Boehly þekkir Stjörnuleiki í amerískum íþróttum vel, enda á hann einnig hlut í hafnaboltaliðinu Los Angeles Dodgers og körfuboltaliðinu Los Angeles Lakers. Hann var mættur á SALT-ráðstefnuna í New York í seinustu viku og viðraði þar hugmyndir sínar um breytingar á enskum fótbolta.
„Í rauninni vona ég að enska úrvalsdeildin geti lært aðeins af amerískum íþróttum,“ sagði Boehly.
„Af hverju er til dæmis ekki sérstakt mót fyrir neðstu fjögur liðin í deildinni? Og af hverju er ekki Stjörnuleikur?“
„Fólk er alltaf að tala um meiri pening fyrir pýramídan,“ hélt Boehly áfram og á þá við deildirnar á Englandi.
„MLB [Major League Baseball, bandaríska atvinnumannadeildin í hafnabolta] var með Stjörnuleik í Los Angeles í ár og það söfnuðust 200 milljónir dollara á mánudegi og þriðjudegi. Það væri hægt að hafa Stjörnuleik á milli norðurs og suðurs í ensku úrvalsdeildinni til að afla fjár auðveldlega fyrir pýramídan.“
Chelsea owner Todd Boehly thinks English football could benefit from an All-Star Game:
— B/R Football (@brfootball) September 13, 2022
'MLB did their All-Star Game this year—they made $200M from a Monday and a Tuesday. You could do a North vs. South All-Star Game from the Premier League to fund the pyramid very easily.' ⚾ pic.twitter.com/FzNANzrJ2g