Nokkrar leiðir til að kúpla sig frá vinnu í sumarfríinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 22. júní 2022 07:01 Það besta sem við gerum í sumarfríinu er að hlaða batteríin og mæta endurnærð og úthvíld aftur til vinnu. Þess vegna getur verið mikilvægt að reyna að kúpla sig alveg frá vinnu á meðan við erum í fríi. Sem mörgum tekst hreinlega ekki. Vísir/Getty Jafn mikið og okkur hlakkar til að komast í sumarfrí, eiga margir erfitt með að kúpla sig alveg frá vinnu þegar fríið loksins hefst. Erfiðast fyrir marga er að fylgjast ekki með vinnunni í símanum. Margir hafa til dæmis vanið sig á að kíkja alltaf á símann um leið og þeir vakna á morgnana og þó á það einnig við hjá mörgum að kíkja á símann aðeins nokkrum mínútum fyrir svefninn. Á ferðarlögum erum við líka oft með upplýsingar um ferðina, flugmiða og fleira í símanum. Það getur því verið freistandi að lesa vinnupósta eða skrolla yfir helsta spjall samstarfsfélaga á til dæmis TEAMS. Samt vitum við að langbestu fríin okkar eru þau frí, þar sem við náum að kúpla okkur vel frá vinnu á meðan við erum í fríi. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. 1. Undirbúningurinn: Láttu vita um fyrirhugað frí Áður en þú ferð í frí er gott að láta samstarfsfólk og/eða viðskiptavini eða birgja vita að þú sért að fara í frí. Ekki bíða með þetta og láta það aðeins nægja að vera með Out of office tilkynningu þegar þú ert komin/n í frí. Með því að gera þetta, eru minni líkur á að fólk hafi samband við þig vegna vinnunnar, á meðan þú ert í fríi. 2. Veldu rétta tímann fyrir fríið þitt (ef þú getur) Oft eru sumarfrí ákveðin í kringum lokanir leikskóla- eða skólafrí barna. Bestu fríin eru hins vegar tímasett á rólegum tíma í vinnunni því þá eru minni líkur á að það þurfi að hafa samband við þig á meðan þú ert í fríi. Þannig að ef þú getur valið tímasetningu fría í samræmi við það hvað hentar best fyrir þig verkefnalega séð, er tilvalið að nýta sér það því þannig eykur þú líkurnar á geta kúplað þig frá vinnunni. 3. Styttri frí stundum raunhæfari Að fara í tveggja vikna frí með fjölskyldunni og kúpla sig alveg frá vinnu, er ekkert alltaf raunhæfur kostur. Sérstaklega ef sumarfríið byggir á skólalokunum barnanna sem þó getur verið á frekar annasömum tíma í vinnunni. Til að ná góðu fjölskyldufríi þar sem foreldrar ná að kúpla sig frá vinnu, gæti verið raunhæfari markmið að fara í styttri frí eða ferðir þar sem fólk setur sér þá markmið um að kúpla sig frá vinnu á meðan fjölskyldan er í fríi eða á ferðarlagi. Útilegur um helgar geta hentað vel. 4. Slökktu tímabundið á tilkynningum Mjög gott ráð og einfalt er að slökkva á tilkynningum á símanum þínum á meðan þú ert í fríinu. 5. Settu þér tímamörk fyrir netnotkun Ef þér finnst algjörlega ómögulegt að kíkja ekki á einhver vinnutengd mál í símanum þínum á meðan þú ert í fríi, getur verið góð millileið að setja sér tímamörk og tímasetningar hvenær þessi „skoðun“ er leyfileg. Besta aðhaldið getur síðan falist í því að láta maka og börn vita af þessum markmiðum þínum og auka þannig líkurnar á að standa við tímamörkin sem þú settir þér. Fleiri ráð til að aftengja sig frá vinnu í sumarfríum, má lesa um HÉR. Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Margir hafa til dæmis vanið sig á að kíkja alltaf á símann um leið og þeir vakna á morgnana og þó á það einnig við hjá mörgum að kíkja á símann aðeins nokkrum mínútum fyrir svefninn. Á ferðarlögum erum við líka oft með upplýsingar um ferðina, flugmiða og fleira í símanum. Það getur því verið freistandi að lesa vinnupósta eða skrolla yfir helsta spjall samstarfsfélaga á til dæmis TEAMS. Samt vitum við að langbestu fríin okkar eru þau frí, þar sem við náum að kúpla okkur vel frá vinnu á meðan við erum í fríi. Hér eru nokkur ráð sem geta hjálpað. 1. Undirbúningurinn: Láttu vita um fyrirhugað frí Áður en þú ferð í frí er gott að láta samstarfsfólk og/eða viðskiptavini eða birgja vita að þú sért að fara í frí. Ekki bíða með þetta og láta það aðeins nægja að vera með Out of office tilkynningu þegar þú ert komin/n í frí. Með því að gera þetta, eru minni líkur á að fólk hafi samband við þig vegna vinnunnar, á meðan þú ert í fríi. 2. Veldu rétta tímann fyrir fríið þitt (ef þú getur) Oft eru sumarfrí ákveðin í kringum lokanir leikskóla- eða skólafrí barna. Bestu fríin eru hins vegar tímasett á rólegum tíma í vinnunni því þá eru minni líkur á að það þurfi að hafa samband við þig á meðan þú ert í fríi. Þannig að ef þú getur valið tímasetningu fría í samræmi við það hvað hentar best fyrir þig verkefnalega séð, er tilvalið að nýta sér það því þannig eykur þú líkurnar á geta kúplað þig frá vinnunni. 3. Styttri frí stundum raunhæfari Að fara í tveggja vikna frí með fjölskyldunni og kúpla sig alveg frá vinnu, er ekkert alltaf raunhæfur kostur. Sérstaklega ef sumarfríið byggir á skólalokunum barnanna sem þó getur verið á frekar annasömum tíma í vinnunni. Til að ná góðu fjölskyldufríi þar sem foreldrar ná að kúpla sig frá vinnu, gæti verið raunhæfari markmið að fara í styttri frí eða ferðir þar sem fólk setur sér þá markmið um að kúpla sig frá vinnu á meðan fjölskyldan er í fríi eða á ferðarlagi. Útilegur um helgar geta hentað vel. 4. Slökktu tímabundið á tilkynningum Mjög gott ráð og einfalt er að slökkva á tilkynningum á símanum þínum á meðan þú ert í fríinu. 5. Settu þér tímamörk fyrir netnotkun Ef þér finnst algjörlega ómögulegt að kíkja ekki á einhver vinnutengd mál í símanum þínum á meðan þú ert í fríi, getur verið góð millileið að setja sér tímamörk og tímasetningar hvenær þessi „skoðun“ er leyfileg. Besta aðhaldið getur síðan falist í því að láta maka og börn vita af þessum markmiðum þínum og auka þannig líkurnar á að standa við tímamörkin sem þú settir þér. Fleiri ráð til að aftengja sig frá vinnu í sumarfríum, má lesa um HÉR.
Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02 Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01 Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01 Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01 Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Svefnvottun íslenskra vinnustaða: Dýrt að vera með ósofið fólk í vinnu Rannsóknir hafa sýnt að svefnleysi er að kosta atvinnulífið háar upphæðir á ári. Reyndar svo háar að allar tölur mælast í tugum milljarða. Já, ósofið starfsfólk er hreinlega að kosta atvinnulífið marga milljarða á ári. 4. maí 2022 07:02
Mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekkert Það kann að hljóma undarlega en það er mikilvægt fyrir okkur öll að gera stundum ekki neitt. Já, við erum að tala um að iðjuleysi er eitthvað sem gerir okkur gott. En hvernig getur það mögulega verið og hvaða árangur upplifum við af iðjuleysi? 24. september 2021 07:01
Góð ráð til að klúðra ekki sumarfríinu með stressi Kannist þið við tilfinninguna um að þið varla náið að komast í sumarfríið því það er svo mikið að gera í vinnunni? Eða hvernig fyrstu dagarnir í sumarfríinu fara í að klára einhver verkefni. Senda og svara tölvupóstum. Taka einhver símtöl. Klára með samstarfsfélögum. 24. júní 2021 07:01
Foreldrakulnun og vinnustaðurinn Fyrir útivinnandi foreldra er vinnunni ekki lokið klukkan fjögur eða fimm á daginn. Þá á oft eftir að sækja börnin á leikskóla eða úr frístundum, skutla þeim á íþróttaæfingar, koma við í búð. Fara síðan heim og reyna að elda þokkalega hollan mat. Ganga frá, skella kannski í eina þvottavél. Vera með hálfgert samviskubit ef öllum verkefnum er ekki sinnt. Þar með talið að stunda hreyfingu sjálf eða kíkja í tölvupóstinn og klára ókláruð verkefni fyrir vinnuna. 9. febrúar 2021 07:01
Að vinna of mikið er í orðsins fyllstu merkingu að drepa okkur Í nýlegri grein BBC er sagt frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem sýna að sífellt fjölgar í þeim hópi fólks sem deyr of ungt í kjölfar of mikillar vinnu. Greinin ber yfirskriftina „How overwork is literally killing us.“ Ótímabært dauðsfall sem afleiðing af of mikilli vinnu, er algengara hjá körlum en konum. 28. júní 2021 07:01