Að vera einmana í fríinu er staðreynd hjá sumum Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. júlí 2022 08:01 Það eru ekkert allir með dagskrá eða plön um hvað þeir ætla að gera í sumarfríinu sínu og sumt fólk upplifir einmanaleika þegar það er ekki að vinna. Að vera einmana utan vinnu á líka við um hjónafólk. Vísir/Getty Þótt við séum vel flest spennt fyrir sumarfríinu er það staðreynd að það er líka hópur fólks sem er mjög einmana í fríum frá vinnu. Og jafnvel kvíðir þeim dögum. Þetta gildir ekki bara um sumarfríin heldur einnig um helgar. Þegar að við hittum enga vinnufélaga, sem hjá mörgum eru mjög stór partur af félagslegri veröld fólks. Sumir gætu haldið að það sé aðallega einhleypt fólk sem upplifir sig einmana um helgi. En svo er ekki. Því rannsóknir hafa sýnt að hjónafólk getur líka upplifað sig einmana þótt það eigi maka. Í ágætis grein í PsychologyToday er til dæmis sagt frá rannsókn sem sýndi að einmanaleiki hjá giftu fólki er líklegri til að vera til staðar hjá fólki sem er fertugt eða eldra. Þar er einnig sagt frá því hvernig kynin geta upplifað þennan einmanaleika á mismunandi hátt. Nánar um niðurstöður þessarar rannsóknar má lesa um hér. Fólk sem upplifir sig einmana þegar það er í fríi frá vinnu skammast sín sumt fyrir að upplifa sig einmana. Því á virkum dögum og í vinnunni finnur það ekki fyrir þessum tilfinningum. Enda erum við þá að hitta vinnufélaga, erum upptekin í því hlutverki sem við sinnum í vinnunni og yfir höfuð oft uppteknari í ýmsu öðru líka. Jafnvel ræktinni. En síðan koma helgar eða frí. Þegar allir aðrir virðast einmitt hafa svo margt skemmtilegt að gera. Vangaveltur eins og „Hvað er eiginlega að mér? Er ég ekki í lagi?“ geta þá komið upp í hugann hjá fólki sem hreinlega bíður þess að mæta til vinnu á ný. Og oft ímyndar fólk sér þá að „allir“ aðrir séu hreinlega að hittast og gera eitthvað skemmtilegt. Við skilgreinum einmanaleika sem muninn á löngun eða væntingum um hvernig lífið ætti að vera og raunveruleikann,“ segir rannsóknarsérfræðingur í viðtali við The Guardian, þar sem talað er við nokkra einstaklinga sem viðurkenna sig einmana um helgar, sjá nánar hér. En þá getum við líka spurt okkur: Hvernig langar okkur til þess að fríin okkar séu og hvað þurfum við að gera til að fríin okkar þróist í þá átt? Við getum breytt og gert ótrúlegustu hluti með jákvæðu hugarfari og með því að trúa því að við getum breytt því sem við viljum breyta. Því einmanaleiki í fríum stafar oft af því hvernig okkur langar til að lífið sé en er ekki í raunveruleikanum.Vísir/Getty Ef staðan er þannig að við upplifum ekki einmanaleikatilfinningu í vinnunni, heldur aðeins í fríum, getum við strax talið okkur líkleg til að geta spornað við þessum einmanaleika með því að takast markvisst á við þá áskorun. Þótt vissulega þýði það að stundum þurfum við að fara út fyrir þægindarrammann og brjóta okkur þannig leið út úr vananum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu gagnast eða veitt innblástur. #1. Að rækta vinskap Langtímaverkefnið er að rækta vinskap við annað fólk. Þetta fólk getur verið í vinnunni, gamlir vinir eða makinn okkar. Gott er að taka sér smá tíma í að hugsa hvernig og með hverjum við getum reynt að rækta vinskapinn betur. Þannig að samverustundir og samskipti