Betsy semur við Wellington Pheonix | „Draumur að rætast“ Atli Arason skrifar 25. júlí 2022 17:30 Betsy Hassett leikur með Stjörnunni út yfirstandandi leiktímabil áður en hún kemur aftur til liðsins fyrir næsta leiktímabil. Hulda Margrét Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar í Bestu-deild kvenna, mun yfirgefa liðið í lok leiktíðar til að fara á heimaslóðir í Nýja-Sjálandi og leika á lánssamningi með Wellington Pheonix í áströlsku A-deildinni. Betsy segir draum sinn vera að rætast að leika í A-deildinni með nýsjálensku liði en þetta verður í fyrsta skipti sem lið staðsett í Nýja-Sjálandi mun leika í áströlsku A-deildinni. „Ég er mjög spennt fyrir þessu. Mig hefur langað að spila sem atvinnumaður í Nýja-Sjálandi alveg síðan ég var lítil stelpa en það hefur aldrei verið lið til þess. Núna er það loksins komið,“ sagði Betsy Hassett í samtali við Vísi í dag. „Ég þurfti að spila erlendis öll þessi ár þar sem það var ekki hægt að spila heima fyrr en núna. Mig hefur alltaf dreymt um að spila í A-deildinni en þetta er sennilega minn síðasti séns þar sem ég er að nálgast síðari enda ferilsins,“ bætti Betsy við en ásamt því að leika fyrir Stjörnuna og KR hér á Íslandi hefur hún meðal annars leikið með Manchester City í Englandi, Werder Bremen í Þýskalandi og Ajax í Hollandi, á 13 ára atvinnumannaferli. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst mótið eftir tæpt ár, í júlí 2023. Betsy Hassett, sem verður 32 ára í næstu viku, er fjórða leikjahæsta landsliðskona Nýja-Sjálands frá upphafi með 132 landsleiki. „Þetta er fullkomin tímasetning fyrir mig. Heimsmeistaramótið er á næsta ári og það verður frábært að spila bæði með og gegn samherjum mínum í landsliðinu og að vera í kringum aðdraganda stórviðburðarins, sem er heimsmeistaramótið á heimavelli,“ sagði Betsy með bros á vör. „Það verður fínt að fá að búa í Nýja-Sjálandi aftur eftir svo mörg ár. Það á eftir að vera gott að vera í kringum fjölskylduna mína og vini sem ég þurfti að fórna fyrir fótboltaferilinn sem hefur tekið mig hringinn í kringum hnöttinn eftir að ég yfirgaf Nýja-Sjáland aðeins 18 ára gömul,“ sagði Betsy, sem mun þó snúa aftur til Stjörnunnar og leika með liðinu tímabilið 2023 eftir ævintýrið í Nýja-Sjálandi. View this post on Instagram A post shared by Wellington Phoenix FC (@wellingtonphoenix) Stjarnan Besta deild kvenna HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00 Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30 Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30 FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
„Ég er mjög spennt fyrir þessu. Mig hefur langað að spila sem atvinnumaður í Nýja-Sjálandi alveg síðan ég var lítil stelpa en það hefur aldrei verið lið til þess. Núna er það loksins komið,“ sagði Betsy Hassett í samtali við Vísi í dag. „Ég þurfti að spila erlendis öll þessi ár þar sem það var ekki hægt að spila heima fyrr en núna. Mig hefur alltaf dreymt um að spila í A-deildinni en þetta er sennilega minn síðasti séns þar sem ég er að nálgast síðari enda ferilsins,“ bætti Betsy við en ásamt því að leika fyrir Stjörnuna og KR hér á Íslandi hefur hún meðal annars leikið með Manchester City í Englandi, Werder Bremen í Þýskalandi og Ajax í Hollandi, á 13 ára atvinnumannaferli. Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í Ástralíu og Nýja-Sjálandi og hefst mótið eftir tæpt ár, í júlí 2023. Betsy Hassett, sem verður 32 ára í næstu viku, er fjórða leikjahæsta landsliðskona Nýja-Sjálands frá upphafi með 132 landsleiki. „Þetta er fullkomin tímasetning fyrir mig. Heimsmeistaramótið er á næsta ári og það verður frábært að spila bæði með og gegn samherjum mínum í landsliðinu og að vera í kringum aðdraganda stórviðburðarins, sem er heimsmeistaramótið á heimavelli,“ sagði Betsy með bros á vör. „Það verður fínt að fá að búa í Nýja-Sjálandi aftur eftir svo mörg ár. Það á eftir að vera gott að vera í kringum fjölskylduna mína og vini sem ég þurfti að fórna fyrir fótboltaferilinn sem hefur tekið mig hringinn í kringum hnöttinn eftir að ég yfirgaf Nýja-Sjáland aðeins 18 ára gömul,“ sagði Betsy, sem mun þó snúa aftur til Stjörnunnar og leika með liðinu tímabilið 2023 eftir ævintýrið í Nýja-Sjálandi. View this post on Instagram A post shared by Wellington Phoenix FC (@wellingtonphoenix)
Stjarnan Besta deild kvenna HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00 Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30 Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30 FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. 20. júlí 2022 19:00
Leikmaður Stjörnunnar skoraði í tapi fyrir heimsmeisturunum Öllum leikjum dagsins í keppni kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í Tókýó er nú lokið. Bretland er komið áfram í 8-liða úrslit og Bandaríkin komin á blað. Þá mættust Holland og Brasilía í stórleik dagsins. 24. júlí 2021 13:30
Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær. 17. júlí 2019 16:30
FIFA ætlar að stækka HM kvenna upp í 32 lið Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu ætti að eiga meiri möguleika á að komast á næsta heimsmeistaramót eftir fjögur ár. Alþjóða knattspyrnusambandið mun fjölga þjóðum um átta milli móta. 5. júlí 2019 14:00