Gustar um De Ligt: Var hann slakur eða Juventus? Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2022 11:00 De Ligt hafði ekki mikið fyrir hlutunum á æfingum Juventus ef marka má nýjan þjálfara hans. Daniele Badolato - Juventus FC/Juventus FC via Getty Images Það gustar um hollenska miðvörðinn Matthijs De Ligt sem gekk nýverið í raðir Bayern München frá Juventus á Ítalíu. Nýr þjálfari hans Julian Nagelsmann segir æfingar hjá ítalska liðinu hafa verið slakar en fyrrum liðsfélagi hans gagnrýnir hugarfar kappans. De Ligt gekk í raðir Juventus fyrir sléttri viku og er þýska stórveldið talið hafa borgað um 70 milljónir evra fyrir kappann. Hann var á meðal heitari bita heimsfótboltans eftir gott gengi með Ajax þegar Juventus keypti hann fyrir hærri upphæð fyrir þremur árum. De Ligt var ætlað að fylla skarð Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini sem voru að komast á aldur en eftir Ítalíutitil á fyrstu leiktíð hans, hefur Juventus mistekist að vinna titilinn síðustu tvö ár. Bonucci kvaðst í vikunni ósáttur við ummæli sem De Ligt lét falla undir lok síðustu leiktíðar. „Brottför hans kemur mér ekki á óvart. Við vorum búnir að átta okkur á því út frá ummælum hans í viðtölum. Mér líður eins og hann hafi sýnt okkur vanvirðingu með ummælunum,“ „Við ræddum þetta undir fjögur augu eftir fríið og hann skildi mína hlið,“ sagði Bonucci. Slappar æfingar á Ítalíu Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, hefur nú skotið á móti á ítalska félagið. Hann segir De Ligt ekki þurft að hafa eins mikið fyrir hlutunum á æfingum öll sín ár á Ítalíu, líkt og hann gerir nú í Þýskalandi. „Ég ræddi við Matthijs eftir æfingu og hann sagði hana hafa verið þá erfiðustu sem hann hefði tekið þátt í síðustu fjögur ár. Þetta var vissulega erfið æfing - en ekki svo erfið,“ Juventus festi kaup á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer frá nágrönnum sínum í Torino til að fylla í skarð De Ligt. Þá hafa Ángel Di María, frá PSG, og Paul Pogba, frá Manchester United, einnig gengið í raðir ítalska liðsins. Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
De Ligt gekk í raðir Juventus fyrir sléttri viku og er þýska stórveldið talið hafa borgað um 70 milljónir evra fyrir kappann. Hann var á meðal heitari bita heimsfótboltans eftir gott gengi með Ajax þegar Juventus keypti hann fyrir hærri upphæð fyrir þremur árum. De Ligt var ætlað að fylla skarð Leonardo Bonucci og Giorgio Chiellini sem voru að komast á aldur en eftir Ítalíutitil á fyrstu leiktíð hans, hefur Juventus mistekist að vinna titilinn síðustu tvö ár. Bonucci kvaðst í vikunni ósáttur við ummæli sem De Ligt lét falla undir lok síðustu leiktíðar. „Brottför hans kemur mér ekki á óvart. Við vorum búnir að átta okkur á því út frá ummælum hans í viðtölum. Mér líður eins og hann hafi sýnt okkur vanvirðingu með ummælunum,“ „Við ræddum þetta undir fjögur augu eftir fríið og hann skildi mína hlið,“ sagði Bonucci. Slappar æfingar á Ítalíu Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, hefur nú skotið á móti á ítalska félagið. Hann segir De Ligt ekki þurft að hafa eins mikið fyrir hlutunum á æfingum öll sín ár á Ítalíu, líkt og hann gerir nú í Þýskalandi. „Ég ræddi við Matthijs eftir æfingu og hann sagði hana hafa verið þá erfiðustu sem hann hefði tekið þátt í síðustu fjögur ár. Þetta var vissulega erfið æfing - en ekki svo erfið,“ Juventus festi kaup á brasilíska miðverðinum Gleison Bremer frá nágrönnum sínum í Torino til að fylla í skarð De Ligt. Þá hafa Ángel Di María, frá PSG, og Paul Pogba, frá Manchester United, einnig gengið í raðir ítalska liðsins.
Ítalski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira