Stóra Laxá komin yfir 700 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2022 11:35 Flottur maríulax úr Stekkjarnefi í Stóru Laxá Veiðin í Stóru Laxá er búin að vera góð í sumar en besti tíminn í ánni er framundan en það er vel þekkt að september getur verið stór mánuður í ánni. Það hefur oft komið fyrir að septemberhollin geri feyknaveiði og þá sérstaklega þegar það kemur hressileg rigning sem hækkar vatnið í ánni nokkuð hressilega. Þá fer laxinn vel af stað og takan verður oft alveg ótrúleg. Þær eru ekki margar árnar sem geta státað af því að fá 50-100 laxa holl á þessum árstíma þar sem stórlaxahlutfallið er jafn gott en aðeins er veitt á sex stangir á neðra svæðinu sem er yfirleitt gjöfulast við þessar aðstæður. Tekist á við Lax í Stóru Laxá Veiðin í Stóru Laxá er komin yfir 700 laxa sem er um 150 löxum meira en allt tímabilið í fyrra og næstu tvær vikur gætu vel skilað 100-150 löxum ef maður reynir að gæta hófs í ágiskun á veiðitölum en af fenginni reynslu þá er það bara alls ekkert ólíklegt að hún gæti endað í tölu yfir 800 löxum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og þá sérstaklega þegar það fer að rigna á svæðinu. Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði
Það hefur oft komið fyrir að septemberhollin geri feyknaveiði og þá sérstaklega þegar það kemur hressileg rigning sem hækkar vatnið í ánni nokkuð hressilega. Þá fer laxinn vel af stað og takan verður oft alveg ótrúleg. Þær eru ekki margar árnar sem geta státað af því að fá 50-100 laxa holl á þessum árstíma þar sem stórlaxahlutfallið er jafn gott en aðeins er veitt á sex stangir á neðra svæðinu sem er yfirleitt gjöfulast við þessar aðstæður. Tekist á við Lax í Stóru Laxá Veiðin í Stóru Laxá er komin yfir 700 laxa sem er um 150 löxum meira en allt tímabilið í fyrra og næstu tvær vikur gætu vel skilað 100-150 löxum ef maður reynir að gæta hófs í ágiskun á veiðitölum en af fenginni reynslu þá er það bara alls ekkert ólíklegt að hún gæti endað í tölu yfir 800 löxum. Það verður spennandi að sjá hvernig veiðin verður næstu daga og þá sérstaklega þegar það fer að rigna á svæðinu.
Stangveiði Mest lesið Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði Grimmdarverk í Þingvallavatni Veiði Árni Friðleifsson gefur ekki kost á sér áfram Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði 400 kíló af laxi í net sín á einum degi Veiði Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Lokatölur úr Veiðivötnum Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Varaáætlun um jólamat! Veiði