„Við erum í bílstjórasætinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2022 10:31 Íslensku landsliðsstelpurnar á æfingu í Crewe þar sem þær undirbúa sig nú fyrir leikinn mikilvæga á móti Frökkum. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson er enn taplaus sem þjálfari á stórmótum eftir jafntefli í tveimur fyrstu leikjum Íslands á Evrópumótinu í Englandi. Þorsteinn fór aðeins yfir leikinn á móti Ítalíu fyrir æfingu liðsins daginn eftir. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta og fara yfir þetta. Það er stutt á milli í þessu. Auðvitað var þetta erfiður leikur og allt það en við kláruðum hann af krafti og hefðum getað unnið þennan leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson en var hann vaknaður eldsnemma til að fara yfir málin? „Nei það var aðallega gærkvöldið. Maður vaknaði svo sem ágætlega snemma en ég fór aðallega yfir þetta í gærkvöldi,“ sagði Þorsteinn. Hvað þarf liðið að gera betur í næsta leik? „Við þurfum að halda aðeins betur í boltann og þora aðeins betur að vera með boltann. Við vorum stundum of fljót að fara í aðgerðir,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm Ísland er með tvö stig í riðlinum og situr í öðru sæti en það sæti mun gefa þátttökurétt í átta liða úrslitunum verði stelpurnar okkar enn þar eftir lokaumferðina á mánudagskvöldið. „Við höfum lagt þetta upp allan tímann þannig að við ætlum að stjórna aðstæðum sjálf. Við erum að sjálfsögðu enn þá í þeirri stöðu. Það er það sem við höfum lagt upp allan tímann að við ætlum að vera inn í þessu. Við ætlum að vinna leik og vera með stjórn á því hvort við komumst áfram eða ekki. Staðan er þannig núna að við erum í bílstjórasætinu,“ sagði Þorsteinn. Frakkarnir eru komnir áfram en mun það hjálpa okkar konum í þessum mikilvæga leik að Frakkar hafa í raun engu að keppa. „Ég ætla að vona það að það lækki spennustigið og viljann til að fara af krafti inn í leikinn á móti okkur. Við þurfum samt bara að fókusa á okkur og horfa í það hvernig við ætlum að tækla þetta og hvað við ætlum að gera,“ sagði Þorsteinn. Ísland mætir Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli á mánudagskvöldið. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Þorsteinn fór aðeins yfir leikinn á móti Ítalíu fyrir æfingu liðsins daginn eftir. „Ég er aðeins búinn að skoða þetta og fara yfir þetta. Það er stutt á milli í þessu. Auðvitað var þetta erfiður leikur og allt það en við kláruðum hann af krafti og hefðum getað unnið þennan leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson en var hann vaknaður eldsnemma til að fara yfir málin? „Nei það var aðallega gærkvöldið. Maður vaknaði svo sem ágætlega snemma en ég fór aðallega yfir þetta í gærkvöldi,“ sagði Þorsteinn. Hvað þarf liðið að gera betur í næsta leik? „Við þurfum að halda aðeins betur í boltann og þora aðeins betur að vera með boltann. Við vorum stundum of fljót að fara í aðgerðir,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn Halldórsson.Vísir/Vilhelm Ísland er með tvö stig í riðlinum og situr í öðru sæti en það sæti mun gefa þátttökurétt í átta liða úrslitunum verði stelpurnar okkar enn þar eftir lokaumferðina á mánudagskvöldið. „Við höfum lagt þetta upp allan tímann þannig að við ætlum að stjórna aðstæðum sjálf. Við erum að sjálfsögðu enn þá í þeirri stöðu. Það er það sem við höfum lagt upp allan tímann að við ætlum að vera inn í þessu. Við ætlum að vinna leik og vera með stjórn á því hvort við komumst áfram eða ekki. Staðan er þannig núna að við erum í bílstjórasætinu,“ sagði Þorsteinn. Frakkarnir eru komnir áfram en mun það hjálpa okkar konum í þessum mikilvæga leik að Frakkar hafa í raun engu að keppa. „Ég ætla að vona það að það lækki spennustigið og viljann til að fara af krafti inn í leikinn á móti okkur. Við þurfum samt bara að fókusa á okkur og horfa í það hvernig við ætlum að tækla þetta og hvað við ætlum að gera,“ sagði Þorsteinn. Ísland mætir Frakklandi í lokaleik sínum í D-riðli á mánudagskvöldið.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira