Arsenal skoraði sex á Sevilla á meðan Man Utd tapaði fyrir Atletico Arnar Geir Halldórsson skrifar 30. júlí 2022 14:15 Gabriel Jesus virðist vera klár í slaginn! vísir/Getty Ensku liðin eru í lokaundirbúningi sínum áður en flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Tvö af stærstu liðum Englands voru að ljúka æfingaleikjum gegn tveimur af stærstu liðum Spánar þar sem Man Utd mætti Atletico Madrid á meðan Arsenal lék gegn Sevilla. Þetta var síðasti æfingaleikur Arsenal áður en þeir mæta Crystal Palace í opnunarleik úrvalsdeildarinnar næstkomandi föstudag og lærisveinar Mikel Arteta héldu uppteknum hætti eftir að hafa farið létt með Chelsea á dögunum, 4-0. Arsenal hreinlega valtaði yfir Sevilla í dag þar sem Gabriel Jesus og Bukayo Saka sáu um að ná 4-0 forystu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Aðeins róaðist í síðari hálfleik en Jesus fullkomnaði þó þrennu sína á 77.mínútu og kom Arsenal í 5-0. Eddie Nketiah rak svo síðasta naglann í kistu Sevilla á 88.mínútu og innsiglaði 6-0 sigur Arsenal. 10' Saka 13' Jesus 15' Jesus 19' Saka Arsenal are already up 4-0 vs. Sevilla in the Emirates Cup pic.twitter.com/04zBq0vFEB— B/R Football (@brfootball) July 30, 2022 Það var ekki sama fjörið í leik Man Utd og Atletico sem leikinn var í Osló. Þar gerði Joao Felix eina mark leiksins á 86.mínútu og tryggði Atletico 1-0 sigur. Skömmu síðar fékk brasilíski miðjumaðurinn Fred að líta rauða spjaldið. Erik Ten Hag gerði aðeins þrjár skiptingar í leiknum en Christian Eriksen lék sinn fyrsta leik í búningi Man Utd þegar hann kom inná fyrir Anthony Martial í síðari hálfleik. Man Utd leikur æfingaleik gegn Rayo Vallecano á Old Trafford á morgun. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Tvö af stærstu liðum Englands voru að ljúka æfingaleikjum gegn tveimur af stærstu liðum Spánar þar sem Man Utd mætti Atletico Madrid á meðan Arsenal lék gegn Sevilla. Þetta var síðasti æfingaleikur Arsenal áður en þeir mæta Crystal Palace í opnunarleik úrvalsdeildarinnar næstkomandi föstudag og lærisveinar Mikel Arteta héldu uppteknum hætti eftir að hafa farið létt með Chelsea á dögunum, 4-0. Arsenal hreinlega valtaði yfir Sevilla í dag þar sem Gabriel Jesus og Bukayo Saka sáu um að ná 4-0 forystu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Aðeins róaðist í síðari hálfleik en Jesus fullkomnaði þó þrennu sína á 77.mínútu og kom Arsenal í 5-0. Eddie Nketiah rak svo síðasta naglann í kistu Sevilla á 88.mínútu og innsiglaði 6-0 sigur Arsenal. 10' Saka 13' Jesus 15' Jesus 19' Saka Arsenal are already up 4-0 vs. Sevilla in the Emirates Cup pic.twitter.com/04zBq0vFEB— B/R Football (@brfootball) July 30, 2022 Það var ekki sama fjörið í leik Man Utd og Atletico sem leikinn var í Osló. Þar gerði Joao Felix eina mark leiksins á 86.mínútu og tryggði Atletico 1-0 sigur. Skömmu síðar fékk brasilíski miðjumaðurinn Fred að líta rauða spjaldið. Erik Ten Hag gerði aðeins þrjár skiptingar í leiknum en Christian Eriksen lék sinn fyrsta leik í búningi Man Utd þegar hann kom inná fyrir Anthony Martial í síðari hálfleik. Man Utd leikur æfingaleik gegn Rayo Vallecano á Old Trafford á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira