Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2022 13:44 Hofsá í Vopnafirði Veiðisumarið fór rólega af stað í flestum ám og vanir veiðimenn segja að ástæðan fyrir því sé bara sú að sumarið og göngur hafi verið tveimur vikum á eftir áætlun. Það rímar ágætlega við taktinn í veiðinni sem var ótrúlega góður í mörgum ánum í september og það er áhuavert svona þegar tímabilinu í sjálfbæru ánum er að ljúka, að sjá hversu mikill viðsnúningurinn er.Hofsá og Selá eru að koma svo sterkar inn seinni partinn á sumrinu að það hálfa væri nóg. Samanburðurinn við árið í fyrra er tvöfaldur í Hofsá en veiðin 2021 var uppá 601 lax en núna er Hofsá komin í 1.211 laxa sem er í alla staði bara gott sumar í ánni. Selá á líka mikin viðsnúning þó hann sé ekki alveg jafn mikill en góður er hann samt. Veiðin í ánni var 764 laxar 2021 en núna er hún komin í 1.164 laxa. Það er greinilegt að sjá að stóru árnar á norðausturlandi eru að eiga gott sumar en þar má líka nefna Jöklu sem er komin í 790 laxa en var með 540 laxa. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði
Það rímar ágætlega við taktinn í veiðinni sem var ótrúlega góður í mörgum ánum í september og það er áhuavert svona þegar tímabilinu í sjálfbæru ánum er að ljúka, að sjá hversu mikill viðsnúningurinn er.Hofsá og Selá eru að koma svo sterkar inn seinni partinn á sumrinu að það hálfa væri nóg. Samanburðurinn við árið í fyrra er tvöfaldur í Hofsá en veiðin 2021 var uppá 601 lax en núna er Hofsá komin í 1.211 laxa sem er í alla staði bara gott sumar í ánni. Selá á líka mikin viðsnúning þó hann sé ekki alveg jafn mikill en góður er hann samt. Veiðin í ánni var 764 laxar 2021 en núna er hún komin í 1.164 laxa. Það er greinilegt að sjá að stóru árnar á norðausturlandi eru að eiga gott sumar en þar má líka nefna Jöklu sem er komin í 790 laxa en var með 540 laxa.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði