Hadwin leiðir eftir fyrsta hring | Mickelson meðal neðstu manna á afmælisdaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2022 23:31 Adam Hadwin spilaði manna best á Opna bandaríska meistaramótinu í dag. Warren Little/Getty Images Kanadamaðurinn Adam Hadwin er í forystu eftir fyrsta dag Opna bandaríska meistaramótsins í golfi. Hann lék holurnar 66 höggum í dag, eða fjórum höggum undir pari vallarins. Afmælisbarnið Phil Mickelson átti hins vegar afleitan dag og lék á átta höggum yfir pari. Hadwin lék fyrri níu holur dagsins af mikilli snilld, en eftir skolla á þriðju holu náði hann í fimm fugla á næstu sex holum. Hann fékk svo einn skolla og einn fugl á seinni níu og kláraði daginn því á fjórum höggum undir pari. Well, that's one way to hit it 336. 🤷♂️@ahadwingolf | #USOpen pic.twitter.com/okeHSYPZDa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Á eftir Hadwin eru fimm kylfingar sem spiluðu hringinn á 67 höggum, einu höggi meira en Kanadamaðurinn. Þar á meðal eru þeir Rory McIlroy og Callum Tarren, en á tveimur höggum undir pari eru menn á borð við Dustin Johnson, Justin Rose og Matt Fitzpatrick. A timely 3️⃣ for @MattFitz94 at the 17th hole. #USOpen pic.twitter.com/eUg73efE5P— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Hinn gamalreyndi Phil Mickelson náði sér hins vegar ekki á strik í dag, sjálfan 52 ára afmælisdaginn sinn. Hann fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á fyrstu sex holunum og var í brasi í allan dag. Síðari níu holurnar voru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir, en hann fékk skolla á tíundu, náði loksins fyrsta fuglinum á elleftu, en fylgdi því svo eftir með tvöföldum skolla á tólftu. Hann lokaði hringnum á skolla og spilaði hringinn á samtals 78 höggum, eða átta höggum yfir pari vallarins. Mickelson er því jafn fjórum örðum kylfingum í 145. sæti mótsins af 156 keppendum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Opna bandaríska Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Hadwin lék fyrri níu holur dagsins af mikilli snilld, en eftir skolla á þriðju holu náði hann í fimm fugla á næstu sex holum. Hann fékk svo einn skolla og einn fugl á seinni níu og kláraði daginn því á fjórum höggum undir pari. Well, that's one way to hit it 336. 🤷♂️@ahadwingolf | #USOpen pic.twitter.com/okeHSYPZDa— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Á eftir Hadwin eru fimm kylfingar sem spiluðu hringinn á 67 höggum, einu höggi meira en Kanadamaðurinn. Þar á meðal eru þeir Rory McIlroy og Callum Tarren, en á tveimur höggum undir pari eru menn á borð við Dustin Johnson, Justin Rose og Matt Fitzpatrick. A timely 3️⃣ for @MattFitz94 at the 17th hole. #USOpen pic.twitter.com/eUg73efE5P— U.S. Open (USGA) (@usopengolf) June 16, 2022 Hinn gamalreyndi Phil Mickelson náði sér hins vegar ekki á strik í dag, sjálfan 52 ára afmælisdaginn sinn. Hann fékk þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á fyrstu sex holunum og var í brasi í allan dag. Síðari níu holurnar voru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir, en hann fékk skolla á tíundu, náði loksins fyrsta fuglinum á elleftu, en fylgdi því svo eftir með tvöföldum skolla á tólftu. Hann lokaði hringnum á skolla og spilaði hringinn á samtals 78 höggum, eða átta höggum yfir pari vallarins. Mickelson er því jafn fjórum örðum kylfingum í 145. sæti mótsins af 156 keppendum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Opna bandaríska Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Fleiri fréttir Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira