkini núna. Það er fínt því ég er einkabarn. Þær eru orðnar svo heimakærar svo ég vona að þær verði bara allar áfram á næstu leiktíð,“ sagði María. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin FH Tindastóll Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira