
Flestir hugsa um Land Cruiser og jafnvel Land Rover þegar kemur að jeppum sem eru hannaðir til að virka í torfærum og öðrum erfiðum aðstæðum. Kia ætlar að breyta því með EV9 jeppanum.
EV9 er væntanlegur á næsta ári og er ætlað að „umbylta rafjeppa markaðnum,“ samkvæmt Kia. Það þýðir í þessum áhugaverða flokki, að bíllinn verði fær um allt sem vænta má af jeppa, auk þess að vera rafknúinn.
Bílnum er „ýtt að þanmörkum endingar“ samkvæmt Kia og er ætlað að búa yfir gríðarlegri klifurgetum. Auk þess er vaðdýpt mikil og endingin er betri en í öðrum jeppum í sama flokki, samkvæmt Kia.