Ragnar Axelsson, RAX, hefur ljósmyndað öll eldgos sem orðið hafa hér á landi í nokkra áratugi. Hann var því ekkert að tvínóna við hlutina í gær þegar hann heyrði af nýju gosi heldur stökk hann beint upp í flugvél og flaug út á Reykjanesskaga.
Óhætt er að fullyrða að magnað sjónarspil hafi beðið hans í Meradölum en nú sem aldrei fyrr er betra að leyfa myndunum að tala sínu máli. Hægt er að fletta í gegnum sannkallaða myndaveislu hér að neðan.