50 ár frá fyrsta sparkinu á Íslandsmóti kvenna Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 13:00 Fyrstu Íslandsmeistarar kvenna, lið FH frá 1972, ásamt Alberti Guðmundssyni (t.h.) sem beitti sér hvað helst fyrir því að Íslandsmótið skildi stofnað. KSÍ/Helgi Dan Fyrsta Íslandsmót kvenna í fótbolta hófst á þessum degi fyrir sléttum 50 árum, þann 26. ágúst 1972. Breiðablik og Fram komu fyrsta mótinu af stað. Breiðablik og Fram spiluðu fyrsta leik kvenna á Íslandsmóti á Íslandi á Vallagerðisvelli á þessum degi fyrir 50 árum. Fram vann þar 3-2 sigur en Íslandsmótið var með töluvert öðrum hætti en þekkist í dag. Þá var spilað í tveimur fjögurra liða riðlum áður en úrslitaleikur var leikinn. Fram, FH, Þróttur og Breiðablik voru í öðrum riðlinum en Ármann, Haukar, ÍBK og Grindavík í hinum. FH og Ármann unnu riðlana og léku til úrslita þar sem Hafnfirðingar fögnuðu sigri. Vakin er athygli á því á Blikar.is að Breiðablik er eina liðið sem hefur tekið þátt í Íslandsmóti kvenna öll árin frá því að það var sett á laggirnar. „Augnayndi að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu“ Þar er saga stofnunar deildarinnar einnig rakin í stuttu máli en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sendi út fyrirspurn til knattspyrnusambanda heimsins árið 1970 og vildi vita hversu margar viðurkenndu knattspyrnu kvenna. Aðeins tólf sambönd gerðu það á þeim tíma; Alsír, Suður-Afríka, Formósa, Singapúr, Taíland, Gvatemala, Jamaíka, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Svíþjóð og Wales. Að auki var knattspyrna kvenna leikin í fleiri löndum, þar á meðal Danmörku og Englandi, án þess að vera viðurkennd af knattspyrnusambandi landanna. Umræða skapaðist í þjóðfélaginu um málið og sagði meðal annars í Þjóðviljanum þann 9. apríl 1970: „Augnayndi gæti það nú orðið íslenzkum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi“. Bersýnilega má sjá að viðhorfin til knattspyrnu kvenna hafa blessunarlega breyst síðan þá, en Albert Guðmundsson, þáverandi formaður KSÍ, er sagður hafa beitt sér hvað mest fyrir því að Íslandsmót kvenna væri sett á laggirnar. Fyrsti opinberi leikurinn var þá leikur Reykjavíkur og Keflavíkur á Laugardalsvelli 20. júlí 1970, en sá leikur var aðeins tuttugu mínútna langur og var leikinn fyrir karlalandsleik Íslands og Noregs. Íslandsmót kvenna innanhúss fylgdi um haustið 1971 áður en fyrsta Íslandsmótið fór fram á haustmánuðum 1972. Átta lið orðið Íslandsmeistari Fimmtugasti Íslandsmeistaratitilinn er því í boði þegar Bestu deild kvenna lýkur í haust en Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Breiðablik hefur oftast unnið Íslandsmeistaratitilinn, 18 sinnum, en Valur hefur fagnað sigri tólf sinnum og á titil að verja. Sex önnur lið hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn frá stofnun mótsins; KR (sex sinnum, síðast 2003), FH (fjórum sinnum, síðast 1976), Stjarnan (fjórum sinnum, síðast 2016), ÍA (þrisvar, síðast 1987), Þór/KA (tvisvar, síðast 2017) og þá vann Ármann sinn eina titil á öðru Íslandsmóti sögunnar, árið 1973. Greinagóða umfjöllun um sögu Íslandsmótsins má nálgast á Blikar.is. Besta deild kvenna Breiðablik Valur FH Fram Tímamót Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Breiðablik og Fram spiluðu fyrsta leik kvenna á Íslandsmóti á Íslandi á Vallagerðisvelli á þessum degi fyrir 50 árum. Fram vann þar 3-2 sigur en Íslandsmótið var með töluvert öðrum hætti en þekkist í dag. Þá var spilað í tveimur fjögurra liða riðlum áður en úrslitaleikur var leikinn. Fram, FH, Þróttur og Breiðablik voru í öðrum riðlinum en Ármann, Haukar, ÍBK og Grindavík í hinum. FH og Ármann unnu riðlana og léku til úrslita þar sem Hafnfirðingar fögnuðu sigri. Vakin er athygli á því á Blikar.is að Breiðablik er eina liðið sem hefur tekið þátt í Íslandsmóti kvenna öll árin frá því að það var sett á laggirnar. „Augnayndi að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu“ Þar er saga stofnunar deildarinnar einnig rakin í stuttu máli en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sendi út fyrirspurn til knattspyrnusambanda heimsins árið 1970 og vildi vita hversu margar viðurkenndu knattspyrnu kvenna. Aðeins tólf sambönd gerðu það á þeim tíma; Alsír, Suður-Afríka, Formósa, Singapúr, Taíland, Gvatemala, Jamaíka, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Svíþjóð og Wales. Að auki var knattspyrna kvenna leikin í fleiri löndum, þar á meðal Danmörku og Englandi, án þess að vera viðurkennd af knattspyrnusambandi landanna. Umræða skapaðist í þjóðfélaginu um málið og sagði meðal annars í Þjóðviljanum þann 9. apríl 1970: „Augnayndi gæti það nú orðið íslenzkum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi“. Bersýnilega má sjá að viðhorfin til knattspyrnu kvenna hafa blessunarlega breyst síðan þá, en Albert Guðmundsson, þáverandi formaður KSÍ, er sagður hafa beitt sér hvað mest fyrir því að Íslandsmót kvenna væri sett á laggirnar. Fyrsti opinberi leikurinn var þá leikur Reykjavíkur og Keflavíkur á Laugardalsvelli 20. júlí 1970, en sá leikur var aðeins tuttugu mínútna langur og var leikinn fyrir karlalandsleik Íslands og Noregs. Íslandsmót kvenna innanhúss fylgdi um haustið 1971 áður en fyrsta Íslandsmótið fór fram á haustmánuðum 1972. Átta lið orðið Íslandsmeistari Fimmtugasti Íslandsmeistaratitilinn er því í boði þegar Bestu deild kvenna lýkur í haust en Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Breiðablik hefur oftast unnið Íslandsmeistaratitilinn, 18 sinnum, en Valur hefur fagnað sigri tólf sinnum og á titil að verja. Sex önnur lið hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn frá stofnun mótsins; KR (sex sinnum, síðast 2003), FH (fjórum sinnum, síðast 1976), Stjarnan (fjórum sinnum, síðast 2016), ÍA (þrisvar, síðast 1987), Þór/KA (tvisvar, síðast 2017) og þá vann Ármann sinn eina titil á öðru Íslandsmóti sögunnar, árið 1973. Greinagóða umfjöllun um sögu Íslandsmótsins má nálgast á Blikar.is.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur FH Fram Tímamót Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki