„Þetta er hræðileg byrjun hjá Liverpool“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. ágúst 2022 23:16 Carragher segir afar slæmt fyrir Liverpool að vera strax komið svo langt á eftir Manchester City á stigatöflunni. Adam Davy/PA Images via Getty Images Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, fer ekki í grafgötur með það að félagið er í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City, sem hefur keppt við félagið um titilinn síðustu ár, er strax komið með fjögurra stiga forskot á þá rauðklæddu. Carragher var að venju sérfræðingur í þættinum Monday Night Football, ásamt Gary Neville, í kringum leik Liverpool og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk 1-1 þar sem Kólumbíumaðurinn Luis Díaz bjargaði stigi með laglegu marki skömmu eftir að Darwin Núñez hafði verið vísað af velli. Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham í fyrsta leik og er því aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Aðspurður af þáttastjórnandanum David Jones um hversu dýrt þetta gæti reynst fyrir Liverpool sagði Carragher: „Gríðarlega. Þetta hefur verið hræðileg byrjun hjá Liverpool, sérstaklega hvað stig varðar, en einnig hvað frammistöðu varðar í fyrsta leiknum,“ „En mér fannst þeir spila frábærlega í kvöld, sérstaklega hvernig þeir spiluðu fyrir mark Palace og hvernig þeir brugðust við eftir að þeir urðu 10 gegn 11,“ sagði Carragher, en Liverpool hafði stýrt leiknum frá A til Ö fram að marki Palace sem kom úr fyrsta skoti gestanna í leiknum eftir rúmlega hálftíma leik. "Draws are defeats now, we know the bar has been set so high by Manchester City" Jamie Carragher gives his thoughts on Liverpool's 1-1 draw with Crystal Palace pic.twitter.com/NyMHmnpvGQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 15, 2022 Carragher segir hins vegar að jafntefli sem þessi geri verið gríðarlega dýr. Sérstaklega í ljósi þess hve stórkostlegt lið Manchester City hefur verið í deildinni undanfarin ár. „En stigalega séð eru jafntefli sama og töp núna. Við vitum hversu hátt Manchester City hefur reist ránna hvað stigafjölda varðar, ásamt Liverpool síðustu ár, svo að gefa City fjögurra stiga forskot strax frá byrjun er strembið að eiga við,“ „Þetta er mjög slök byrjun á tímabilinu fyrir Liverpool hvaða stigasöfnun varðar,“ segir Carragher. Ummæli Carraghers má heyra í spilaranum að ofan. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Carragher var að venju sérfræðingur í þættinum Monday Night Football, ásamt Gary Neville, í kringum leik Liverpool og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk 1-1 þar sem Kólumbíumaðurinn Luis Díaz bjargaði stigi með laglegu marki skömmu eftir að Darwin Núñez hafði verið vísað af velli. Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Fulham í fyrsta leik og er því aðeins með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina. Aðspurður af þáttastjórnandanum David Jones um hversu dýrt þetta gæti reynst fyrir Liverpool sagði Carragher: „Gríðarlega. Þetta hefur verið hræðileg byrjun hjá Liverpool, sérstaklega hvað stig varðar, en einnig hvað frammistöðu varðar í fyrsta leiknum,“ „En mér fannst þeir spila frábærlega í kvöld, sérstaklega hvernig þeir spiluðu fyrir mark Palace og hvernig þeir brugðust við eftir að þeir urðu 10 gegn 11,“ sagði Carragher, en Liverpool hafði stýrt leiknum frá A til Ö fram að marki Palace sem kom úr fyrsta skoti gestanna í leiknum eftir rúmlega hálftíma leik. "Draws are defeats now, we know the bar has been set so high by Manchester City" Jamie Carragher gives his thoughts on Liverpool's 1-1 draw with Crystal Palace pic.twitter.com/NyMHmnpvGQ— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 15, 2022 Carragher segir hins vegar að jafntefli sem þessi geri verið gríðarlega dýr. Sérstaklega í ljósi þess hve stórkostlegt lið Manchester City hefur verið í deildinni undanfarin ár. „En stigalega séð eru jafntefli sama og töp núna. Við vitum hversu hátt Manchester City hefur reist ránna hvað stigafjölda varðar, ásamt Liverpool síðustu ár, svo að gefa City fjögurra stiga forskot strax frá byrjun er strembið að eiga við,“ „Þetta er mjög slök byrjun á tímabilinu fyrir Liverpool hvaða stigasöfnun varðar,“ segir Carragher. Ummæli Carraghers má heyra í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31 Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Fyrstur frá Joe Cole til að sjá rautt í frumraun á Anfield Úrúgvæinn Darwin Núñez fékk að líta beint rautt spjald í frumraun sinni með Liverpool á Anfield í kvöld, þar sem liðið gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace. Hann er aðeins annar Liverpool-maðurinn í sögunni sem fær rautt í fyrsta leik á Anfield. 15. ágúst 2022 21:31