Liðhlauparnir mæta til leiks á US Open Valur Páll Eiríksson skrifar 16. júní 2022 10:30 Dustin Johnson (t.h.) er á meðal keppenda á LIV-mótaröðinni sem taka þátt á US Open um helgina. Rory McIlroy (t.v.) er á meðal háværustu gagnrýnenda mótaraðarinnar. Harry How/Getty Images Opna bandaríska meistaramótið, US Open, hefst á Brookline-vellinum í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum í dag. Margir af bestu kylfingum heims mæta til leiks, þar á meðal kylfingar af LIV-mótaröðinni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf. Spánverjinn Jon Rahm á titil að verja og verður á meðal fyrri kylfinga til að hefja leik er hann mætir í brautina klukkan 11:18 að íslenskum tíma. Rahm er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hina nýju LIV-mótaröð, sem er greidd fyrir af stjórnvöldum í Sádí-Arabíu, og hefur haldið kyrru fyrir á PGA-mótaröðinni. Rory McIlroy hefur tekið sama pól í hæðina og Rahm, en hann fer einnig snemma af stað, klukkan 11:40, og verður í holli með Japananum Hideki Matsuyuma, sem vann Masters-mótið í fyrra, og Ólympíugullhafanum Xander Schauffele. PGA-mótaröðin tók ákvörðun í síðustu viku að banna kylfinga sem tækju þátt á LIV-mótaröðinni frá sínum viðburðum. Opna bandaríska meistaramótið er aftur á móti rekið af bandaríska golfsambandinu (USGA) sem sér ekkert athugavert við þátttöku þeirra um helgina. Phil Mickelson, sem hefur vakið mikla athygli vegna þátttöku á LIV-mótaröðinni, fer út á braut klukkan 17:47, og annar liðhlaupi, Dustin Johnson skömmu áður, klukkan 17:36. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, sigurvegari PGA-meistaramótsins, fer öllu seinna af stað, klukkan 17:14, ásamt landa sínum Tony Finau og Norðmanninum Viktor Hovland. Thomas er einnig á meðal þeirra sem hvað háværast hafa gagnrýnt LIV í vikunni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf og verður þar sýnt frá öllum fjórum leikdögum um helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Opna bandaríska Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Spánverjinn Jon Rahm á titil að verja og verður á meðal fyrri kylfinga til að hefja leik er hann mætir í brautina klukkan 11:18 að íslenskum tíma. Rahm er á meðal þeirra sem hefur gagnrýnt hina nýju LIV-mótaröð, sem er greidd fyrir af stjórnvöldum í Sádí-Arabíu, og hefur haldið kyrru fyrir á PGA-mótaröðinni. Rory McIlroy hefur tekið sama pól í hæðina og Rahm, en hann fer einnig snemma af stað, klukkan 11:40, og verður í holli með Japananum Hideki Matsuyuma, sem vann Masters-mótið í fyrra, og Ólympíugullhafanum Xander Schauffele. PGA-mótaröðin tók ákvörðun í síðustu viku að banna kylfinga sem tækju þátt á LIV-mótaröðinni frá sínum viðburðum. Opna bandaríska meistaramótið er aftur á móti rekið af bandaríska golfsambandinu (USGA) sem sér ekkert athugavert við þátttöku þeirra um helgina. Phil Mickelson, sem hefur vakið mikla athygli vegna þátttöku á LIV-mótaröðinni, fer út á braut klukkan 17:47, og annar liðhlaupi, Dustin Johnson skömmu áður, klukkan 17:36. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas, sigurvegari PGA-meistaramótsins, fer öllu seinna af stað, klukkan 17:14, ásamt landa sínum Tony Finau og Norðmanninum Viktor Hovland. Thomas er einnig á meðal þeirra sem hvað háværast hafa gagnrýnt LIV í vikunni. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Golf og verður þar sýnt frá öllum fjórum leikdögum um helgina. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Opna bandaríska Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira