Að langa til að skipta um vinnu en þora ekki Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. júlí 2022 08:01 Mörgum dreymir um aðra vinnu en þora ekki að taka af skarið. Nú þegar atvinnuhorfur eru góðar, er því þess virði að rýna í nokkur góð ráð sem geta hjálpað. Vísir/Getty Það fylgir mannlegu eðli að hræðast stundum óvissuna eða eitthvað nýtt. Þessi ótti má þó ekki yfirtaka neitt hjá okkur, enda kemur oftast í ljós að hann er óþarfur með öllu. Hjá sumum nær þessi ótti þó svo miklum tökum, að þótt fólki langi til að skipta um vinnu þorir það ekki að taka skrefið. Svo mánuðum eða jafnvel árum skiptir. Er hrætt við óvissun og höfnun. Eða jafnvel það að standast ekki væntingar á nýjum vinnustað. Til viðbótar er síðan tilfinningin sem flestum finnst ágætt: Að vera bara áfram á þeim stað og í þeim verkefnum sem við kunnum og getum. En ef þú ert ein/n af þeim sem lengi hefur langað að skipta um vinnu en þorir ekki að taka skrefið, eru hér nokkur ágætis ráð sem gætu hjálpað. #1. Í hverju felst hræðslan? Við erum fljót að finna þessa ótta- eða hræðslutilfinningu í maganum, en of sjaldan gefum við okkur svigrúmið til þess að skoða það í kjölinn, við hvað við erum hrædd. Þannig að fyrsta skrefið er að gefa okkur þennan tíma því oftast kemur í ljós að þessi tilfinning hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Alls staðar í kring er fólk að skipta um vinnu og gengur vel og auðvitað eru jafn spennandi tækifæri fyrir þig til staðar. En hvað hræðistu mest? Að geta ekki gert nógu góða ferilskrá? Að geta ekki svarað spurningum í atvinnuviðtali? Að vera orðin/n of gömul/gamall? Gott er að skrifa niður á blað allt það sem okkur finnst hræða okkur varðandi það að skipta um vinnu. Því þegar að við sjáum þessi atriði á blaði, áttum við okkur oft betur á því að allt er þetta yfirstíganlegt. Stundum eru atriðin meira að segja færri en við töldum í upphafi. Eða við erum fljót að sjá að þau eiga ekki við rök að styðjast. Hjá sumum getur óttinn stafað af einhverju sem nær nokkuð dýpra. Til dæmis félagsfælni eða feimni. Þeim mun meira áríðandi er að þú gefir þér góðan tíma í að velta fyrir þér hvað þú getur gert til að hjálpa þér að taka skrefið í átt að draumnum. Þú fékkst vinnuna sem þú ert í, hvers vegna ekki þá næstu? Mundu líka að það er annað fólk þarna úti, sem gengur vel í starfi en líður samt eins og þú. Allt sem getur undirbúið þig undir að sækja um nýtt starf hjálpar. Líka það að máta sig vel við atvinnuauglýsingar og sjá fyrir þér að þú hafir fengið eitthvað draumastarf. #2. Ekki missa dampinn í vinnunni Sumir vilja meina að um leið og fólk hefur ákveðið að hætta á einum vinnustað, detti allur kraftur úr því og það sé nánast hætt að vinna við ákvörðunina eina saman. Þetta er gryfja sem er mikilvægt að forðast. Þess vegna þarftu að halda fókusnum vel á vinnunni þinni og leggja einmitt sérstaka áherslu á að standa þig vel þar. Því það er mjög líklegt að næsti vinnuveitandi og jafnvel aðrir framtíðarvinnuveitendur, leiti til núverandi vinnuveitanda þíns eftir meðmælum. #3. Óttinn við að hafa ekki þá þekkingu sem þarf Stundum dreymir fólk um aðra vinnu í mörg ár, en þorir ekki að þreifa fyrir sér vegna þess að það er svo sannfært um að það vanti mikið upp á menntun eða þekkingu. Í stað þess að árin líði í þessu viðhorfi, er um að gera að skoða það vel á netinu, hvaða valkosti þú hefur. Margt nám er núna í boði sem fjarnám með vinnu. Eins er hægt að skoða auglýsingar og kynna sér hvaða kröfur eru gerðar í þau störf sem þér finnst helst heilla þig sem draumastarfið þitt. Hvað vantar upp á? Eru það kannski styttri námskeið sem gætu gagnast? Svo stór partur er vinnan okkar í lífinu að ef við erum vansæl þar sem við erum dreymir endalaust um meira spennandi eða krefjandi starf, er það alltaf þess virði að kanna málin og sjá hvaða leiðir eru færar til að draumurinn verði að veruleika. Því ef við trúum á drauminn, eru allar líkur á að hann rætist. Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Margt gott við að verða T-laga starfsmaður Það geta allir orðið T-laga starfsmaður, sama við hvað við störfum. En hvað þýðir það að vera T-laga í starfi? 27. júní 2022 07:01 Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Hjá sumum nær þessi ótti þó svo miklum tökum, að þótt fólki langi til að skipta um vinnu þorir það ekki að taka skrefið. Svo mánuðum eða jafnvel árum skiptir. Er hrætt við óvissun og höfnun. Eða jafnvel það að standast ekki væntingar á nýjum vinnustað. Til viðbótar er síðan tilfinningin sem flestum finnst ágætt: Að vera bara áfram á þeim stað og í þeim verkefnum sem við kunnum og getum. En ef þú ert ein/n af þeim sem lengi hefur langað að skipta um vinnu en þorir ekki að taka skrefið, eru hér nokkur ágætis ráð sem gætu hjálpað. #1. Í hverju felst hræðslan? Við erum fljót að finna þessa ótta- eða hræðslutilfinningu í maganum, en of sjaldan gefum við okkur svigrúmið til þess að skoða það í kjölinn, við hvað við erum hrædd. Þannig að fyrsta skrefið er að gefa okkur þennan tíma því oftast kemur í ljós að þessi tilfinning hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Alls staðar í kring er fólk að skipta um vinnu og gengur vel og auðvitað eru jafn spennandi tækifæri fyrir þig til staðar. En hvað hræðistu mest? Að geta ekki gert nógu góða ferilskrá? Að geta ekki svarað spurningum í atvinnuviðtali? Að vera orðin/n of gömul/gamall? Gott er að skrifa niður á blað allt það sem okkur finnst hræða okkur varðandi það að skipta um vinnu. Því þegar að við sjáum þessi atriði á blaði, áttum við okkur oft betur á því að allt er þetta yfirstíganlegt. Stundum eru atriðin meira að segja færri en við töldum í upphafi. Eða við erum fljót að sjá að þau eiga ekki við rök að styðjast. Hjá sumum getur óttinn stafað af einhverju sem nær nokkuð dýpra. Til dæmis félagsfælni eða feimni. Þeim mun meira áríðandi er að þú gefir þér góðan tíma í að velta fyrir þér hvað þú getur gert til að hjálpa þér að taka skrefið í átt að draumnum. Þú fékkst vinnuna sem þú ert í, hvers vegna ekki þá næstu? Mundu líka að það er annað fólk þarna úti, sem gengur vel í starfi en líður samt eins og þú. Allt sem getur undirbúið þig undir að sækja um nýtt starf hjálpar. Líka það að máta sig vel við atvinnuauglýsingar og sjá fyrir þér að þú hafir fengið eitthvað draumastarf. #2. Ekki missa dampinn í vinnunni Sumir vilja meina að um leið og fólk hefur ákveðið að hætta á einum vinnustað, detti allur kraftur úr því og það sé nánast hætt að vinna við ákvörðunina eina saman. Þetta er gryfja sem er mikilvægt að forðast. Þess vegna þarftu að halda fókusnum vel á vinnunni þinni og leggja einmitt sérstaka áherslu á að standa þig vel þar. Því það er mjög líklegt að næsti vinnuveitandi og jafnvel aðrir framtíðarvinnuveitendur, leiti til núverandi vinnuveitanda þíns eftir meðmælum. #3. Óttinn við að hafa ekki þá þekkingu sem þarf Stundum dreymir fólk um aðra vinnu í mörg ár, en þorir ekki að þreifa fyrir sér vegna þess að það er svo sannfært um að það vanti mikið upp á menntun eða þekkingu. Í stað þess að árin líði í þessu viðhorfi, er um að gera að skoða það vel á netinu, hvaða valkosti þú hefur. Margt nám er núna í boði sem fjarnám með vinnu. Eins er hægt að skoða auglýsingar og kynna sér hvaða kröfur eru gerðar í þau störf sem þér finnst helst heilla þig sem draumastarfið þitt. Hvað vantar upp á? Eru það kannski styttri námskeið sem gætu gagnast? Svo stór partur er vinnan okkar í lífinu að ef við erum vansæl þar sem við erum dreymir endalaust um meira spennandi eða krefjandi starf, er það alltaf þess virði að kanna málin og sjá hvaða leiðir eru færar til að draumurinn verði að veruleika. Því ef við trúum á drauminn, eru allar líkur á að hann rætist.
Starfsframi Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32 Margt gott við að verða T-laga starfsmaður Það geta allir orðið T-laga starfsmaður, sama við hvað við störfum. En hvað þýðir það að vera T-laga í starfi? 27. júní 2022 07:01 Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00 Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Við getum öll lært að blómstra betur í vinnunni Þekkir þú styrkleikana þína nægilega vel eða hugarfar til að tryggja þér sem bestum árangri í starfi? 6. apríl 2022 08:32
Margt gott við að verða T-laga starfsmaður Það geta allir orðið T-laga starfsmaður, sama við hvað við störfum. En hvað þýðir það að vera T-laga í starfi? 27. júní 2022 07:01
Stóra uppsögnin: Fólk þarf að langa að vera í vinnunni Á Viðskiptaþinginu 2022 sem haldið er á Alþjóðlega mannauðsdeginum föstudaginn 20.maí næstkomandi, er sjónunum beint að mannauðsmálum. Enda telja ríflega 40% stjórnenda í 400 stærstu fyrirtækjum á Íslandi að skortur verði á vinnuafli á næstunni. 16. maí 2022 07:00
Stóra uppsögnin: Ljóst að atvinnulífið er meðvitað um gjörbreyttar áherslur Það er ljóst að forkólfar íslensks atvinnulífs eru meðvitaðir um gjörbreytt landslag á vinnumarkaði þar sem nýjar kynslóðir X og Z eru að koma inn með ný viðhorf og heimsfaraldur hefur flýtt fyrir þróun fjarvinnu í takt við kröfur fólks um aukinn sveigjanleika í starfi. 18. maí 2022 07:00