18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 29. ágúst 2022 11:11 Veiðivötn er mikið sótt af veiðimönnum yfir sumarið. Atli Bergman með væann fisk úr vötnunum í sumar. Mynd: Atli Bergman FB Nú styttist í að veiðitímabilinu ljúki í Veiðivötnum en veiðin þar í sumar hefur verið með ágætum og margir tala um að þetta sumar hafi heilt yfir verið mikið betra en í fyrra. Þegar heildartölurnar eru skoðaðar þá stendur Litlisjór upp úr með 3.696 urriða veidda sem setur vatnið í efsta sæti yfir aflahæstu vötnin á svæðinu. Snjóölduvatn er þar næst á listanum með 2.971 fisk og Ónýtavatn situr svo í þriðja sæti með 1.594 fiska. Stærsti fiskurinn í sumar er úr Breiðavatni en hann var 10,6 pund, Hraunvötn gáfu einn 10,4 pund og Grænavatn einn 10.2 pund. Mesta bleikjuveiðin var í Snjóölduvatni en þar veiddust 2.905 bleikjur, Nýjavatn gaf 1.525 bleikjur og Skyggnisvatn 1.039 bleikjur en þar veiddist líka einn 10 punda urriði. Þrátt fyrir oft heldur erfið skilyrði vegna veðurs tala veiðimenn um að þetta sé eftirminnilegt sumar við vötnin og flestir sem eiga þar fasta daga þegar búnir að tryggja sér þá daga að ári. Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði
Þegar heildartölurnar eru skoðaðar þá stendur Litlisjór upp úr með 3.696 urriða veidda sem setur vatnið í efsta sæti yfir aflahæstu vötnin á svæðinu. Snjóölduvatn er þar næst á listanum með 2.971 fisk og Ónýtavatn situr svo í þriðja sæti með 1.594 fiska. Stærsti fiskurinn í sumar er úr Breiðavatni en hann var 10,6 pund, Hraunvötn gáfu einn 10,4 pund og Grænavatn einn 10.2 pund. Mesta bleikjuveiðin var í Snjóölduvatni en þar veiddust 2.905 bleikjur, Nýjavatn gaf 1.525 bleikjur og Skyggnisvatn 1.039 bleikjur en þar veiddist líka einn 10 punda urriði. Þrátt fyrir oft heldur erfið skilyrði vegna veðurs tala veiðimenn um að þetta sé eftirminnilegt sumar við vötnin og flestir sem eiga þar fasta daga þegar búnir að tryggja sér þá daga að ári.
Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði