Frá þessu er greint á Handbolti.is en þar kemur fram að Guðmundur Bragi hafi leikið með liðinu gegn Wetzlar á æfingamóti í gær og muni líklegast leika tvo til viðbótar. Fari svo að hann standi sig með sóma mun þýska liðið eflaust festa kaup á kauða.
Hamm-Westfalen er nýliði í þýsku úrvalsdeildinni en liðið endaði í 2. sæti B-deildar á eftir Íslendingaliði Gummersbach. Kominn er nær áratugur síðan liðið var síðast í deild þeirra bestu og þá lék stórskyttan Einar Hólmgeirsson með liðinu.
Þýska úrvalsdeildin fer af stað 1. september en Hamm-Westfalen hefur ekki leik fyrr en 4. september er liðið heimsækir Þýskalandsmeistara og Íslendingalið Magdeburgar.