verði tíðari. Lykilatriðið í þessu verkefni er þó að gefa því tíma. Því það að rækta vinskap tekur í eðli sínu tíma. #2. Hvernig er viðhorfið okkar? Margir sem upplifa einmanaleika í fríum upplifa frídagana þannig að þeir séu í rauninni bara að drepa tímann með einhverju. En fara ekki að varpa öndinni léttar fyrr en þeir eru mættir til vinnu á ný. Hægara sagt en gert er þá að segja: Gerðu eitthvað sem þér finnst skemmtilegt. En hvernig? Jú, hér felst stærsta átakið í því hvernig við hugsum um það sem við ákveðum að gera. Hvernig við stýrum viðhorfinu okkar til þess sem við ákveðum að gera. Með öðrum orðum: Ekki drepa tímann til að þrauka frídaginn og láta hann líða. Gerðu frekar eitthvað sem bætir í dagskránna og passaðu líka upp á að njóta þess sem þú ert að gera þann daginn. Því oft eru það litlir hlutir sem færa okkur mestu gleðina. Að hrósa öðrum? (afgreiðslufólki, makanum, vinum, börnum) Að vera þakklát (það eflir jákvæðnina okkar að skrifa niður lista með atriðum sem við erum þakklát fyrir) Eða er einhver sérstök tónlist sem kemur þér alltaf í gott skap? Ef okkur tekst að efla jákvæðnina okkar og gleði, erum við líklegri til að sporna við einmanaleikatilfinningunni og virkja okkur sjálf í að gera eitthvað meira skemmtilegt. #3: Að prófa eitthvað nýtt eða öðruvísi Á vefsíðunni Succeedsocially er mælt með því að prófa eitthvað nýtt á frídögum og sporna þannig við einmanaleikann sem gerir vart við sig þegar að við erum í fríi. Til dæmis að fara á safn eða taka rúntinn í einhvern lítill bæ nálægt. Þótt við séum ein! Að skrá sig til þátttöku í félagsstarf eða á námskeið gæti líka verið ágætis ráð. Og þótt námskeiðin séu ekki á döfinni akkúrat í sumarfríiunu, gæti sumarfríið verið fínn tími til að finna námskeið sem við viljum skrá okkur á í haust. Síðan er það líka bara spurning um að nota hugmyndarflugið: Langar þig að prófa sundlaugina á Hofsósi? Fara í gönguhóp? Læra golf? Kaupa þér ís í vesturbænum? Skoða nýja miðbæinn á Selfossi? Kíkja í kaffi til vinahjóna sem eiga sumarbústað? (og hafa jafnvel margoft boðið þér) Ákveða hvert þú ætlar í berjamó í ágúst? Prófa veitingastaðinn sem vinnufélagar voru að ræða um daginn? Bara það eitt og sér að útfæra hugmyndir, gerir okkur spennt og leiðir hugann síður að einmanaleikatilfinningunni. Og með því að útfæra þessar hugmyndir og skoða hvaða valkostir okkur finnst spennandi, aukum við líkurnar á því að gera eitthvað af því sem okkur langar til. Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Hvort kemur á undan: Hamingja eða velgengni? Já það er alltaf þessi blessaða spurning um hvort það er hænan eða eggið sem kemur á undan? Og í þessu tilfelli: Hvort er það hamingjan eða velgengnin? 31. mars 2022 07:00 Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00 Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Þetta gildir ekki bara um sumarfríin heldur einnig um helgar. Þegar að við hittum enga vinnufélaga, sem hjá mörgum eru mjög stór partur af félagslegri veröld fólks. Sumir gætu haldið að það sé aðallega einhleypt fólk sem upplifir sig einmana um helgi. En svo er ekki. Því rannsóknir hafa sýnt að hjónafólk getur líka upplifað sig einmana þótt það eigi maka. Í ágætis grein í PsychologyToday er til dæmis sagt frá rannsókn sem sýndi að