Sif Atla: Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru fyrir mína kynslóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2022 10:00 Sif Atladóttir ætlar að njóta tímans á þessu Evrópumóti og mæti skælbrosandi í viðtölin við íslensku blaðamennina í gær. Vísir/Vilhelm Margar af yngri leikmönnum íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í dag voru komnar ungar út í atvinnumennsku og reynsluboltinn Sif Atladóttir er sannfærð um að það muni hjálpa þeim á stóra sviðinu á EM kvenna í Englandi. Sif var mjög ánægð með ganginn í undirbúningi íslenska liðsins og ferðalagið mun örugglega ekki sitja lengi í íslensku stelpunum sem mættu til Englands á miðvikudaginn. „Þetta var mjög einfalt og gott ferðalag,“ sagði Sif Atladóttir um flutning íslenska hópsins frá Þýskalandi og yfir til Englands. „Ég held að allar séu tilbúnar. Við áttum geggjaða æfingaviku og góðan tíma saman. Við fengum líka aðeins að baða okkur í sólinni fyrir skýin í Englandi sem er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Sif sem hrósar gestgjöfunum í Þýskalandi. „Þetta var frábær vika og Puma hugsaði vel um okkur. Mjög góður tíma fyrir alla held ég,“ sagði Sif. Spennustigið mun að sjálfsögðu ráða miklu um gengi íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Belgíu en Sif segir það gilda um þá reyndu alveg eins og þær ungu. „Ég held að það sé svolítið hjá öllum. Það sem ég sé sem ótrúlegan kost í ungu stelpunum er að þær fóru út snemma og fóru út ungar. Þær eru búnar að spila fyrir fram tvö, þrjú, fjögur þúsund manns. Talandi um Sveindísi sem spilaði fyrir fram 91 þúsund manns,“ sagði Sif en Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í undanúrslitaleik Wolfsburg í Meistaradeildinni á móti Barcelona sem var spilaður á Nývangi. „Bara þetta gerir það að verkum að þetta skref er ekki eins stórt eins og ef þú kemur af Breiðabliksvellinum eða af Valsvellinum þar sem eru kannski fimmtíu til tvö hundruð manns. Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru kannski fyrir mína kynslóð sem fór beint út á stórmót árið 2009,“ sagði Sif. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Sif var mjög ánægð með ganginn í undirbúningi íslenska liðsins og ferðalagið mun örugglega ekki sitja lengi í íslensku stelpunum sem mættu til Englands á miðvikudaginn. „Þetta var mjög einfalt og gott ferðalag,“ sagði Sif Atladóttir um flutning íslenska hópsins frá Þýskalandi og yfir til Englands. „Ég held að allar séu tilbúnar. Við áttum geggjaða æfingaviku og góðan tíma saman. Við fengum líka aðeins að baða okkur í sólinni fyrir skýin í Englandi sem er náttúrulega bara geðveikt,“ sagði Sif sem hrósar gestgjöfunum í Þýskalandi. „Þetta var frábær vika og Puma hugsaði vel um okkur. Mjög góður tíma fyrir alla held ég,“ sagði Sif. Spennustigið mun að sjálfsögðu ráða miklu um gengi íslenska liðsins í fyrsta leiknum á móti Belgíu en Sif segir það gilda um þá reyndu alveg eins og þær ungu. „Ég held að það sé svolítið hjá öllum. Það sem ég sé sem ótrúlegan kost í ungu stelpunum er að þær fóru út snemma og fóru út ungar. Þær eru búnar að spila fyrir fram tvö, þrjú, fjögur þúsund manns. Talandi um Sveindísi sem spilaði fyrir fram 91 þúsund manns,“ sagði Sif en Sveindís Jane Jónsdóttir tók þátt í undanúrslitaleik Wolfsburg í Meistaradeildinni á móti Barcelona sem var spilaður á Nývangi. „Bara þetta gerir það að verkum að þetta skref er ekki eins stórt eins og ef þú kemur af Breiðabliksvellinum eða af Valsvellinum þar sem eru kannski fimmtíu til tvö hundruð manns. Þeirra skref eru miklu styttri en þau voru kannski fyrir mína kynslóð sem fór beint út á stórmót árið 2009,“ sagði Sif.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira