Hallbera: Höfum ekkert verið að missa okkur í spennuföllum hingað til Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2022 10:30 Hallbera Guðný Gísladóttir er á sínu þriðja Evrópumóti og spilar landsleik númer 129 í dag. Vísir/Vilhelm Hallbera Guðný Gísladóttir er ein af hundrað landsleikja leikmönnum í íslenska landsliðshópnum og er nú komin á sitt þriðja Evrópumót. Það eru miklar líkur á því að hún verði í byrjunarliðinu á móti Belgum í dag. Hallbera segist vera búin að bíða spennt eftir þessu móti og sú spenna á sinn þátt í því að hún er enn að spila á hæsta stigi þrátt fyrir að það séu liðnir nítján mánuðir síðan Ísland komst inn á þetta EM. „Ég man alveg eftir því þegar ákveðið var að mótið færi fram í Englandi. Þá fékk maður extra búst og þetta er eitthvað sem maður vildi vera partur af. Maður sér hvernig opnunarleikirnir eru búnir að vera, fullt af fólki og ógeðslega gaman,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir. „Þetta er það sem er búið að vera að gerast í Evrópu og örugglega fleiri stöðum eins og Bandaríkjunum. Það er mikill áhugi, verið að setja hvert áhorfendametið á fætur öðru. Munurinn er svo mikill, þegar maður hugsar tíu ár til baka, að þetta fáránlegt og geggjað að við náðum að vera partur að þessu,“ sagði Hallbera. „Þessar ungu stelpur hjá okkur eru að spila í Bayern og Wolfsborg og þessum liðum. Ef maður hugsar til baka þegar ég var á þeirra aldri þá var maður eins og einhver algjör kjúklingaskítur. Svo koma þær hérna eins og einhverjar stjörnur og drottningar,“ sagði Hallbera. Hallbera viðurkennir að það hafi komið til greina að hætta að spila fótbolta á hæsta stigi. En ætlaði hún að hætta? „Ekki alveg strax. Maður hugsaði um það þegar mótinu var frestað. Ég fékk ekki góða tilfinningu. Það var svolítið spurning um hvort maður yrði með eða ekki. Það er ekki sjálfgefið að vera 35 ára gamall og reyna að hanga í þessum stelpum hérna. Það er ákveðinn sigur að vera hérna í þessum hóp. Það er alls ekki sjálfgefið að kroppurinn haldi og allt það. Það þarf allt að ganga upp,“ sagði Hallbera. Hún hætti að spila með Val og komst að hjá AIK í sænsku deildinni. Núna er hún komin til Kalmar. „Allt þetta Covid dæmi heima og maður fékk leiða. Ég þurfti að skipta um umhverfi og það gerði mjög mikið fyrir mig. Ég flyt til Stokkhólms og næ að klára þar nám í leiðinni. Þetta spilaðist allt mjög vel fyrir mig. Ég fékk smá auka búst að skipta um umhverfi og það gaf mér þennan aukakraft,“ sagði Hallbera. Margir eru að velta fyrir sér hvort spennustigið verði til vandræða í leiknum við Belgíu í dag. Það er búið að bíða lengi eftir þessu móti og spennan hefur magnast mikið eftir komuna til Englands. „Varðandi spennustigið hjá okkur þá höfum við ekkert verið að missa okkur í einhverjum spennuföllum hingað til. Ég held að það sé alltaf ákveðin spenna þegar maður er að fara í fyrsta leik. Ég fann það þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að það eru bara tveir dagar í leik. Þetta verður ógeðslega gaman og svo er maður fljótur að hrista úr sér skrekkinn þegar leikurinn er byrjaður. Ég á ekki von á því að við verðum eitthvað á tauginni í þessum leik,“ sagði Hallbera. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður vel fylgst með honum hér inn á Vísi. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Hallbera segist vera búin að bíða spennt eftir þessu móti og sú spenna á sinn þátt í því að hún er enn að spila á hæsta stigi þrátt fyrir að það séu liðnir nítján mánuðir síðan Ísland komst inn á þetta EM. „Ég man alveg eftir því þegar ákveðið var að mótið færi fram í Englandi. Þá fékk maður extra búst og þetta er eitthvað sem maður vildi vera partur af. Maður sér hvernig opnunarleikirnir eru búnir að vera, fullt af fólki og ógeðslega gaman,“ sagði Hallbera Guðný Gísladóttir. „Þetta er það sem er búið að vera að gerast í Evrópu og örugglega fleiri stöðum eins og Bandaríkjunum. Það er mikill áhugi, verið að setja hvert áhorfendametið á fætur öðru. Munurinn er svo mikill, þegar maður hugsar tíu ár til baka, að þetta fáránlegt og geggjað að við náðum að vera partur að þessu,“ sagði Hallbera. „Þessar ungu stelpur hjá okkur eru að spila í Bayern og Wolfsborg og þessum liðum. Ef maður hugsar til baka þegar ég var á þeirra aldri þá var maður eins og einhver algjör kjúklingaskítur. Svo koma þær hérna eins og einhverjar stjörnur og drottningar,“ sagði Hallbera. Hallbera viðurkennir að það hafi komið til greina að hætta að spila fótbolta á hæsta stigi. En ætlaði hún að hætta? „Ekki alveg strax. Maður hugsaði um það þegar mótinu var frestað. Ég fékk ekki góða tilfinningu. Það var svolítið spurning um hvort maður yrði með eða ekki. Það er ekki sjálfgefið að vera 35 ára gamall og reyna að hanga í þessum stelpum hérna. Það er ákveðinn sigur að vera hérna í þessum hóp. Það er alls ekki sjálfgefið að kroppurinn haldi og allt það. Það þarf allt að ganga upp,“ sagði Hallbera. Hún hætti að spila með Val og komst að hjá AIK í sænsku deildinni. Núna er hún komin til Kalmar. „Allt þetta Covid dæmi heima og maður fékk leiða. Ég þurfti að skipta um umhverfi og það gerði mjög mikið fyrir mig. Ég flyt til Stokkhólms og næ að klára þar nám í leiðinni. Þetta spilaðist allt mjög vel fyrir mig. Ég fékk smá auka búst að skipta um umhverfi og það gaf mér þennan aukakraft,“ sagði Hallbera. Margir eru að velta fyrir sér hvort spennustigið verði til vandræða í leiknum við Belgíu í dag. Það er búið að bíða lengi eftir þessu móti og spennan hefur magnast mikið eftir komuna til Englands. „Varðandi spennustigið hjá okkur þá höfum við ekkert verið að missa okkur í einhverjum spennuföllum hingað til. Ég held að það sé alltaf ákveðin spenna þegar maður er að fara í fyrsta leik. Ég fann það þegar ég vaknaði í morgun og fattaði að það eru bara tveir dagar í leik. Þetta verður ógeðslega gaman og svo er maður fljótur að hrista úr sér skrekkinn þegar leikurinn er byrjaður. Ég á ekki von á því að við verðum eitthvað á tauginni í þessum leik,“ sagði Hallbera. Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður vel fylgst með honum hér inn á Vísi.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira