Óttast ekki neikvæða umræðu: „Vinnum bara eftir reglum sem okkur eru gefnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 08:00 Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur í íslenska landsliðið. vísir/vilhelm Arnar Þór Viðarsson óttast ekki að valið á Aroni Einari Gunnarssyni í íslenska fótboltalandsliðið eigi eftir að draga óþægilegan dilk á eftir sér. Aron Einar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Venesúela í vináttulandsleik og Albaníu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Aron Einar er valinn í landsliðið en hann kom ekki til greina í það vegna ásakana um nauðgun. Í síðasta mánuði staðfesti ríkissaksóknari svo að málið sem var höfðað gegn Aroni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni FH, hefði verið fellt niður af héraðssaksóknara. Samkvæmt reglum KSÍ var Arnari því frjálst að velja Aron aftur í landsliðið sem og hann gerði fyrir næstu leiki þess. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður að hafa endurheimt Aron. „Hann er fyrirliði íslenska landsliðsins og leiðtogi. En það er ekki bara hann, það eru fleiri leiðtogar í þessu liði, eins og Birkir Bjarnason, sem hafa sýnt það undanfarna mánuði. En ég held að það viti það allir að Aron Einar er það góður fótboltamaður að hann er hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ í gær. Hann segist ekki hafa verið í vafa um að velja Aron og hefur ekki áhyggjur af því að möguleg neikvæð umræða vegna valsins hafi áhrif á íslenska liðið. „Nei, ég vel bara íslenska landsliðið sem þjálfari þess og það er mitt hlutverk. Við vinnum bara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru gefnar. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmennirnir geti ekki einbeitt sér að þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni sem framundan eru,“ sagði Arnar. Aron lék síðast með landsliðinu í 2-2 jafntefli við Pólland í júní 2021. Alls hefur Akureyringurinn leikið 97 landsleiki og verið fyrirliði í meirihluta þeirra. Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira
Aron Einar er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Venesúela í vináttulandsleik og Albaníu í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Þetta er í fyrsta sinn síðan í júní í fyrra sem Aron Einar er valinn í landsliðið en hann kom ekki til greina í það vegna ásakana um nauðgun. Í síðasta mánuði staðfesti ríkissaksóknari svo að málið sem var höfðað gegn Aroni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni, leikmanni FH, hefði verið fellt niður af héraðssaksóknara. Samkvæmt reglum KSÍ var Arnari því frjálst að velja Aron aftur í landsliðið sem og hann gerði fyrir næstu leiki þess. Landsliðsþjálfarinn er mjög ánægður að hafa endurheimt Aron. „Hann er fyrirliði íslenska landsliðsins og leiðtogi. En það er ekki bara hann, það eru fleiri leiðtogar í þessu liði, eins og Birkir Bjarnason, sem hafa sýnt það undanfarna mánuði. En ég held að það viti það allir að Aron Einar er það góður fótboltamaður að hann er hluti af íslenska landsliðinu,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir blaðamannafund KSÍ í gær. Hann segist ekki hafa verið í vafa um að velja Aron og hefur ekki áhyggjur af því að möguleg neikvæð umræða vegna valsins hafi áhrif á íslenska liðið. „Nei, ég vel bara íslenska landsliðið sem þjálfari þess og það er mitt hlutverk. Við vinnum bara eftir ákveðnum reglum sem okkur eru gefnar. Ég hef engar áhyggjur af því að leikmennirnir geti ekki einbeitt sér að þessu skemmtilega og mikilvæga verkefni sem framundan eru,“ sagði Arnar. Aron lék síðast með landsliðinu í 2-2 jafntefli við Pólland í júní 2021. Alls hefur Akureyringurinn leikið 97 landsleiki og verið fyrirliði í meirihluta þeirra.
Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fleiri fréttir Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sjá meira