„Þetta er annað skref í rétta átt þannig ég er ánægður,“ sagði Ten Hag eftir sigurinn.
„Við sýndum góðan liðsanda. Við vorum með ellefu leikmenn á vellinum sem börðust fyrir hvern annan og skoruðu frábært liðsmark. En það er enn pláss fyrir bætingar, en það er eðlilegt á þessum tímapunkti tímabilsins.“
„Það var mikið um svæði á vellinum sem við nýttum okkur ekki nógu vel. Með betri ákvarðanatöku hefðum við átt að skora annað mark. Við þurfum að vera ákveðnari, en eins og ég segi þá er pláss fyrir bætingar.“
United hefur ekki bætt leikmönnum við liðið á lokadegi félagsskiptagluggans og Ten Hag var einnig spurður út í það hvort hann væri ánægður með hópinn sem hann væri með fyrir tímabilið.
„Við þurfum góðan leikmannahóp og marga leikmenn. Þetta eru margir leikir sem við þurfum að spila. Um leið og Cristiano Ronaldo og Casemiro eru orðnir heilir þá verður þetta betra, en við þurfum samt ekki bara lið, heldur heilan leikmannahóp. Við sjáum til með Antony þegar hann hefur æft með okkur hvort hann sé tilbúinn fyrir sunnudaginn. Ef við sjáum gott tækifæri þá verðum við að stökkva á það, en ég held að skrifstofurnar okkar séu lokaðar - í bili,“ sagði Hollendingurinn að lokum.