Myndband: Dodge ætlar að framleiða háværa rafbíla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. ágúst 2022 07:00 Raf-hugmyndabíllinn Dodge Charger Daytona SRT. Ameríski bílaframleiðandinn Dodge hefur í gegnum tíðina framleitt bíla sem flestir ganga fyrir stórum V8 vélum sem framleiða hávaða. Nú eru straumhvörf yfirvofandi og Dodge ætlar að rafvæða framboð sitt. Dodge ætlar þó að halda fast í einkenni sín, gírskiptingar og hávær útblásturshljóð verða meðal þess sem rafvædd framtíð ber í skauti sér ef marka má nýjan hugmyndabíl frá Dodge. Dodge Charger og Challenger munu hætta í framleiðslu á næsta ári í núverandi mynd. Hugmyndabíllinn sem kynntur var á dögunum. Sá ber heitið Dodge Charger Daytona SRT og er sambærilegur í útliti og bíll sem verður settur á markað árið 2024. Hann mun þá vera liðsauki fyrir Dodge Hornet, nýjan jeppling sem verður tengiltvinnbíll og er væntanlegur á markað í lok árs. Charger Daytona er með púströr sem framkalla hávaða og gírskiptingu sem skiptir um gíra. Hvorugt er nauðsynlegt í rafbíl. Dodge er að reikna með að kaupendahópur þeirra sé hvort eð er ekki að leita einungis að því sem þarf, heldur spennandi kostum að sögn framkvæmdastjóra Dodge, Tim Kuniskis. „Við teljum að við séum að koma með bíl á markað sem neytendur áttu ekki von á. En þeir munu klárlega heyra hann nálgast,“ bætti Kuniskis við. Dodge Charger Daytona SRT. Bíllinn gefur frá sér lágar drunur sem eru eins og háspennu raftækjabúnaður. Hljóðin koma ekki úr hátölurum eins og hljóð flestra rafbíla heldur er lofti beint í gegnum pípur sem eru hannaðar til að framkalla hljóð. Bíllinn getur skapað allt að 126 desíbela hávaða, sem samsvarar um það bil þegar þota tekur á loft. Vistvænir bílar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent
Dodge Charger og Challenger munu hætta í framleiðslu á næsta ári í núverandi mynd. Hugmyndabíllinn sem kynntur var á dögunum. Sá ber heitið Dodge Charger Daytona SRT og er sambærilegur í útliti og bíll sem verður settur á markað árið 2024. Hann mun þá vera liðsauki fyrir Dodge Hornet, nýjan jeppling sem verður tengiltvinnbíll og er væntanlegur á markað í lok árs. Charger Daytona er með púströr sem framkalla hávaða og gírskiptingu sem skiptir um gíra. Hvorugt er nauðsynlegt í rafbíl. Dodge er að reikna með að kaupendahópur þeirra sé hvort eð er ekki að leita einungis að því sem þarf, heldur spennandi kostum að sögn framkvæmdastjóra Dodge, Tim Kuniskis. „Við teljum að við séum að koma með bíl á markað sem neytendur áttu ekki von á. En þeir munu klárlega heyra hann nálgast,“ bætti Kuniskis við. Dodge Charger Daytona SRT. Bíllinn gefur frá sér lágar drunur sem eru eins og háspennu raftækjabúnaður. Hljóðin koma ekki úr hátölurum eins og hljóð flestra rafbíla heldur er lofti beint í gegnum pípur sem eru hannaðar til að framkalla hljóð. Bíllinn getur skapað allt að 126 desíbela hávaða, sem samsvarar um það bil þegar þota tekur á loft.
Vistvænir bílar Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent