Foreldrar Áslaugar Mundu: Keyptu miða fyrir hana á EM ef hún yrði ekki í liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2022 11:31 Hér er innsti kjarni úr stuðningsveit Áslaugar Mundu sem Vísir hitti á stuðningsmannasvæðinu í Manchester. Frá vinstri: Gunnlaugur Aðalbjarnarson, Björg Gunnlaugsdóttir, Eyrún Gunnlaugsdóttir og Jóney Jónsdóttir. Vísir/Vilhelm Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir komst í gegnum erfið höfuðmeiðsli, krefjandi fyrsta vetur í Harvard háskólanum og vinna sér síðan inn sæti í íslenska landsliðinu á EM í Englandi. Áslaug Munda hefði alltaf verið á EM hvort sem var því hún á eina af stærstu fjölskyldunum sem mæta til að styðja stelpurnar okkar. Það leit ekkert alltaf of vel út þegar hún missti af landsliðsverkefnum í marga mánuði vegna höfuðmeiðsla en minnti síðan á sig þegar hún mætti í Bestu deildina með Blikum. Vísir hitti föður Áslaugar sem er mættur til Manchester ásamt fríðu föruneyti. „Hún er hérna og bara spennt. Það verður gaman að fylgjast með henni,“ sagði Gunnlaugur Aðalbjarnarson, faðir Áslaugar Mundu um það hversu tæpt það var að hún kæmist með eftir öll vandræðin í vetur. „Við vorum löngu áður búin að ákveða að fara. Við vorum búin að kaupa miða handa henni ef hún hefði ekki verið í liðinu. Hún hefði því tekið þátt,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda hefur talað um það sjálf að hafa veifað íslenskum landsliðsstelpunum á EM í Hollandi en nú er hún orðin hluti af liðinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan hótel íslenska liðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm „Við vorum líka á EM í Hollandi og vorum því búin að fá bakteríuna og ákveðin að koma hingað hvernig sem færi hjá stelpunni,“ sagði Gunnlaugur. Þetta er mjög myndarlegur hópur en fjölskyldan er frá Egilsstöðum. „Ætlum við séum ekki tæplega fjörutíu í heildina tengd henni. Systkini mín og systkini Jóneyju konunnar minnar og þeirra fjölskyldur. Þetta verður stór og áberandi hópur,“ sagði Gunnlaugur. „Áhugi frá unga aldri sem skilar henni þessu. Það er líka alltaf stemmning fyrir þessu í fjölskyldunni,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda er enn ung og hefur hæfileika sem ætti að vera hægt að rækta vel á næstu árum. „Hún getur farið eins langt eins og hún vill. Það er alveg á hreinu,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkennir að höfuðmeiðslin hafi verið dóttur sinni erfið. „Það hefur tekið á en þetta er svona partur af fótboltanum. Það er upp og niður. Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá henni en núna er hún hérna. Þá er bara gaman og mikilvægt að njóta,“ sagði Gunnlaugur. „Ég er alltaf stoltur af henni,“ sagði Gunnlaugur en var hann í fótbolta? „Nei, nei, ég kann ekkert í fótbolta. Mamman er betri en ég. Við vorum ekkert í fótboltanum,“ sagði Gunnlaugur. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Áslaug Munda hefði alltaf verið á EM hvort sem var því hún á eina af stærstu fjölskyldunum sem mæta til að styðja stelpurnar okkar. Það leit ekkert alltaf of vel út þegar hún missti af landsliðsverkefnum í marga mánuði vegna höfuðmeiðsla en minnti síðan á sig þegar hún mætti í Bestu deildina með Blikum. Vísir hitti föður Áslaugar sem er mættur til Manchester ásamt fríðu föruneyti. „Hún er hérna og bara spennt. Það verður gaman að fylgjast með henni,“ sagði Gunnlaugur Aðalbjarnarson, faðir Áslaugar Mundu um það hversu tæpt það var að hún kæmist með eftir öll vandræðin í vetur. „Við vorum löngu áður búin að ákveða að fara. Við vorum búin að kaupa miða handa henni ef hún hefði ekki verið í liðinu. Hún hefði því tekið þátt,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda hefur talað um það sjálf að hafa veifað íslenskum landsliðsstelpunum á EM í Hollandi en nú er hún orðin hluti af liðinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir með Öglu Maríu Albertsdóttur fyrir utan hótel íslenska liðsins í Crewe.Vísir/Vilhelm „Við vorum líka á EM í Hollandi og vorum því búin að fá bakteríuna og ákveðin að koma hingað hvernig sem færi hjá stelpunni,“ sagði Gunnlaugur. Þetta er mjög myndarlegur hópur en fjölskyldan er frá Egilsstöðum. „Ætlum við séum ekki tæplega fjörutíu í heildina tengd henni. Systkini mín og systkini Jóneyju konunnar minnar og þeirra fjölskyldur. Þetta verður stór og áberandi hópur,“ sagði Gunnlaugur. „Áhugi frá unga aldri sem skilar henni þessu. Það er líka alltaf stemmning fyrir þessu í fjölskyldunni,“ sagði Gunnlaugur. Áslaug Munda er enn ung og hefur hæfileika sem ætti að vera hægt að rækta vel á næstu árum. „Hún getur farið eins langt eins og hún vill. Það er alveg á hreinu,“ sagði Gunnlaugur. Hann viðurkennir að höfuðmeiðslin hafi verið dóttur sinni erfið. „Það hefur tekið á en þetta er svona partur af fótboltanum. Það er upp og niður. Þetta er búinn að vera erfiður vetur hjá henni en núna er hún hérna. Þá er bara gaman og mikilvægt að njóta,“ sagði Gunnlaugur. „Ég er alltaf stoltur af henni,“ sagði Gunnlaugur en var hann í fótbolta? „Nei, nei, ég kann ekkert í fótbolta. Mamman er betri en ég. Við vorum ekkert í fótboltanum,“ sagði Gunnlaugur.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira