Chelsea staðfestir fimm ára samning við Potter Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 15:00 Tekinn við Chelsea. Robin Jones/Getty Images Graham Potter hefur skrifað undir fimm ára samning sem nýr þjálfari Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Skiptin hafa legið í loftinu frá því að Thomas Tuchel var sagt upp störfum í gærmorgun. Chelsea hafa unnið hratt og vel að ráðningu nýs þjálfara en Thomasi Tuchel var sagt upp í gærmorgun eftir 1-0 tap fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hafði þá höktað töluvert í upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Það þótti ekki ásættanlegt hjá nýjum eigendum Chelsea, sem keypti félagið í júní af Roman Abramovich, og eyddu heimsmetafjárhæð í kaup á nýjum leikmönnum í sumar, yfir 260 milljónum punda. Potter yfirgefur Brighton fyrir starfið hjá Chelsea en þar hefur hann verið við stjórnvölin frá árinu 2019. Talið er að Chelsea hafi þurft að reiða fram 16 milljónir punda til að losa Potter undan samningi sínum hjá Brighton. Chelsea Football Club is delighted to welcome Graham Potter as our new Head Coach! — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 8, 2022 „Ég er afar stoltur og spenntur að starfa fyrir Chelsea, þetta frábæra félag. Ég er spenntur fyrir komandi samstarfi með eigendahópi félagsins og að hitta og vinna með spennandi leikmannahópi, með það að markmiði að þróa lið og kúltúr sem ótrúlegir stuðningsmenn okkar geta verið stoltir af,“ segir Potter á heimasíðu Chelsea. Potter spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð en hann tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Hann tók í kjölfarið við Swansea í eina leiktíð áður en hann færði sig til Brighton. Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31 Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Sjá meira
Chelsea hafa unnið hratt og vel að ráðningu nýs þjálfara en Thomasi Tuchel var sagt upp í gærmorgun eftir 1-0 tap fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu. Chelsea hafði þá höktað töluvert í upphafi leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Það þótti ekki ásættanlegt hjá nýjum eigendum Chelsea, sem keypti félagið í júní af Roman Abramovich, og eyddu heimsmetafjárhæð í kaup á nýjum leikmönnum í sumar, yfir 260 milljónum punda. Potter yfirgefur Brighton fyrir starfið hjá Chelsea en þar hefur hann verið við stjórnvölin frá árinu 2019. Talið er að Chelsea hafi þurft að reiða fram 16 milljónir punda til að losa Potter undan samningi sínum hjá Brighton. Chelsea Football Club is delighted to welcome Graham Potter as our new Head Coach! — Chelsea FC (@ChelseaFC) September 8, 2022 „Ég er afar stoltur og spenntur að starfa fyrir Chelsea, þetta frábæra félag. Ég er spenntur fyrir komandi samstarfi með eigendahópi félagsins og að hitta og vinna með spennandi leikmannahópi, með það að markmiði að þróa lið og kúltúr sem ótrúlegir stuðningsmenn okkar geta verið stoltir af,“ segir Potter á heimasíðu Chelsea. Potter spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð en hann tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Hann tók í kjölfarið við Swansea í eina leiktíð áður en hann færði sig til Brighton.
Enski boltinn Tengdar fréttir Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31 Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45 Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Sjá meira
Carragher óviss: Þetta er miskunnarlaust félag Jamie Carragher, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára, kveðst óviss um hvort það væri rétt skref fyrir Graham Potter, þjálfara Brighton, að taka við Chelsea. Lundúnafélagið hefur haft samband við stjórann í dag. 7. september 2022 18:31
Terry spenntur: „Hann tikkar í öll box“ John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea til fjölda ára, kveðst mjög spenntur fyrir möguleikanum að Graham Potter þjálfi félagið. Thomas Tuchel var sagt upp störfum í morgun. 7. september 2022 16:45
Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11