Vill spila með FH þó að kærastinn sé hjá foreldrum hennar í Eyjum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 16:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir var eldhress í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir leiki helgarinnar. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir fékk að vanda góða gesti til að spá í spilin í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir næstsíðustu umferðina í Bestu deild kvenna í fótbolta, sem leikin er um helgina. Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, og María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, mættu til Helenu og rýndu í leikina sem fram fara á morgun og sunnudag. Ljóst er að miklar líkur eru á því að Valskonur verði Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar þær mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ á morgun, en þeim dugar eitt stig til þess. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir 17. umferð Sigríður og María ræddu einnig um tímabilið í Lengjudeildinni en liðin þeirra enduðu í efstu tveimur sætunum þar og verða því í Bestu deildinni næsta sumar. Hjartað hjá FH en allt opið enn Helena spurði Sigríði út í það hvort að hún yrði með FH næsta sumar því eftir að Ísak Rafnsson, kærasti Sigríðar, fór til Vestmannaeyja til að spila handbolta með ÍBV virtust margir telja að hún myndi fylgja í kjölfarið: „Það er ekkert ákveðið. Mér finnst eins og allir haldi það. Manni langar kannski að taka eitt tímabil með FH [í efstu deild]. Hjartað er þar og það eru spennandi tímar þar. En það er svo sem allt á borðinu og við höfum ekki ákveðið neitt,“ sagði Sigríður og hló þegar Helena spurði hvort að Ísak væri þá bara einn í Eyjum: „Hann er hjá mömmu og pabba,“ sagði hún létt í bragði. Einkabarnið búið að eignast nokkur „systkini“ Og talandi um foreldra þá er móðir Maríu, Helga, búin að reynast afar dýrmæt fyrir Tindastól með því hvernig hún hefur tekið á móti erlendum leikmönnum sem komið hafa til félagsins. „Já, hún má alveg eiga það. Það eru bara matarboð og lopapeysur endalaust,“ sagði María brosandi, og vísaði í umfjöllun Helenu frá því í fyrra. Helena sagði alveg ljóst að erlendu leikmennirnir hreinlega dýrkuðu Helgu og María kvaðst bara ánægð með að deila mömmu sinni með liðsfélögunum: „Já, ég er bara búin að eignast nokkur systkini núna. Það er fínt því ég er einkabarn. Þær eru orðnar svo heimakærar svo ég vona að þær verði bara allar áfram á næstu leiktíð,“ sagði María. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin FH Tindastóll Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, og María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, mættu til Helenu og rýndu í leikina sem fram fara á morgun og sunnudag. Ljóst er að miklar líkur eru á því að Valskonur verði Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar þær mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ á morgun, en þeim dugar eitt stig til þess. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir 17. umferð Sigríður og María ræddu einnig um tímabilið í Lengjudeildinni en liðin þeirra enduðu í efstu tveimur sætunum þar og verða því í Bestu deildinni næsta sumar. Hjartað hjá FH en allt opið enn Helena spurði Sigríði út í það hvort að hún yrði með FH næsta sumar því eftir að Ísak Rafnsson, kærasti Sigríðar, fór til Vestmannaeyja til að spila handbolta með ÍBV virtust margir telja að hún myndi fylgja í kjölfarið: „Það er ekkert ákveðið. Mér finnst eins og allir haldi það. Manni langar kannski að taka eitt tímabil með FH [í efstu deild]. Hjartað er þar og það eru spennandi tímar þar. En það er svo sem allt á borðinu og við höfum ekki ákveðið neitt,“ sagði Sigríður og hló þegar Helena spurði hvort að Ísak væri þá bara einn í Eyjum: „Hann er hjá mömmu og pabba,“ sagði hún létt í bragði. Einkabarnið búið að eignast nokkur „systkini“ Og talandi um foreldra þá er móðir Maríu, Helga, búin að reynast afar dýrmæt fyrir Tindastól með því hvernig hún hefur tekið á móti erlendum leikmönnum sem komið hafa til félagsins. „Já, hún má alveg eiga það. Það eru bara matarboð og lopapeysur endalaust,“ sagði María brosandi, og vísaði í umfjöllun Helenu frá því í fyrra. Helena sagði alveg ljóst að erlendu leikmennirnir hreinlega dýrkuðu Helgu og María kvaðst bara ánægð með að deila mömmu sinni með liðsfélögunum: „Já, ég er bara búin að eignast nokkur systkini núna. Það er fínt því ég er einkabarn. Þær eru orðnar svo heimakærar svo ég vona að þær verði bara allar áfram á næstu leiktíð,“ sagði María. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin FH Tindastóll Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Sjá meira