„Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 15:31 Elín Metta Jensen og Svava Rós Guðmundsdóttir eru jafnaldrar úr Val sem eru að keppa um sömu stöðu á Evrópumótinu i Englandi. Svava Rós kom inná sem varamaður á móti Belgíu en ekki Elín Metta. Vísir/Vilhelm Næsti mótherji íslensku stelpnanna eru Ítalir sem fengu stóran skell á móti Frökkum sama dag og íslensku stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli við Belga. Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, lagði áherslu á það eins og aðrir í þjálfarateyminu að þetta væri allt enn þá í höndum íslenska liðsins. Stig í fyrsta leik er enginn heimsendir og sigur á móti Ítalíu kemur liðinu í ágæta stöðu. Þetta er í okkar höndum „Þetta er í okkar höndum og við þurfum að ná í sigur á móti Ítalíu. Vonandi eigum við bara góðan leik. Við erum búnir að undirbúa liðið vel og erum að fara á fund á morgun og hinn um Ítalina,“ sagði Ólafur. „Við vitum um þeirra styrkleika og veikleika. Vonandi náum við að nýta okkur veikleikana þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræddi við blaðamenn fyrir æfingu liðsins.Vísir/Vilhelm 5-1 tap Ítala á móti Frökkum vakti furðu marga og úrslitin komu íslenska þjálfarateyminu mikið á óvart. „Það voru gríðarlegir yfirburðir í fyrri hálfleik en vissulega hefðu Ítalirnir geta komist yfir því þeir fengu dauðafæri í byrjun í stöðunni 0-0 þar sem franski markvörðurinn varði mjög vel. Eftir það var þetta bara einstefna í 45 mínútur og svo var þetta bara rólegur seinni hálfleikur,“ sagði Ólafur. „Ég bjóst nú alls ekki við þessu. Ítalirnir hafa líka verið þéttir og ekki verið að fá mikið af mörkum á sig,“ sagði Ólafur. Við náum gríðarlega vel saman Ólafur talar mjög vel um hópinn eins og allir aðrir sem Vísir hefur rætt við úr og í tengslum við íslenska liðið. „Þetta er frábær hópur, bæði leikmenn og starfsfólk. Við náum gríðarlega vel saman og það er mikið hlegið og við skemmtun okkur gríðarlega vel saman,“ sagði Ólafur og aldursmunurinn í hópnum truflar það ekki. „Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu,“ sagði Ólafur. Ísland leikur annan leik sinn á Evrópumótinu á móti Ítalíu á fimmtudaginn kemur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, lagði áherslu á það eins og aðrir í þjálfarateyminu að þetta væri allt enn þá í höndum íslenska liðsins. Stig í fyrsta leik er enginn heimsendir og sigur á móti Ítalíu kemur liðinu í ágæta stöðu. Þetta er í okkar höndum „Þetta er í okkar höndum og við þurfum að ná í sigur á móti Ítalíu. Vonandi eigum við bara góðan leik. Við erum búnir að undirbúa liðið vel og erum að fara á fund á morgun og hinn um Ítalina,“ sagði Ólafur. „Við vitum um þeirra styrkleika og veikleika. Vonandi náum við að nýta okkur veikleikana þeirra,“ sagði Ólafur. Ólafur Pétursson ræddi við blaðamenn fyrir æfingu liðsins.Vísir/Vilhelm 5-1 tap Ítala á móti Frökkum vakti furðu marga og úrslitin komu íslenska þjálfarateyminu mikið á óvart. „Það voru gríðarlegir yfirburðir í fyrri hálfleik en vissulega hefðu Ítalirnir geta komist yfir því þeir fengu dauðafæri í byrjun í stöðunni 0-0 þar sem franski markvörðurinn varði mjög vel. Eftir það var þetta bara einstefna í 45 mínútur og svo var þetta bara rólegur seinni hálfleikur,“ sagði Ólafur. „Ég bjóst nú alls ekki við þessu. Ítalirnir hafa líka verið þéttir og ekki verið að fá mikið af mörkum á sig,“ sagði Ólafur. Við náum gríðarlega vel saman Ólafur talar mjög vel um hópinn eins og allir aðrir sem Vísir hefur rætt við úr og í tengslum við íslenska liðið. „Þetta er frábær hópur, bæði leikmenn og starfsfólk. Við náum gríðarlega vel saman og það er mikið hlegið og við skemmtun okkur gríðarlega vel saman,“ sagði Ólafur og aldursmunurinn í hópnum truflar það ekki. „Við erum bara fótboltamenn og höfum gaman af lífinu,“ sagði Ólafur. Ísland leikur annan leik sinn á Evrópumótinu á móti Ítalíu á fimmtudaginn kemur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira