Viðvörun þjálfarans til stelpnanna okkar: Særð dýr bíta frá sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2022 14:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var síðust til að skora á móti Ítalíu en það gerði hún í jafntefli fyrir rúmu ári síðan. Vísir/Vilhelm Ísland og Ítalía mætast í dag í D-riðli Evrópumótsins í Englandi. Sigur kemur íslensku stelpunum í frábæra stöðu en tapist leikurinn þá verður verkefnið afar erfitt fyrir okkar konur að ná í sigur á móti Frakklandi í lokaumferðinni. Mótherjinn stelpnanna í Manchester í kvöld kom mörgum á óvart með skelfilegri byrjun sinni á mótinu. Ítalir lentu 5-0 undir í fyrri hálfleik og töpuðu á endanum 5-1 á móti Frakklandi. „Ítalska liðið er mjög skipulagt þó við höfum ekki séð neinn frábæran varnarleik í fyrri hálfleik á móti Frökkunum. Það var út úr þeirra karakter. Ég held að ég fari með það rétt að í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þær eru ekki að fá mikið af mörkum á sig en skora ekkert rosalega mikið. Þetta er lið sem mjög agað, með lítil svæði á milli lína og þétta liðið mjög mikið í varnarleiknum. Það eru ákveðnar leiðir sem við þurfum að finna til að geta opnað þær og skapað einhver færi á móti þeim. Þær eru góðar að sækja hratt eftir að þær vinna boltann og eru mjög grimmar,“ sagði Þorsteinn. Tapið í fyrsta leik var örugglega mikið áfall fyrir ítalska liðið en þær geta komið sér í úrslitaleik í lokaumferðinni með sigri í dag. „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær. Er það ekki alltaf þannig að særð dýr bíta frá sér. Þú þarft bara að svara því og ekki hleypa þeim upp i neitt. Við þurfum að vera tilbúin í það að þær mæti mjög grimmar í þennan leik og að þær liti á þennan leik á móti Frakklandi sem slys. Þær líta á það sem leik sem þær taka ekkert úr fyrri hálfleik en líta svo jákvæðari augum á seinni hálfleikinn,“ sagði Þorsteinn. „Við þurfum að mæta af krafti í þennan leik og vera vel gíruð í að takast á við þær því eru grimmar og láta finna fyrir sér og veigra sér ekkert við að fara í allt að krafti. Við þurfum að vera tilbúin í smá læti og smá slagsmál,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Mótherjinn stelpnanna í Manchester í kvöld kom mörgum á óvart með skelfilegri byrjun sinni á mótinu. Ítalir lentu 5-0 undir í fyrri hálfleik og töpuðu á endanum 5-1 á móti Frakklandi. „Ítalska liðið er mjög skipulagt þó við höfum ekki séð neinn frábæran varnarleik í fyrri hálfleik á móti Frökkunum. Það var út úr þeirra karakter. Ég held að ég fari með það rétt að í síðustu tíu leikjum hafa þær fengið á sig átta mörk og þar af voru fimm á móti Frökkum,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þær eru ekki að fá mikið af mörkum á sig en skora ekkert rosalega mikið. Þetta er lið sem mjög agað, með lítil svæði á milli lína og þétta liðið mjög mikið í varnarleiknum. Það eru ákveðnar leiðir sem við þurfum að finna til að geta opnað þær og skapað einhver færi á móti þeim. Þær eru góðar að sækja hratt eftir að þær vinna boltann og eru mjög grimmar,“ sagði Þorsteinn. Tapið í fyrsta leik var örugglega mikið áfall fyrir ítalska liðið en þær geta komið sér í úrslitaleik í lokaumferðinni með sigri í dag. „Þetta hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þær. Er það ekki alltaf þannig að særð dýr bíta frá sér. Þú þarft bara að svara því og ekki hleypa þeim upp i neitt. Við þurfum að vera tilbúin í það að þær mæti mjög grimmar í þennan leik og að þær liti á þennan leik á móti Frakklandi sem slys. Þær líta á það sem leik sem þær taka ekkert úr fyrri hálfleik en líta svo jákvæðari augum á seinni hálfleikinn,“ sagði Þorsteinn. „Við þurfum að mæta af krafti í þennan leik og vera vel gíruð í að takast á við þær því eru grimmar og láta finna fyrir sér og veigra sér ekkert við að fara í allt að krafti. Við þurfum að vera tilbúin í smá læti og smá slagsmál,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Í beinni: Wolves - Manchester United | Án sigurs mæta Úlfarnir Rauðu djöflunum Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira