Fín veiði í heiðarvötnum landsins Karl Lúðvíksson skrifar 23. júní 2022 12:56 Flott veiði á Arnarvatnsheiði Silungveiði er eitthvað skemmtilegasta fjölskyldusport sem hægt er að stunda og það er fullt af vötnum um allt land þar sem allir ættu að geta sett í fisk. Við búum svo vel í þessu landi að eiga urmull af heiðarvötnum þar sem veiðin er góð og silungurinn bæði vænn og góður í soðið. Fréttir af Arnarvatnsheiði hafa til að mynda verið mjög góðar og er veiðin búin að vera fín í flestum vötnum þar sem veiðimenn hafa rennt. Þess má gera að ný brú yfir Norðlingafljót gerir það að verkum að nú þarf ekki annað en þokkalegan fjórhjóladrifsbíl til að komast í vötnin sunnanmegin á heiðinni. Veiðin á Skagaheiði hefur að sama skapi verið góð en þar hefur til dæmis verið frábær veiði í Ölvisvatni. Nokkrir hópar sem Veiðivísir hefur heyrt frá hafa verið með 150-200 fiska eftir tvo daga á fjórar til sex stangir. Það er erfitt að toppa svoleiðis veiðiveislu. Núna næstu tvær til þrjár vikur er langsamlega besti tíminn á Arnarvatnsheiði og Skagaheiði svo það er um að gera fyrir þau sem eru komin í sumarfrí að gera sér ferð í þessu fallegu heiðarvötn. Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði
Við búum svo vel í þessu landi að eiga urmull af heiðarvötnum þar sem veiðin er góð og silungurinn bæði vænn og góður í soðið. Fréttir af Arnarvatnsheiði hafa til að mynda verið mjög góðar og er veiðin búin að vera fín í flestum vötnum þar sem veiðimenn hafa rennt. Þess má gera að ný brú yfir Norðlingafljót gerir það að verkum að nú þarf ekki annað en þokkalegan fjórhjóladrifsbíl til að komast í vötnin sunnanmegin á heiðinni. Veiðin á Skagaheiði hefur að sama skapi verið góð en þar hefur til dæmis verið frábær veiði í Ölvisvatni. Nokkrir hópar sem Veiðivísir hefur heyrt frá hafa verið með 150-200 fiska eftir tvo daga á fjórar til sex stangir. Það er erfitt að toppa svoleiðis veiðiveislu. Núna næstu tvær til þrjár vikur er langsamlega besti tíminn á Arnarvatnsheiði og Skagaheiði svo það er um að gera fyrir þau sem eru komin í sumarfrí að gera sér ferð í þessu fallegu heiðarvötn.
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði Ertu eiginkona veiðimanns? Veiði Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum Veiði Ytri-Rangá yfir 3.000 laxa; tvær vaktir með 161 lax Veiði Laxveiðisumarið það fjórða besta Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði