Verstappen segir tengdaföður sinn ekki vera rasista en fordæmir ummælin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. júlí 2022 15:01 Max Verstappen segir Nelson Piquet ekki vera rasista, en að ummæli hans um Lewis Hamilton hafi ekki átt rétt á sér. Vince Mignott/MB Media/Getty Images Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, segir að faðir kærustu sinnar, Nelson Piquet, sé ekki rasisti, en fordæmir ummæli hans um Lewis Hamilton og segir þau hafi verið mjög móðgandi. Eins og áður hefur verið fjallað um notaði Piquet rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1, í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og viðurkennt að þau hafi verið illa úthugsuð. Hann sagði hins vegar að hann hafi ekki ætlað sér að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar hans og að þýðingin á orðum hans hafi verið röng. Þrátt fyrir það hefur Piquet verið rekinn úr breska akstursíþróttasambandinu. Verstappen hefur nú komið Piquet til varnar og segir að þrátt fyrir að ummælin hafi verið mjög móðgandi þá sé Piquet klárlega ekki rasisti. „Það eru allir á móti rasisma. Ég held að það sé alveg augljóst,“ sagði Verstappen í viðtali fyrir Silverstone kappaksturinn sem fer fram um helgina. „Mér finnst orðalagið sem hann notaði ekki eiga rétt á sér, þó að við komum frá mismunandi menningarheimum og að þetta séu kannski orð sem voru notuð þegar hann var yngri.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og passa okkur að nota ekki þetta orð í framtíðinni. Þetta er mjög móðgandi, sérstaklega í dag.“ „Ég hef eytt svolitlum tíma með Nelson [Piquet] og hann er klárlega ekki rasisti. Hann er reyndar mjög ljúfur og rólegur maður.“ „Í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér þá er hægt að horfa á þetta orð á tvo vegu, en ég held samt að það sé betra að sleppa því bara að nota það. Þetta snýst ekki bara um þetta orð. Það að tala illa um hvern sem er, sama af hvaða kynþætti hann er, á ekki rétt á sér,“ sagði Verstappen að lokum. Formúla Tengdar fréttir Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. 30. júní 2022 16:31 Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira
Eins og áður hefur verið fjallað um notaði Piquet rasísk orð þegar hann talaði um Lewis Hamilton, sjöfaldan heimsmeistara í Formúlu 1, í hlaðvarpsþætti á portúgölsku þar sem var verið að ræða umdeildan árekstur þeirra Hamilton og Verstappen í Silverstone kappakstrinum. Piquet hefur beðist afsökunar á ummælum sínum og viðurkennt að þau hafi verið illa úthugsuð. Hann sagði hins vegar að hann hafi ekki ætlað sér að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar hans og að þýðingin á orðum hans hafi verið röng. Þrátt fyrir það hefur Piquet verið rekinn úr breska akstursíþróttasambandinu. Verstappen hefur nú komið Piquet til varnar og segir að þrátt fyrir að ummælin hafi verið mjög móðgandi þá sé Piquet klárlega ekki rasisti. „Það eru allir á móti rasisma. Ég held að það sé alveg augljóst,“ sagði Verstappen í viðtali fyrir Silverstone kappaksturinn sem fer fram um helgina. „Mér finnst orðalagið sem hann notaði ekki eiga rétt á sér, þó að við komum frá mismunandi menningarheimum og að þetta séu kannski orð sem voru notuð þegar hann var yngri.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og passa okkur að nota ekki þetta orð í framtíðinni. Þetta er mjög móðgandi, sérstaklega í dag.“ „Ég hef eytt svolitlum tíma með Nelson [Piquet] og hann er klárlega ekki rasisti. Hann er reyndar mjög ljúfur og rólegur maður.“ „Í yfirlýsingunni sem hann sendi frá sér þá er hægt að horfa á þetta orð á tvo vegu, en ég held samt að það sé betra að sleppa því bara að nota það. Þetta snýst ekki bara um þetta orð. Það að tala illa um hvern sem er, sama af hvaða kynþætti hann er, á ekki rétt á sér,“ sagði Verstappen að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. 30. júní 2022 16:31 Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00 Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Sjá meira
Piquet rekinn úr breska aksturíþróttasambandinu vegna ummæla um Hamilton Breska akstursíþróttasambandið, BRDC, hefur rekið Nelson Piquet úr sambandinu fyrir rasísk ummæli hans um sjöfalda heimsmeistaran Lewis Hamilton. 30. júní 2022 16:31
Piquet biðst afsökunar og segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Hamilton vegna húðlitar Nelson Piquet, þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um ökuþórinn Lewis Hamilton og segir þau hafa verið illa úthugsuð. 29. júní 2022 22:00
Lewis Hamilton sakar fyrrum meistara og föður kærustu Verstappen um rasisma Formúlukappinn Lewis Hamilton gagnrýnir orðanotkun fyrrum heimsmeistara í formúlu eitt og sakar þar þrefaldan meistara um kynþáttafordóma. 29. júní 2022 09:30