Góðar göngur í árnar á Vesturlandi Karl Lúðvíksson skrifar 6. júlí 2022 09:07 Það er flottar göngur í árnar á vesturlandi þessa dagana Það er töluvert bjartara yfir laxveiðimönnum þessa dagana en var á sama tíma og í fyrra en göngur í árnar eru víðast með besta móti. Það er reglulega gott að heyra í þeim veiðimönnum og leiðsögumönnum sem hafa verið við árnar á vesturlandi síðustu daga en göngur í árnar eru mjög góðar þessa dagana. Laxá í Kjós hefur ekki farið varhluta af því og er svæðið fyrir neðan Laxfoss iðandi af lífi og Kvíslarfoss bár af laxi að sögn kunnugra. Við Norðurá er sama sagan en þar er að sögn veiðimanna sem voru þar fyrir fáum dögum mikið af laxi. Valdimar Hilmarsson var að koma úr veiðileiðsögn við Langá á Mýrum sagði að svæðið fyrir neðan Skugga væri eins og sushi veisla, lax að stökkva um allt og veiðistaðir eins og Krókódíll, Holan og Last Hope bláir af laxi. Það er frábært gönguvatn í ánum þessa dagana og laxinn er fljótur upp í árnar. Heilt yfir virðast vera góðar fréttir af göngum úr öllum landshornum en fæstar fréttir erum við að fá úr Húnaþingi en það er ekki þar með sagt að göngur séu minni þar við bara heyrum minna af því. Stangveiði Mest lesið Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Það er reglulega gott að heyra í þeim veiðimönnum og leiðsögumönnum sem hafa verið við árnar á vesturlandi síðustu daga en göngur í árnar eru mjög góðar þessa dagana. Laxá í Kjós hefur ekki farið varhluta af því og er svæðið fyrir neðan Laxfoss iðandi af lífi og Kvíslarfoss bár af laxi að sögn kunnugra. Við Norðurá er sama sagan en þar er að sögn veiðimanna sem voru þar fyrir fáum dögum mikið af laxi. Valdimar Hilmarsson var að koma úr veiðileiðsögn við Langá á Mýrum sagði að svæðið fyrir neðan Skugga væri eins og sushi veisla, lax að stökkva um allt og veiðistaðir eins og Krókódíll, Holan og Last Hope bláir af laxi. Það er frábært gönguvatn í ánum þessa dagana og laxinn er fljótur upp í árnar. Heilt yfir virðast vera góðar fréttir af göngum úr öllum landshornum en fæstar fréttir erum við að fá úr Húnaþingi en það er ekki þar með sagt að göngur séu minni þar við bara heyrum minna af því.
Stangveiði Mest lesið Veiðikortið í verðlaun hjá Veiðivísi á Facebook Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Fleiri laxveiðiár að opna með góðum aflabrögðum Veiði Öll veiðisvæði SVAK komin á vefinn Veiði Black Ghost sterk í Urriðan Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Loksins lax á land í Blöndu Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði