„Cristiano Ronaldo færi í Liverpool ef hann ætti möguleika á því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2022 09:00 Cristiano Ronaldo vill spila í Meistaradeildinni og það fær hann ekki sem leikmaður Manchester United í vetur. Getty/James Gill Cristiano Ronaldo reynir nú allt til þess að komast frá Manchester United og í lið sem spilar í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Fyrrum enskur landsliðsmaður er allt annað en hrifinn af fréttunum sem sífellt berast af einum besta fótboltamanni sögunnar. Sá heitir Gabriel Agbonlahor og gerði góða hluti með Aston Villa á árum áður. Hann segir að Ronaldo sýni United enga hollustu með þessum tilraunum sínum til að losna. Cristiano Ronaldo would join Liverpool this summer, if he could." He has no loyalty to Manchester United."https://t.co/AbMugeXf1p— SPORTbible (@sportbible) July 29, 2022 Manchester United hefur margoft gefið það út að Ronaldo sé ekki til sölu en hann hefur ekkert verið í kringum liðið á undirbúningstímabilinu og mætti aðeins á svæðið í vikunni til að reyna að fá sig lausan samkvæmt fréttum enskra miðla. „Cristiano Ronaldo færi í Liverpool í sumar ef hann ætti möguleika á því. Þeir eru aðalerkifjendur Man. United en þetta snýst allt um Ronaldo sjálfan,“ sagði Gabriel Agbonlahor í viðtali við talkSPORT. „Hann fer þangað sem hann getur spilað Meistaradeildarfótbolta, til að bæta við markatölfræði sína og vinna titla. Ég held að Ronaldo beri enga hollustu til United, Real Madrid eða Juventus,“ sagði Agbonlahor en það eru þrjú síðustu félögin sem Portúgalinn spilaði með. Should Man United let Cristiano Ronaldo go? pic.twitter.com/UnQaXNAITX— ESPN UK (@ESPNUK) July 28, 2022 Ronaldo er orðinn 37 ára gamall og á því ekki mörg tímabil eftir í fremstu röð. Hann er markhæsti fótboltamaður sögunnar og sá sem hefur skorað flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar auk þess að spila flesta leiki og vinna hana fimm sinnum á ferlinum. Hann fór ekki með United í æfingaferðina til Tælands og Ástralíu en mætti svo á æfingasvæðið í Carrington með umboðsmann sinn, Jorge Mendes, með í för. Manchester United endaði bara í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þrátt fyrir átján mörk frá Ronaldo og liðið spilar því í Evrópudeildinni á komandi tímabili. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sjá meira
Fyrrum enskur landsliðsmaður er allt annað en hrifinn af fréttunum sem sífellt berast af einum besta fótboltamanni sögunnar. Sá heitir Gabriel Agbonlahor og gerði góða hluti með Aston Villa á árum áður. Hann segir að Ronaldo sýni United enga hollustu með þessum tilraunum sínum til að losna. Cristiano Ronaldo would join Liverpool this summer, if he could." He has no loyalty to Manchester United."https://t.co/AbMugeXf1p— SPORTbible (@sportbible) July 29, 2022 Manchester United hefur margoft gefið það út að Ronaldo sé ekki til sölu en hann hefur ekkert verið í kringum liðið á undirbúningstímabilinu og mætti aðeins á svæðið í vikunni til að reyna að fá sig lausan samkvæmt fréttum enskra miðla. „Cristiano Ronaldo færi í Liverpool í sumar ef hann ætti möguleika á því. Þeir eru aðalerkifjendur Man. United en þetta snýst allt um Ronaldo sjálfan,“ sagði Gabriel Agbonlahor í viðtali við talkSPORT. „Hann fer þangað sem hann getur spilað Meistaradeildarfótbolta, til að bæta við markatölfræði sína og vinna titla. Ég held að Ronaldo beri enga hollustu til United, Real Madrid eða Juventus,“ sagði Agbonlahor en það eru þrjú síðustu félögin sem Portúgalinn spilaði með. Should Man United let Cristiano Ronaldo go? pic.twitter.com/UnQaXNAITX— ESPN UK (@ESPNUK) July 28, 2022 Ronaldo er orðinn 37 ára gamall og á því ekki mörg tímabil eftir í fremstu röð. Hann er markhæsti fótboltamaður sögunnar og sá sem hefur skorað flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar auk þess að spila flesta leiki og vinna hana fimm sinnum á ferlinum. Hann fór ekki með United í æfingaferðina til Tælands og Ástralíu en mætti svo á æfingasvæðið í Carrington með umboðsmann sinn, Jorge Mendes, með í för. Manchester United endaði bara í sjötta sæti í ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þrátt fyrir átján mörk frá Ronaldo og liðið spilar því í Evrópudeildinni á komandi tímabili.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Sjá meira