Í gær og í dag ræðir Atvinnulífið við gestafyrirlesara UAK en opnunarviðburður félagsins hefst klukkan 19.30 í kvöld og er öllum opinn. Viðburðurinn verður haldinn í Veislusalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna, mun opna viðburðinn með hugvekju.
Með marga bolta á lofti
Anna er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Anna er einn vinsælasti fyrirlesari landsins og á hverju ári heldur hún að jafnaði 150-200 fyrirlestra.
Þá er hún stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari.
Anna er í meistaranámi í samskiptum og forvörnum hjá HÍ og samhliða þessu öllu saman er hún gift, á fjögur börn, hund og kött!
Anna hefur líka gefið út tvær barnabækur: Blómið og býflugan og Ofurhetja í einn dag. Allur ágóði síðarnefndu bókarinnar rennur til UN Women.
En hvernig ætli Önnu takist að halda svona mörgum boltum á lofti?
Ég hugsa nánast alltaf i lausnum, nenni ekki að velta mér upp úr hlutunum.
Við finnum lausnir, hvað sem kemur upp. Það eru tækifæri alls staðar ef við opnum augun og erum tilbúin að sjá það.
Svo er ég mjög orkumikil að eðlisfari, læt yfirleitt bara vaða og hef trú á sjálfri mér.“

Góðu ráðin til „yngri mín“
Þar sem erindi Önnu í kvöld er ætlað að veita ungum athafnakonum innblástur, báðum við Önnu um að deila því með okkur hvaða góðu ráð hún gæfi yngri útgáfunni ef hún gæti talað við sjálfan sig þrítuga.
Anna segir:
Láttu vaða. Ekki vera hrædd við mistök eða útkomuna.
Allt er reynsla í bakpokann sem kemur til með að nýtast þér, bæði árangur og mistök….. og gerðu atlögu að því að láta drauma þína rætast. Enginn ótti!
Mundu svo alltaf að lykilatriði í þessu öllu saman er að hafa gaman…. Annars er svo leiðinlegt.“
Anna segir það hafa haft mikil áhrif á sinn starfsferil að hafa valið að fara í Tómstunda- og félagsmálafræðina í Háskóla Íslands.
Námið hafi haft mótandi áhrif á það hvað hana langaði að gera.
„Að vinna með börnum og unglingum við að bæta sjálfsmynd og sjálfstraust og vinna með menningu í hópum, efla liðsheild. Það er ekkert eðlilega mikilvægt og hefur áhrif á velferð einstaklingsins seinna í lífinu.“
Í dag er Anna einn vinsælasti fyrirlesari landsins sem heldur að jafnaði 150-200 fyrirlestra á ári.
Þá hefur Anna unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi fyrir einstaklinga og starfsfólk fyrirtækja.
Anna segir vinnuna við að efla styrkleika og leiðtogahæfni hjá fullorðnu fólki ekkert svo ólíka því að þjálfa ungt fólk.
Það snýr líka að því sama; að hjálpa einstaklingum að efla sig og átta sig á því að það er mun magnaðra en það heldur.“
Viðtal gærdagsins má sjá hér.