einmanaleiki hjá giftu fólki er líklegri til að vera til staðar hjá fólki sem er fertugt eða eldra. Þar er einnig sagt frá því hvernig kynin geta upplifað þennan einmanaleika á mismunandi hátt. Nánar um niðurstöður þessarar rannsóknar má lesa um hér. Fólk sem upplifir sig einmana þegar það er í fríi frá vinnu skammast sín sumt fyrir að upplifa sig einmana. Því á virkum dögum og í vinnunni finnur það ekki fyrir þessum tilfinningum. Enda erum við þá að hitta vinnufélaga, erum upptekin í því hlutverki sem við sinnum í vinnunni og yfir höfuð oft uppteknari í ýmsu öðru líka. Jafnvel ræktinni. En síðan koma helgar eða frí. Þegar allir aðrir virðast einmitt hafa svo margt skemmtilegt að gera. Vangaveltur eins og „Hvað er eiginlega að mér? Er ég ekki í lagi?“ geta þá komið upp í hugann hjá fólki sem hreinlega bíður þess að mæta til vinnu á ný. Og oft ímyndar fólk sér þá að „allir“ aðrir séu hreinlega að hittast og gera eitthvað skemmtilegt. Við skilgreinum einmanaleika sem muninn á löngun eða væntingum um hvernig lífið ætti að vera og raunveruleikann,“ segir rannsóknarsérfræðingur í viðtali við The Guardian, þar sem talað er við nokkra einstaklinga sem viðurkenna sig einmana um helgar, sjá nánar hér. En þá getum við líka spurt okkur: Hvernig langar okkur til þess að fríin okkar séu og hvað þurfum við að gera til að fríin okkar þróist í þá átt? Við getum breytt og gert ótrúlegustu hluti með jákvæðu hugarfari og með því að trúa því að við getum breytt því sem við viljum breyta. Því einmanaleiki í fríum stafar oft af því hvernig okkur langar til að lífið sé en er ekki í raunveruleikanum.Vísir/Getty Ef staðan er þannig að við upplifum ekki einmanaleikatilfinningu í vinnunni, heldur aðeins í fríum, getum við strax talið okkur líkleg til að geta spornað við þessum einmanaleika með því að takast markvisst á við þá áskorun. Þótt vissulega þýði það að stundum þurfum við að fara út fyrir þægindarrammann og brjóta okkur þannig leið út úr vananum. Hér eru nokkrar hugmyndir sem gætu gagnast eða veitt innblástur. #1. Að rækta vinskap Langtímaverkefnið er að rækta vinskap við annað fólk. Þetta fólk getur verið í vinnunni, gamlir vinir eða makinn okkar. Gott er að taka sér smá tíma í að hugsa hvernig og með hverjum við getum reynt að rækta vinskapinn betur. Þannig að samverustundir og samskipti verði tíðari. Lykilatriðið í þessu verkefni er þó að gefa því tíma. Því það að rækta vinskap tekur í eðli sínu tíma. #2. Hvernig er viðhorfið okkar? Margir sem upplifa einmanaleika í fríum upplifa frídagana þannig að þeir séu í rauninni bara að drepa tímann með einhverju. En fara ekki að varpa öndinni léttar fyrr en þeir eru mættir til vinnu á ný. Hægara sagt en gert er þá að segja: Gerðu eitthvað sem þér finnst skemmtilegt. En hvernig? Jú, hér felst stærsta átakið í því hvernig við hugsum um það sem við ákveðum að gera. Hvernig við stýrum viðhorfinu okkar til þess sem við ákveðum að gera. Með öðrum orðum: Ekki drepa tímann til að þrauka frídaginn og láta hann líða. Gerðu frekar eitthvað sem bætir í dagskránna og passaðu líka upp á að njóta þess sem þú ert að gera þann daginn. Því oft eru það litlir hlutir sem færa okkur mestu gleðina. Að hrósa öðrum? (afgreiðslufólki, makanum, vinum, börnum) Að vera þakklát (það eflir jákvæðnina okkar að skrifa niður lista með atriðum sem við erum þakklát fyrir) Eða er einhver sérstök tónlist sem kemur þér alltaf í gott skap? Ef okkur tekst að efla jákvæðnina okkar og gleði, erum við líklegri til að sporna við einmanaleikatilfinningunni og virkja okkur sjálf í að gera eitthvað meira skemmtilegt. #3: Að prófa eitthvað nýtt eða öðruvísi Á vefsíðunni Succeedsocially er mælt með því að prófa eitthvað nýtt á frídögum og sporna þannig við einmanaleikann sem gerir vart við sig þegar að við erum í fríi. Til dæmis að fara á safn eða taka rúntinn í einhvern lítill bæ nálægt. Þótt við séum ein! Að skrá sig til þátttöku í félagsstarf eða á námskeið gæti líka verið ágætis ráð. Og þótt námskeiðin séu ekki á döfinni akkúrat í sumarfríiunu, gæti sumarfríið verið fínn tími til að finna námskeið sem við viljum skrá okkur á í haust. Síðan er það líka bara spurning um að nota hugmyndarflugið: Langar þig að prófa sundlaugina á Hofsósi? Fara í gönguhóp? Læra golf? Kaupa þér ís í vesturbænum? Skoða nýja miðbæinn á Selfossi? Kíkja í kaffi til vinahjóna sem eiga sumarbústað? (og hafa jafnvel margoft boðið þér) Ákveða hvert þú ætlar í berjamó í ágúst? Prófa veitingastaðinn sem vinnufélagar voru að ræða um daginn? Bara það eitt og sér að útfæra hugmyndir, gerir okkur spennt og leiðir hugann síður að einmanaleikatilfinningunni. Og með því að útfæra þessar hugmyndir og skoða hvaða valkostir okkur finnst spennandi, aukum við líkurnar á því að gera eitthvað af því sem okkur langar til.
Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Hvort kemur á undan: Hamingja eða velgengni? Já það er alltaf þessi blessaða spurning um hvort það er hænan eða eggið sem kemur á undan? Og í þessu tilfelli: Hvort er það hamingjan eða velgengnin? 31. mars 2022 07:00 Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00 Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Hvort kemur á undan: Hamingja eða velgengni? Já það er alltaf þessi blessaða spurning um hvort það er hænan eða eggið sem kemur á undan? Og í þessu tilfelli: Hvort er það hamingjan eða velgengnin? 31. mars 2022 07:00
Ekki hrifinn af „jafnvægi heimilis og vinnu“ hugtakinu Það hljómar ekkert sérstaklega vel að heyra að eiganda eins stærsta fyrirtækis í heimi, Jeff Bezos, segja að hann sé ekki hrifinn af hugtakinu „jafnvægi heimilis og vinnu.“ En hvað á hann við? 27. desember 2021 07:00
Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00
Góð ráð til að sporna við „ofhugsunum“ Að ofhugsa eða verja óendanlegum tíma í að greina hluti og kryfja þá er vandamál sem margir kannast við. Heilu dagarnir geta farið í þessar hugsanir, sem þó leiða oft ekki til neinna lausna. 31. mars 2021 07:00
Spáir því að vinnuvikan styttist fljótlega í 35 stundir og síðan 30 Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri Nordic Visitor spáir því að mörg fyrirtæki muni á þessum áratug stytta vinnuvikuna enn meir en nú er oft rætt um. „Ég trúi því að við förum almennt að verðmeta tíma okkar á annan hátt og þar muni frístundir vega hærra. Ég er nokkuð sannfærður um að eftir ekki svo mörg ár verði flestir vinnustaðir landsins búnir að stytta vinnuvikuna niður í 35 tíma og fyrir lok þessar áratugar verði fjöldi fyrirtækja kominn niður í 30 tíma vinnuviku,“ segir Ásberg. 21. janúar 2021 07:01