Segja að Ekvador verði hent út af HM vegna falsaðs vegabréfs Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 10:35 Hætt er við því að Byron Castillo muni kosta „þjóð sína“ sæti á HM í Katar í vetur. Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Hætt er við því að Ekvador fái ekki að taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Síle fái sæti liðsins þar sem ólöglegur leikmaður, með falsað ekvadorskt vegabréf, spilaði með liðinu í undankeppninni. Ekvadorum gekk vonum framar í undankeppninni og komst beint á mótið gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og skildi eftir stórliðin Kólumbíu og Síle sem komust ekki á mótið. Þetta er í fjórða sinn sem Ekvador kemst á HM, á eftir mótunum 2002, 2006 og 2014 - ef þeir fá yfirhöfuð að taka þátt. Hægri bakvörðurinn Byron Castillo á sjö landsleiki að baki með Ekvador, alla í undankeppni HM 2022. Hann hefur leikið allan sinn feril í landinu, og er nú á mála hjá Barcelona SC í efstu deild Ekvadors. Castillo var fyrst ásakaður um að vera Kólumbíumaður en ekki Ekvadori þegar hann lék með yngri landsliðum Ekvador árið 2017, en Ekvador og Kólumbía deila landamærum. Hann er þá sakaður um að hafa falsað fæðingarvottorð sitt og vegabréf árið 2019 til að komast hjá frekara veseni. Rannsóknir hófust í febrúar á þessu ári vegna ásakana á hendur Castillo en niðurstaða þeirra voru tilkynntar í apríl og sögðu vann vissulega vera Ekvadora. Í síðasta mánuði hófust ásakanir á ný og sendi knattspyrnusamband Síle formlega kvörtun til FIFA vegna þjóðernis hans. Samkvæmt kvörtun Sílemanna er Castillo fæddur í Tumaco í Kólumbíu, sem er við landamærin að Ekvador, árið 1995. Skjöl Castillos segja hann hins vegar fæddan í Playas í Ekvador árið 1998. Eduardo Carlezzo, lögmaður Síle í málinu, segir: „Foreldrar hans eru fæddir í Tumaco, Byron er fæddur í Tumaco og var skírður í Tumaco. Hugmyndin er að greina frá þessu með skýrum og opnum hætti. Allar rökfærslur og skjöl sem við höfum safnað benda til þessa,“ Samkvæmt TV Azteca og fleiri suður-amerískum miðlum sammælist FIFA lögmanninum Carlezzo og hefur þegar tekið ákvörðun um að vísa Ekvador af HM vegna málsins. Tilkynnt verði um það á allra næstu dögum. Hvert einasta stig sem Ekvador vann sér inn með Castillo innanborðs verði þess vegna dregið af því, sem muni senda liðið í neðsta sæti. Það muni einnig skjóta Síle upp úr sjöunda sæti, upp í það fjórða og fá Sílemenn þar af leiðandi sæti Ekvadora á mótinu. Kólumbía, í sjötta sæti, situr eftir með sárt ennið en Perú, sem lenti í því fimmta, verður ekki fyrir áhrifum af málinu. Perú er á leið í umspilsleik gegn Ástralíu þann 13. júní um sæti á HM í Katar. HM í Katar hefst 21. nóvember og búið er að draga í riðla. Ekvador lenti í A-riðli mótsins með heimamönnum í Katar, Hollandi og Senegal. HM 2022 í Katar Ekvador Kólumbía FIFA Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Ekvadorum gekk vonum framar í undankeppninni og komst beint á mótið gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og skildi eftir stórliðin Kólumbíu og Síle sem komust ekki á mótið. Þetta er í fjórða sinn sem Ekvador kemst á HM, á eftir mótunum 2002, 2006 og 2014 - ef þeir fá yfirhöfuð að taka þátt. Hægri bakvörðurinn Byron Castillo á sjö landsleiki að baki með Ekvador, alla í undankeppni HM 2022. Hann hefur leikið allan sinn feril í landinu, og er nú á mála hjá Barcelona SC í efstu deild Ekvadors. Castillo var fyrst ásakaður um að vera Kólumbíumaður en ekki Ekvadori þegar hann lék með yngri landsliðum Ekvador árið 2017, en Ekvador og Kólumbía deila landamærum. Hann er þá sakaður um að hafa falsað fæðingarvottorð sitt og vegabréf árið 2019 til að komast hjá frekara veseni. Rannsóknir hófust í febrúar á þessu ári vegna ásakana á hendur Castillo en niðurstaða þeirra voru tilkynntar í apríl og sögðu vann vissulega vera Ekvadora. Í síðasta mánuði hófust ásakanir á ný og sendi knattspyrnusamband Síle formlega kvörtun til FIFA vegna þjóðernis hans. Samkvæmt kvörtun Sílemanna er Castillo fæddur í Tumaco í Kólumbíu, sem er við landamærin að Ekvador, árið 1995. Skjöl Castillos segja hann hins vegar fæddan í Playas í Ekvador árið 1998. Eduardo Carlezzo, lögmaður Síle í málinu, segir: „Foreldrar hans eru fæddir í Tumaco, Byron er fæddur í Tumaco og var skírður í Tumaco. Hugmyndin er að greina frá þessu með skýrum og opnum hætti. Allar rökfærslur og skjöl sem við höfum safnað benda til þessa,“ Samkvæmt TV Azteca og fleiri suður-amerískum miðlum sammælist FIFA lögmanninum Carlezzo og hefur þegar tekið ákvörðun um að vísa Ekvador af HM vegna málsins. Tilkynnt verði um það á allra næstu dögum. Hvert einasta stig sem Ekvador vann sér inn með Castillo innanborðs verði þess vegna dregið af því, sem muni senda liðið í neðsta sæti. Það muni einnig skjóta Síle upp úr sjöunda sæti, upp í það fjórða og fá Sílemenn þar af leiðandi sæti Ekvadora á mótinu. Kólumbía, í sjötta sæti, situr eftir með sárt ennið en Perú, sem lenti í því fimmta, verður ekki fyrir áhrifum af málinu. Perú er á leið í umspilsleik gegn Ástralíu þann 13. júní um sæti á HM í Katar. HM í Katar hefst 21. nóvember og búið er að draga í riðla. Ekvador lenti í A-riðli mótsins með heimamönnum í Katar, Hollandi og Senegal.
HM 2022 í Katar Ekvador Kólumbía FIFA Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn