Henderson segir meðferð United á sér „glæpsamlega“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. ágúst 2022 23:15 Dean Henderson er ósáttur við meðferðina sem hann fékk hjá United. James Gill - Danehouse/Getty Images Markvörðurinn Dean Henderson fer ekki fögrum orðum um félag sitt, Manchester United. Hann gekk til liðs við nýliða Nottingham Forest á láni fyrr í sumar og segir meðferð United á sér glæpsamlega. Fyrir seinasta tímabil fékk Henderson þær fréttir að hann yrði aðalmarkvörður United. Hann fékk þó nánast engan spiltíma eftir að hafa misst af EM vegna meiðsla, ásamt því að greinast með kórónuveiruna í upphafi tímabils. Hann segist hafa verið algjörlega brjálaður yfir því að hafa ekki fengið meiri spiltíma og að hann hafi ekki rætt við nýráðinn stjóra United, Erik ten Hag eftir komu hans til liðsins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hafa þetta líklega verið erfiðustu tólf mánuðir ferilsins,“ sagði Henderson. „Þetta var pirrandi af því að ég hafnaði svo mörgum góðum lánssamningum síðasta sumar af þessari ástæðu, en þeir vildu ekki leyfa mér að fara.“ Dean Henderson has criticised Manchester United for not following through on their promise to make him their “number one goalkeeper” for the 2021-22 season, adding: “To sit there and waste 12 months is criminal really, at my age. I was fuming.”#MUFC pic.twitter.com/I2xajAn1H8— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 2, 2022 Henderson varð aðalmarkvörður United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær seinni hluta tímabilsins 2020/2021. Hann var þó ekki valinn í byrjunarliðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villareal. Eftir að hafa misst af fyrstu leikjum seinasta tímabils vegna kórónuveirusmitsins fékk Henderson svo aðeins þrjá byrjunarliðsleiki allt seinasta tímabil undir stjórn Solskjær og síðar bráðabirgðastjórans Ralf Rangnick. „Samtalið sem ég átti eftir EM var alltaf þannig að ég væri að koma aftur hingað til að vera númer eitt. Ég fékk Covid og kom til baka þannig ég hefði enn átt að vera númer eitt, en það fylgdi enginn þessu samtali eftir.“ „Það að sitja þarna í 12 mánuði á mínum aldri er í raun glæpsamlegt. Ég var brjálaður. Ég sagði yfirmönnunum að ég þyrfti að vera að spila fótbolta og bað þá um að leyfa mér að fara. Ég var næstum farinn áður en þjálfarinn [Erik ten Hag] gekk inn um dyrnar. Ég hef ekki talað við hann síðan hann kom,“ sagði Henderson að lokum. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira
Fyrir seinasta tímabil fékk Henderson þær fréttir að hann yrði aðalmarkvörður United. Hann fékk þó nánast engan spiltíma eftir að hafa misst af EM vegna meiðsla, ásamt því að greinast með kórónuveiruna í upphafi tímabils. Hann segist hafa verið algjörlega brjálaður yfir því að hafa ekki fengið meiri spiltíma og að hann hafi ekki rætt við nýráðinn stjóra United, Erik ten Hag eftir komu hans til liðsins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hafa þetta líklega verið erfiðustu tólf mánuðir ferilsins,“ sagði Henderson. „Þetta var pirrandi af því að ég hafnaði svo mörgum góðum lánssamningum síðasta sumar af þessari ástæðu, en þeir vildu ekki leyfa mér að fara.“ Dean Henderson has criticised Manchester United for not following through on their promise to make him their “number one goalkeeper” for the 2021-22 season, adding: “To sit there and waste 12 months is criminal really, at my age. I was fuming.”#MUFC pic.twitter.com/I2xajAn1H8— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 2, 2022 Henderson varð aðalmarkvörður United undir stjórn Ole Gunnar Solskjær seinni hluta tímabilsins 2020/2021. Hann var þó ekki valinn í byrjunarliðið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Villareal. Eftir að hafa misst af fyrstu leikjum seinasta tímabils vegna kórónuveirusmitsins fékk Henderson svo aðeins þrjá byrjunarliðsleiki allt seinasta tímabil undir stjórn Solskjær og síðar bráðabirgðastjórans Ralf Rangnick. „Samtalið sem ég átti eftir EM var alltaf þannig að ég væri að koma aftur hingað til að vera númer eitt. Ég fékk Covid og kom til baka þannig ég hefði enn átt að vera númer eitt, en það fylgdi enginn þessu samtali eftir.“ „Það að sitja þarna í 12 mánuði á mínum aldri er í raun glæpsamlegt. Ég var brjálaður. Ég sagði yfirmönnunum að ég þyrfti að vera að spila fótbolta og bað þá um að leyfa mér að fara. Ég var næstum farinn áður en þjálfarinn [Erik ten Hag] gekk inn um dyrnar. Ég hef ekki talað við hann síðan hann kom,“ sagði Henderson að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Sjá meira