Sara Björk: Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina Árni Jóhannsson skrifar 14. júlí 2022 19:44 Sara Björk dúndrar boltanum í leiknum við Ítali í dag Vísir/Vilhelm Gunnarsson Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var að vonum ekki ánægð með úrslit leiksins þó það sé jákvætt að liðið sé taplaust þegar hér er komið við sögu á EM í fótbolta. Sara hefur átt betri leiki í búning íslenska liðsins en var brött fyrir komandi verkefni þrátt fyrir 1-1 jafnteflið á móti Ítalíu. „Það sem er jákvætt er að við erum taplausar á mótinu en við hefðum viljað vinna báða leikina. Við áttum nokkur dauðafæri í dag til að klára leikinn en heilt yfir þá var þetta nokkuð jafn leikur. Á ákveðnum tímapunkti þá fannst mér við taka leikinn yfir og svo fannst mér Ítalía koma sterkar og taka yfir leikinn“, sagði Sara þegar hún var spurð um fyrstu viðbrögð og hélt svo áfram. „Við lágum djúpt á vellinum og þær voru hættulegar en sköpuðu ekki eins mörg dauðafæri og við til að klára leikinn. Við skoruðum snemma og fengum sjálfstraust. Ég á eftir að fara betur yfir þetta eins og liðið en þetta var ótrúlega kaflaskipt. Auðvitað svekkjandi. Við vonum að Frakkar vinni Belgíu í kvöld og svo verðum við bara að vinna Frakkland.“ Sara var þá spurð að því hvað íslenska liðið hefði þurft að gera betur í leik sínum „Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur. Það skiptir máli að nýta þessi dauðafæri sem við fáum en svo verðum við að vera aðeins rólegri á boltann. Við erum með meiri tíma á boltanum en við höldum og við erum það góðar fótboltakonur að við getum haldið í boltann og haft tíma. Finna gagnstætt svæði, halda boltanum og láta þær þreytast. Við þurfum ekki alltaf að fara í langa bolta og fleiri hluti sem við þurfum að fara yfir.“ Miðjusvæðið náði ekki alltaf að tengja vörn og sókn í dag. Þá var erfitt að halda boltanum eins og Sara kom inn á og sendingar liðsins voru ekki góðar. Sara var spurð að því hvort þreyta hafi verið komin í liðið. „Það var auðvitað komin þreyta. Erfiður leikur en varamennirnir gerðu ótrúlega vel og komu ferskar inn og gefa leiknum rosalega mikið. Það hefði mátt tengja aðeins meira á milli varnar og miðju og skipta boltanum á milli kantanna. Við sóttum hinsvegar í löngu boltana eins og við eigum til en erum nógu góðar í fótbolta til að halda boltanum.“ Sara var tekin útaf á 77. mín. og virtist vita af því inn á vellinum og var spurð að því hvort hún hafi beðið um skiptinguna. „Nei ég vissi ekki af því. Steini ákveður skiptingarnar. Ég gerði mitt í dag og kláraði mig en eins og ég segi þá komu varamennirnir ferskir inn á og gerðu vel.“ Hvað það íslenska liðið að gera til að vinna Frakka á mánudaginn? „Við þurfum bara að eiga okkar besta dag. Við þurfum að eiga augnablikin þar sem við erum að klára færin okkar. Við þurfum að vera sterkar í föstum leikatriðum og nýta alla glugga sem hægt er að nýta. Eiga topp dag. Við ætlum að gera það. Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina, það er möguleiki.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
„Það sem er jákvætt er að við erum taplausar á mótinu en við hefðum viljað vinna báða leikina. Við áttum nokkur dauðafæri í dag til að klára leikinn en heilt yfir þá var þetta nokkuð jafn leikur. Á ákveðnum tímapunkti þá fannst mér við taka leikinn yfir og svo fannst mér Ítalía koma sterkar og taka yfir leikinn“, sagði Sara þegar hún var spurð um fyrstu viðbrögð og hélt svo áfram. „Við lágum djúpt á vellinum og þær voru hættulegar en sköpuðu ekki eins mörg dauðafæri og við til að klára leikinn. Við skoruðum snemma og fengum sjálfstraust. Ég á eftir að fara betur yfir þetta eins og liðið en þetta var ótrúlega kaflaskipt. Auðvitað svekkjandi. Við vonum að Frakkar vinni Belgíu í kvöld og svo verðum við bara að vinna Frakkland.“ Sara var þá spurð að því hvað íslenska liðið hefði þurft að gera betur í leik sínum „Þetta var svolítið stöngin út hjá okkur. Það skiptir máli að nýta þessi dauðafæri sem við fáum en svo verðum við að vera aðeins rólegri á boltann. Við erum með meiri tíma á boltanum en við höldum og við erum það góðar fótboltakonur að við getum haldið í boltann og haft tíma. Finna gagnstætt svæði, halda boltanum og láta þær þreytast. Við þurfum ekki alltaf að fara í langa bolta og fleiri hluti sem við þurfum að fara yfir.“ Miðjusvæðið náði ekki alltaf að tengja vörn og sókn í dag. Þá var erfitt að halda boltanum eins og Sara kom inn á og sendingar liðsins voru ekki góðar. Sara var spurð að því hvort þreyta hafi verið komin í liðið. „Það var auðvitað komin þreyta. Erfiður leikur en varamennirnir gerðu ótrúlega vel og komu ferskar inn og gefa leiknum rosalega mikið. Það hefði mátt tengja aðeins meira á milli varnar og miðju og skipta boltanum á milli kantanna. Við sóttum hinsvegar í löngu boltana eins og við eigum til en erum nógu góðar í fótbolta til að halda boltanum.“ Sara var tekin útaf á 77. mín. og virtist vita af því inn á vellinum og var spurð að því hvort hún hafi beðið um skiptinguna. „Nei ég vissi ekki af því. Steini ákveður skiptingarnar. Ég gerði mitt í dag og kláraði mig en eins og ég segi þá komu varamennirnir ferskir inn á og gerðu vel.“ Hvað það íslenska liðið að gera til að vinna Frakka á mánudaginn? „Við þurfum bara að eiga okkar besta dag. Við þurfum að eiga augnablikin þar sem við erum að klára færin okkar. Við þurfum að vera sterkar í föstum leikatriðum og nýta alla glugga sem hægt er að nýta. Eiga topp dag. Við ætlum að gera það. Við eigum það til að vilja fara erfiðu leiðina, íslensku leiðina, það er möguleiki.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20 Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins í markinu Ísland gerði 1-1 jafntefli við Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu á Englandi. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Sandra Sigurðardóttir í markinu var valin maður leiksins. 14. júlí 2022 18:20
Umfjöllun: Ítalía-Ísland 1-1 | Jafntefli niðurstaðan eftir frábæra byrjun og vonin um að komast áfram lítil Svekkjandi 1-1 jafntefli niðurstaðan í leik Íslands og Ítalíu í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir frábæra byrjun íslenska liðsins. 14. júlí 2022 18:15
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn