Aldrei fleiri mæður á EM: „Eitthvað sem ætti að hvetja allar konur áfram“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júní 2022 07:01 Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir ræddu við breska ríkisútvarpið um það hvernig það er að vera atvinnukona í fótbolta og móðir. Vísir/Hulda Margrét Aldrei áður hafa jafn margar mæður tekið þátt í Evrópumeistaramótinu í fótbolta en munu taka þátt á EM í Englandi sem hefst eftir tæpar tvær vikur. Ísland er sú þjóð sem er með flestar mæður í sínum leikmannahóp, eða fimm talsins. Þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sif Atladóttir, Sandra Sigurðardóttir og Elísa Viðarsdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera mæður sem munu leika með íslenska landsliðinu á EM í fótbolta. Það er BBC sem bendir á þá staðreynd að aldrei hefi fleiri mæður tekið þátt á EM í fótbolta, en breska ríkisútvarpið ræddi þessi mál einnig við þær Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Ég man að við vorum held ég sex leikmenn sem sátum að drekka kaffi og ræða um okkar reynslu af fæðingum,“ sagði Sara í samtali við BBC. „Þegar maður á einhverjar fyrirmyndir sem eru að spila í háum gæðaflokki og eignast börn og koma aftur í landsliðið, það gerði mikið fyrir mig. Við búum allar yfir mismunandi reynslu af þessu, en að vita að þær hafi gengið í gegnum þetta, það hvatti mig áfram og gerir það enn. Það er eitthvað sem ætti að hverja allar konur áfram.“ Erfiðasta sem hún hefur gert, en elskar það Sara Björk nýtur lífsins á frönsku kaffihúsi með syni sínum.Instagram/@sarabjork90 Að vera atvinnukona í knattpyrnu í bland við það að ala upp barn er þó ekki alltaf auðvelt og Sara segir þetta oft hafa tekið á. Barnsfaðir hennar, Árni Vilhjálmsson, lék á seinasta tímabili með Rodez í frönsku B-deildinni, rúmum 400 kílómetrum frá heimili þeirra í Lyon. Árni gat því aðeins verið heima að sinna uppeldinu örfáa daga í viku og Sara segist oft hafa verið orðin algjörlega örmagna. „Ég ætla að vera hreinskilin og segja að ég hafi lent á vegg þrisvar eða fjórum sinnum þar sem ég brotnaði niður af því að ég var búinn á því bæði andlega og líkamlega,“ sagði Sara. „En á sama tíma hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm. Þetta er svo mikill tilfinningarússíbani. Ég er virkilega stolt af þessum tíma af því að ég lagði svo hart að mér til að komast aftur í formið sem ég er komin í og hef sýnt öðrum að það er hægt að vera atvinnukona í fótbolta og móðir á sama tíma.“ „Þetta er erfitt. Það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma þá elska ég þetta. Þetta er besta tilfinning í heimi,“ sagði Sara Björk að lokum. „Ert ekki bara að fá leikmann, heldur heila fjölskyldu“ Dagný Brynjarsdóttir gengur inn á völlinn fyrir leik West Ham með syni sínum.Instagram/@dagnybrynjars Dagný Brynjarsdóttir ræddi einnig við BBC, en hún segir það mikilvægt að hafa gott stuðningsnet þegar þú ert móðir og atvinnukona í fótbolta. Árið 2017 birtust niðurstöður úr rannsókn þar sem kom í ljós að aðeins tvö prósent leikmanna í kvennaboltanum væru mæður. Margar konur hafa hreinlega þurft að hætta knattspyrnuiðkun eftir barnsburð þar sem lög og reglur um fæðingaorlof og annan stuðning eru af skornum skammti. Þær reglur eru þó að breytast til hins betra og leikmannasamtökin FIFPRO telja það skref í rétta átt. „Þú verður að hafa gott stuðningsnet og spila fyrir félag sem er tilbúið að styðja þig,“ sagði Dagný í samtali sínu við BBC. „Þegar þú færð móður inn í liðið þá ertu ekki bara að fá leikmann til félagsins, heldur heila fjölskyldu. Þú verður að gera þér grein fyrir því að þær eru ekki að hugsa um fótbolta allan daginn. Þær þurfa að halda mörgum boltum á lofti og það getur verið erfitt.“ EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira
Þær Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Sif Atladóttir, Sandra Sigurðardóttir og Elísa Viðarsdóttir eiga það allar sameiginlegt að vera mæður sem munu leika með íslenska landsliðinu á EM í fótbolta. Það er BBC sem bendir á þá staðreynd að aldrei hefi fleiri mæður tekið þátt á EM í fótbolta, en breska ríkisútvarpið ræddi þessi mál einnig við þær Söru Björk Gunnarsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttur. „Ég man að við vorum held ég sex leikmenn sem sátum að drekka kaffi og ræða um okkar reynslu af fæðingum,“ sagði Sara í samtali við BBC. „Þegar maður á einhverjar fyrirmyndir sem eru að spila í háum gæðaflokki og eignast börn og koma aftur í landsliðið, það gerði mikið fyrir mig. Við búum allar yfir mismunandi reynslu af þessu, en að vita að þær hafi gengið í gegnum þetta, það hvatti mig áfram og gerir það enn. Það er eitthvað sem ætti að hverja allar konur áfram.“ Erfiðasta sem hún hefur gert, en elskar það Sara Björk nýtur lífsins á frönsku kaffihúsi með syni sínum.Instagram/@sarabjork90 Að vera atvinnukona í knattpyrnu í bland við það að ala upp barn er þó ekki alltaf auðvelt og Sara segir þetta oft hafa tekið á. Barnsfaðir hennar, Árni Vilhjálmsson, lék á seinasta tímabili með Rodez í frönsku B-deildinni, rúmum 400 kílómetrum frá heimili þeirra í Lyon. Árni gat því aðeins verið heima að sinna uppeldinu örfáa daga í viku og Sara segist oft hafa verið orðin algjörlega örmagna. „Ég ætla að vera hreinskilin og segja að ég hafi lent á vegg þrisvar eða fjórum sinnum þar sem ég brotnaði niður af því að ég var búinn á því bæði andlega og líkamlega,“ sagði Sara. „En á sama tíma hef ég aldrei verið jafn hamingjusöm. Þetta er svo mikill tilfinningarússíbani. Ég er virkilega stolt af þessum tíma af því að ég lagði svo hart að mér til að komast aftur í formið sem ég er komin í og hef sýnt öðrum að það er hægt að vera atvinnukona í fótbolta og móðir á sama tíma.“ „Þetta er erfitt. Það erfiðasta sem ég hef gert. En á sama tíma þá elska ég þetta. Þetta er besta tilfinning í heimi,“ sagði Sara Björk að lokum. „Ert ekki bara að fá leikmann, heldur heila fjölskyldu“ Dagný Brynjarsdóttir gengur inn á völlinn fyrir leik West Ham með syni sínum.Instagram/@dagnybrynjars Dagný Brynjarsdóttir ræddi einnig við BBC, en hún segir það mikilvægt að hafa gott stuðningsnet þegar þú ert móðir og atvinnukona í fótbolta. Árið 2017 birtust niðurstöður úr rannsókn þar sem kom í ljós að aðeins tvö prósent leikmanna í kvennaboltanum væru mæður. Margar konur hafa hreinlega þurft að hætta knattspyrnuiðkun eftir barnsburð þar sem lög og reglur um fæðingaorlof og annan stuðning eru af skornum skammti. Þær reglur eru þó að breytast til hins betra og leikmannasamtökin FIFPRO telja það skref í rétta átt. „Þú verður að hafa gott stuðningsnet og spila fyrir félag sem er tilbúið að styðja þig,“ sagði Dagný í samtali sínu við BBC. „Þegar þú færð móður inn í liðið þá ertu ekki bara að fá leikmann til félagsins, heldur heila fjölskyldu. Þú verður að gera þér grein fyrir því að þær eru ekki að hugsa um fótbolta allan daginn. Þær þurfa að halda mörgum boltum á lofti og það getur verið erfitt.“
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira