Lá við hávaðakvörtun á hótelinu: „Ég öskraði svo mikið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 13:01 Nökkvi Þeyr Þórisson er að koma sér hægt og rólega fyrir í Belgíu. Vísir/Hulda Margrét „Það er liðin vika síðan ég kom út. Ég er ástfanginn af borginni, hún er eins flott og allir tala um,“ segir Nökkvi Þeyr Þórisson um Antwerpen, hvar hann mun spila fótbolta með Beerschot næstu misserin. Nökkvi samdi við liðið í síðustu viku og er spenntur fyrir verkefninu. Nökkvi Þeyr var nýbúinn að skoða íbúð þegar Vísi sló á þráðinn til hans. Hann hefur búið á hóteli frá því að hann kom til félagsins en vonast til að koma sér fyrir sem fyrst. „Ég var einmitt að klára að skoða íbúð. Þannig að það gengur vel að koma sér fyrir. Það er mikilvægt að klára það sem fyrst svo maður geti einbeitt sér alfarið að fótboltanum. Eins og er þá erum við kærastan mín á hóteli á meðan þau mál leysast,“ „Ég er nokkuð viss um að við fáum þessa íbúð. Hún [María Lillý Ragnarsdóttir, kærasta Nökkva] var ástfangin af íbúðinni og hún ræður öllu þegar kemur að þessum málum. Svo lengi sem hún er glöð þá er ég glaður,“ sagði Nökkvi og hló við. View this post on Instagram A post shared by Mari a Lilly Ragnarsdo ttir (@marialillyy) Gríðarlegt stress Nökkvi segir ákvörðunina að yfirgefa KA-menn á þessum tímapunkti hafa verið erfiða. Hann styður vel við sína menn og segist hafa misst sig þegar hann sá KA vinna topplið Breiðabliks 2-1 á sunnudaginn var. „Ég horfði á leikinn og María þurfti að sussa á mig því maður var búinn að gleyma því að maður væri á hótelherbergi. Ég öskraði svo mikið og það var varla hægt að tala við mig á meðan leikurinn var í gangi, ég var svo einbeittur að horfa og algjört stress. Ég er miklu stressaðri að horfa á leik heldur en að spila leikinn. Það sem það var sætt að sjá þá vinna og kannski ennþá sætara í ljósi þess að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Nökkvi Þeyr. Klippa: Viðtal við Nökkva Þey Erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti Nökkvi segir sigurinn hafa verið enn sætari í ljósi þess að hann hafi verið með örlítið samviskubit yfir því að yfirgefa KA-menn í miðri baráttu um Evrópusæti, sérstaklega þar sem félagsskiptaglugginn var lokaður. Hann er þess þó fullviss um að KA-menn geri vel í þeirri baráttu. „Það spilaði mikið inn í af því að ég vissi að þeir væru ekki taka mann inn,“ segir Nökkvi. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun en svo þegar maður er kannski smá eigingjarn og horfir á sinn feril þá auðveldaði það manni að taka þessa ákvörðun. Það sem hjálpaði mér líka er að ég veit gæðin í strákunum og ég veit hversu góður hópur þetta er. Ég vissi strax að ef ég myndi fara þá myndi maður stíga upp og það kæmi maður í manns stað,“ „Þetta er það góður hópur að ég hafði í raun engar áhyggjur af þeim þó að ég myndi fara,“ segir Nökkvi Þeyr. Ummæli Nökkva Þeys má sjá í spilaranum að ofan. Belgíski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sjá meira
Nökkvi Þeyr var nýbúinn að skoða íbúð þegar Vísi sló á þráðinn til hans. Hann hefur búið á hóteli frá því að hann kom til félagsins en vonast til að koma sér fyrir sem fyrst. „Ég var einmitt að klára að skoða íbúð. Þannig að það gengur vel að koma sér fyrir. Það er mikilvægt að klára það sem fyrst svo maður geti einbeitt sér alfarið að fótboltanum. Eins og er þá erum við kærastan mín á hóteli á meðan þau mál leysast,“ „Ég er nokkuð viss um að við fáum þessa íbúð. Hún [María Lillý Ragnarsdóttir, kærasta Nökkva] var ástfangin af íbúðinni og hún ræður öllu þegar kemur að þessum málum. Svo lengi sem hún er glöð þá er ég glaður,“ sagði Nökkvi og hló við. View this post on Instagram A post shared by Mari a Lilly Ragnarsdo ttir (@marialillyy) Gríðarlegt stress Nökkvi segir ákvörðunina að yfirgefa KA-menn á þessum tímapunkti hafa verið erfiða. Hann styður vel við sína menn og segist hafa misst sig þegar hann sá KA vinna topplið Breiðabliks 2-1 á sunnudaginn var. „Ég horfði á leikinn og María þurfti að sussa á mig því maður var búinn að gleyma því að maður væri á hótelherbergi. Ég öskraði svo mikið og það var varla hægt að tala við mig á meðan leikurinn var í gangi, ég var svo einbeittur að horfa og algjört stress. Ég er miklu stressaðri að horfa á leik heldur en að spila leikinn. Það sem það var sætt að sjá þá vinna og kannski ennþá sætara í ljósi þess að ég tók þessa ákvörðun,“ segir Nökkvi Þeyr. Klippa: Viðtal við Nökkva Þey Erfitt að yfirgefa liðið á þessum tímapunkti Nökkvi segir sigurinn hafa verið enn sætari í ljósi þess að hann hafi verið með örlítið samviskubit yfir því að yfirgefa KA-menn í miðri baráttu um Evrópusæti, sérstaklega þar sem félagsskiptaglugginn var lokaður. Hann er þess þó fullviss um að KA-menn geri vel í þeirri baráttu. „Það spilaði mikið inn í af því að ég vissi að þeir væru ekki taka mann inn,“ segir Nökkvi. „Þetta var mjög erfitt fyrir mig að taka þessa ákvörðun en svo þegar maður er kannski smá eigingjarn og horfir á sinn feril þá auðveldaði það manni að taka þessa ákvörðun. Það sem hjálpaði mér líka er að ég veit gæðin í strákunum og ég veit hversu góður hópur þetta er. Ég vissi strax að ef ég myndi fara þá myndi maður stíga upp og það kæmi maður í manns stað,“ „Þetta er það góður hópur að ég hafði í raun engar áhyggjur af þeim þó að ég myndi fara,“ segir Nökkvi Þeyr. Ummæli Nökkva Þeys má sjá í spilaranum að ofan.
Belgíski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sjá meira