Gunnhildur Yrsa: „Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. júlí 2022 19:48 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttunni í leik dagsins. Charlotte Tattersall - UEFA/UEFA via Getty Images Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var nokkuð svekkt eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Belgíu í opnunarleik D-riðils á EM sem fram fer á Englandi. Gunnhildur fékk dæmda á sig vítaspyrnu í síðari hálfleik sem skilaði Belgum jöfnunarmarkinu. „Við erum náttúrulega svekktar yfir þessu og vildum auðvitað þrjú stig,“ sagði Gunnhildur í leikslok. „Liðið stóð sig frábærlega og mér fanns allar stelpurnar gefa allt í þetta. En við tökum þetta stig og mætum brjálaðar í næsta leik.“ „Maður gaf allt í þetta og skildi allt eftir á vellinum. Við vildum pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel. Það þýðir að maður þarf stundum að hlaupa svolítið mikið og vinna skítavinnuna, en það virkaði og allar bakvið mann voru á réttum stað sem gerði allt auðveldara fyrir mig. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir þetta, þær gáfu allt í þennan leik og svekkjandi að hafa ekki klárað hann.“ Belgíska liðið jafnaði úr vítaspyrnu sem Gunnhildur Yrsa fékk dæmda á sig. Hún segist eiga eftir að horfa á atvikið aftur, en heldur þó fram sakleysi sínu. „Ég á eftir að sjá þetta, en ég stend bara þarna. Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig, en hún metur þetta sem víti og maður verður bara að taka því. Stundum falla dómar með okkur og stundum ekki. Í dag fór þetta í hina áttina og það svekkjandi. Ég tek bara ábyrgð á því. Svona er boltinn.“ Klippa: Gunnhildur Yrsa eftir leik Íslenska liðið hefur fengið mikinn og góðan stuðning í aðdraganda mótsins og Gunnhildur segist hafa fundið vel fyrir því. „Voru einhverjir Belgar uppi í stúku spyr ég nú bara,“ grínaðist Gunnhildur. „En nei, stuðningurinn var frábær og allir sem voru uppi í stúku eiga hrós skilið. Maður fann algjörlega orkuna inni á vellinum frá öllum og gaman að líta upp í stúku og það voru allir í bláu að taka víkingaklappið. Ég vona að við sjáum sem flesta aftur á móti Ítölum því það mun skipta ótrúlega miklu máli að hafa alla með okkur.“ Margir af íslensku stuðningsmönnunum voru mættir á svokallað „Fan-zone“ strax klukkan 11:00 í morgun og byrjaðir að senda liðinu góða strauma. Gunnhildur segist ekki endilega hafa orðið vör við það, en hafi þó fengið nokkrar myndir af stemningunni. „Ég hélt mig smá frá símanum en ég fékk snap frá mömmu og pabba og sá hvað stemningin var geggjuð. Það var kannski í hádeginu þannig að maður vissi að það var stemning. Maður veit alltaf með Íslendinga að sama hvert þeir fara þá er stemning. Það var gaman að keyra hérna upp á völl og sjá alla í landsliðstreyjum og svona. Ég vona bara að við fáum sama stuðning á móti Ítölum.“ Mamma hennar Gunnhildar hefur einmitt vakið mikla lukku, en hún rakaði af sér hárið fyrir mótið. Ekki nóg með það heldur lét hún raka það þannig að hausinn á henni lítur út eins og fótbolti. Gunnhildur er þó ekki viss um að hún fylgji mömmu sinni í þessu. „Ég veit það ekki sko. Ég veit ekki hvort ég þori að raka af mér hárið. Hún rakaði náttúrulega á sig töluna fimm fyrir seinasta EM og þurfti að gera betur núna. Ég vissi ekki að hún væri að fara að gera þetta, en ég vissi að hún myndi gera eitthvað. Ég sá bara mynd og það er bara gaman að þessu. Hún hefur gaman að þessu og henni finnst ekkert skemmtilegra en að koma hingað og styðja stelpurnar. Þetta er náttúrulega frábært lið og frábærar stelpur,“ sagði Gunnhildur Yrsa að lokum. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira
„Við erum náttúrulega svekktar yfir þessu og vildum auðvitað þrjú stig,“ sagði Gunnhildur í leikslok. „Liðið stóð sig frábærlega og mér fanns allar stelpurnar gefa allt í þetta. En við tökum þetta stig og mætum brjálaðar í næsta leik.“ „Maður gaf allt í þetta og skildi allt eftir á vellinum. Við vildum pressa þær hátt og mér fannst við gera það vel. Það þýðir að maður þarf stundum að hlaupa svolítið mikið og vinna skítavinnuna, en það virkaði og allar bakvið mann voru á réttum stað sem gerði allt auðveldara fyrir mig. Ég verð að hrósa stelpunum fyrir þetta, þær gáfu allt í þennan leik og svekkjandi að hafa ekki klárað hann.“ Belgíska liðið jafnaði úr vítaspyrnu sem Gunnhildur Yrsa fékk dæmda á sig. Hún segist eiga eftir að horfa á atvikið aftur, en heldur þó fram sakleysi sínu. „Ég á eftir að sjá þetta, en ég stend bara þarna. Ég get ekki látið mig hverfa inn í teig, en hún metur þetta sem víti og maður verður bara að taka því. Stundum falla dómar með okkur og stundum ekki. Í dag fór þetta í hina áttina og það svekkjandi. Ég tek bara ábyrgð á því. Svona er boltinn.“ Klippa: Gunnhildur Yrsa eftir leik Íslenska liðið hefur fengið mikinn og góðan stuðning í aðdraganda mótsins og Gunnhildur segist hafa fundið vel fyrir því. „Voru einhverjir Belgar uppi í stúku spyr ég nú bara,“ grínaðist Gunnhildur. „En nei, stuðningurinn var frábær og allir sem voru uppi í stúku eiga hrós skilið. Maður fann algjörlega orkuna inni á vellinum frá öllum og gaman að líta upp í stúku og það voru allir í bláu að taka víkingaklappið. Ég vona að við sjáum sem flesta aftur á móti Ítölum því það mun skipta ótrúlega miklu máli að hafa alla með okkur.“ Margir af íslensku stuðningsmönnunum voru mættir á svokallað „Fan-zone“ strax klukkan 11:00 í morgun og byrjaðir að senda liðinu góða strauma. Gunnhildur segist ekki endilega hafa orðið vör við það, en hafi þó fengið nokkrar myndir af stemningunni. „Ég hélt mig smá frá símanum en ég fékk snap frá mömmu og pabba og sá hvað stemningin var geggjuð. Það var kannski í hádeginu þannig að maður vissi að það var stemning. Maður veit alltaf með Íslendinga að sama hvert þeir fara þá er stemning. Það var gaman að keyra hérna upp á völl og sjá alla í landsliðstreyjum og svona. Ég vona bara að við fáum sama stuðning á móti Ítölum.“ Mamma hennar Gunnhildar hefur einmitt vakið mikla lukku, en hún rakaði af sér hárið fyrir mótið. Ekki nóg með það heldur lét hún raka það þannig að hausinn á henni lítur út eins og fótbolti. Gunnhildur er þó ekki viss um að hún fylgji mömmu sinni í þessu. „Ég veit það ekki sko. Ég veit ekki hvort ég þori að raka af mér hárið. Hún rakaði náttúrulega á sig töluna fimm fyrir seinasta EM og þurfti að gera betur núna. Ég vissi ekki að hún væri að fara að gera þetta, en ég vissi að hún myndi gera eitthvað. Ég sá bara mynd og það er bara gaman að þessu. Hún hefur gaman að þessu og henni finnst ekkert skemmtilegra en að koma hingað og styðja stelpurnar. Þetta er náttúrulega frábært lið og frábærar stelpur,“ sagði Gunnhildur Yrsa að lokum.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Cristiano Ronaldo fær að hitta Donald Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Sjá meira