Fótbolti

Fá að heimsækja stelpurnar okkar í kastalann í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það þarf ekki að horfa lengi á æfingu íslensku stelpnanna til að átta sig á að þær njóta þess að eyða tíma saman, hvort sem það er innan sem utan fótboltavallarins.
Það þarf ekki að horfa lengi á æfingu íslensku stelpnanna til að átta sig á að þær njóta þess að eyða tíma saman, hvort sem það er innan sem utan fótboltavallarins. Vísir/Vilhelm

Það fer vel um íslensku stelpurnar í höfuðstöðvum kvennaliðsins í Englandi en þær gista á sveitahóteli nærri Crewe.

Í dag fá fjölmiðlamenn að heimsækja hótelið sem verður best lýst sem kastala.

Hótelið er í fjögur hundruð ára byggingu sem kennd við Jacobean óðalið. Það er upp í sveit rúmar þrjá kílómetra frá Crewe.

Sif Atladóttir ræddi aðeins hótelið fyrir æfingu íslenska liðsins í gær en hún hefur ekki áhyggjur af íslenskum stelpunum leiðist þótt að þær séu staddar upp í sveit.

„Það verður nóg að gera hjá okkur. Við verðum að spila, við verðum að horfa á fótbolta og svo verðum við bara saman. Það er það sem skapar stemmninguna hjá okkur,“ sagði Sif.

Það þarf ekkert meira fjör í kringum stelpurnar okkar því þær leika sér að því að búa það til sjálfar með því að njóta samverunnar.

„Við erum vanar rólegu umhverfi og erum orðnar það sjóaðar í þessu að við getum drepið tímann hvernig sem er. Það er gaman að fá að gista í kastala og maður getur fundið fegurðina í öllu. Það er bara geðveikt,“ sagði Sif.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×