Luke Donald verður fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. ágúst 2022 20:00 Luke Donald mun gegna stöðu fyrirliða Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum. Mike Ehrmann/Getty Images Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur fyrirliði Evrópuliðsins í Ryder-bikarnum í golfi eftir að Svíinn Henrik Stenson missti stöðuna í kjölfar þess að hafa gengið til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina. Svíinn missti stöðu sína sem fyrirliði eftir að hafa skrifað undir 40 milljón punda samning við LIV-mótaröðina, aðeins 127 dögum eftir að hann var útnefndur fyrirliði. Donald, fyrrum efsti maður heimslistans í golfi, mun því freista þess að leiða evrópska liðið til sigurs á ný í Ryder-bikarnum í Róm á næsta ári. Hann hefur sjálfur tekið þátt í mótinu fjórum sinnum og alltaf hefur evrópska liðið unnið með hann innanborðs. So excited and truly honoured to be named European Ryder Cup Captain, I’m really looking forward to the next 14 months & getting my team ready for Rome. pic.twitter.com/KnqaLxpfL1— Luke Donald (@LukeDonald) August 1, 2022 Donald var meðal þeirra sem nefndur var til sögunnar til að taka við fyrirliðastöðunni áður en Stenson var síðan útnefndur fyrirliði. Hann verður fyrsti enski fyrirliði evrópska liðsins síðan Sir Nick Faldo gengdi stöðunni árið 2008, en þá mátti evrópska liðið þola tap. Ryder-bikarinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Svíinn missti stöðu sína sem fyrirliði eftir að hafa skrifað undir 40 milljón punda samning við LIV-mótaröðina, aðeins 127 dögum eftir að hann var útnefndur fyrirliði. Donald, fyrrum efsti maður heimslistans í golfi, mun því freista þess að leiða evrópska liðið til sigurs á ný í Ryder-bikarnum í Róm á næsta ári. Hann hefur sjálfur tekið þátt í mótinu fjórum sinnum og alltaf hefur evrópska liðið unnið með hann innanborðs. So excited and truly honoured to be named European Ryder Cup Captain, I’m really looking forward to the next 14 months & getting my team ready for Rome. pic.twitter.com/KnqaLxpfL1— Luke Donald (@LukeDonald) August 1, 2022 Donald var meðal þeirra sem nefndur var til sögunnar til að taka við fyrirliðastöðunni áður en Stenson var síðan útnefndur fyrirliði. Hann verður fyrsti enski fyrirliði evrópska liðsins síðan Sir Nick Faldo gengdi stöðunni árið 2008, en þá mátti evrópska liðið þola tap.
Ryder-bikarinn Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira