Segja að Ekvador verði hent út af HM vegna falsaðs vegabréfs Valur Páll Eiríksson skrifar 9. júní 2022 10:35 Hætt er við því að Byron Castillo muni kosta „þjóð sína“ sæti á HM í Katar í vetur. Maddie Meyer - FIFA/FIFA via Getty Images Hætt er við því að Ekvador fái ekki að taka þátt á HM karla í fótbolta í Katar í vetur. Síle fái sæti liðsins þar sem ólöglegur leikmaður, með falsað ekvadorskt vegabréf, spilaði með liðinu í undankeppninni. Ekvadorum gekk vonum framar í undankeppninni og komst beint á mótið gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og skildi eftir stórliðin Kólumbíu og Síle sem komust ekki á mótið. Þetta er í fjórða sinn sem Ekvador kemst á HM, á eftir mótunum 2002, 2006 og 2014 - ef þeir fá yfirhöfuð að taka þátt. Hægri bakvörðurinn Byron Castillo á sjö landsleiki að baki með Ekvador, alla í undankeppni HM 2022. Hann hefur leikið allan sinn feril í landinu, og er nú á mála hjá Barcelona SC í efstu deild Ekvadors. Castillo var fyrst ásakaður um að vera Kólumbíumaður en ekki Ekvadori þegar hann lék með yngri landsliðum Ekvador árið 2017, en Ekvador og Kólumbía deila landamærum. Hann er þá sakaður um að hafa falsað fæðingarvottorð sitt og vegabréf árið 2019 til að komast hjá frekara veseni. Rannsóknir hófust í febrúar á þessu ári vegna ásakana á hendur Castillo en niðurstaða þeirra voru tilkynntar í apríl og sögðu vann vissulega vera Ekvadora. Í síðasta mánuði hófust ásakanir á ný og sendi knattspyrnusamband Síle formlega kvörtun til FIFA vegna þjóðernis hans. Samkvæmt kvörtun Sílemanna er Castillo fæddur í Tumaco í Kólumbíu, sem er við landamærin að Ekvador, árið 1995. Skjöl Castillos segja hann hins vegar fæddan í Playas í Ekvador árið 1998. Eduardo Carlezzo, lögmaður Síle í málinu, segir: „Foreldrar hans eru fæddir í Tumaco, Byron er fæddur í Tumaco og var skírður í Tumaco. Hugmyndin er að greina frá þessu með skýrum og opnum hætti. Allar rökfærslur og skjöl sem við höfum safnað benda til þessa,“ Samkvæmt TV Azteca og fleiri suður-amerískum miðlum sammælist FIFA lögmanninum Carlezzo og hefur þegar tekið ákvörðun um að vísa Ekvador af HM vegna málsins. Tilkynnt verði um það á allra næstu dögum. Hvert einasta stig sem Ekvador vann sér inn með Castillo innanborðs verði þess vegna dregið af því, sem muni senda liðið í neðsta sæti. Það muni einnig skjóta Síle upp úr sjöunda sæti, upp í það fjórða og fá Sílemenn þar af leiðandi sæti Ekvadora á mótinu. Kólumbía, í sjötta sæti, situr eftir með sárt ennið en Perú, sem lenti í því fimmta, verður ekki fyrir áhrifum af málinu. Perú er á leið í umspilsleik gegn Ástralíu þann 13. júní um sæti á HM í Katar. HM í Katar hefst 21. nóvember og búið er að draga í riðla. Ekvador lenti í A-riðli mótsins með heimamönnum í Katar, Hollandi og Senegal. HM 2022 í Katar Ekvador Kólumbía FIFA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Ekvadorum gekk vonum framar í undankeppninni og komst beint á mótið gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og skildi eftir stórliðin Kólumbíu og Síle sem komust ekki á mótið. Þetta er í fjórða sinn sem Ekvador kemst á HM, á eftir mótunum 2002, 2006 og 2014 - ef þeir fá yfirhöfuð að taka þátt. Hægri bakvörðurinn Byron Castillo á sjö landsleiki að baki með Ekvador, alla í undankeppni HM 2022. Hann hefur leikið allan sinn feril í landinu, og er nú á mála hjá Barcelona SC í efstu deild Ekvadors. Castillo var fyrst ásakaður um að vera Kólumbíumaður en ekki Ekvadori þegar hann lék með yngri landsliðum Ekvador árið 2017, en Ekvador og Kólumbía deila landamærum. Hann er þá sakaður um að hafa falsað fæðingarvottorð sitt og vegabréf árið 2019 til að komast hjá frekara veseni. Rannsóknir hófust í febrúar á þessu ári vegna ásakana á hendur Castillo en niðurstaða þeirra voru tilkynntar í apríl og sögðu vann vissulega vera Ekvadora. Í síðasta mánuði hófust ásakanir á ný og sendi knattspyrnusamband Síle formlega kvörtun til FIFA vegna þjóðernis hans. Samkvæmt kvörtun Sílemanna er Castillo fæddur í Tumaco í Kólumbíu, sem er við landamærin að Ekvador, árið 1995. Skjöl Castillos segja hann hins vegar fæddan í Playas í Ekvador árið 1998. Eduardo Carlezzo, lögmaður Síle í málinu, segir: „Foreldrar hans eru fæddir í Tumaco, Byron er fæddur í Tumaco og var skírður í Tumaco. Hugmyndin er að greina frá þessu með skýrum og opnum hætti. Allar rökfærslur og skjöl sem við höfum safnað benda til þessa,“ Samkvæmt TV Azteca og fleiri suður-amerískum miðlum sammælist FIFA lögmanninum Carlezzo og hefur þegar tekið ákvörðun um að vísa Ekvador af HM vegna málsins. Tilkynnt verði um það á allra næstu dögum. Hvert einasta stig sem Ekvador vann sér inn með Castillo innanborðs verði þess vegna dregið af því, sem muni senda liðið í neðsta sæti. Það muni einnig skjóta Síle upp úr sjöunda sæti, upp í það fjórða og fá Sílemenn þar af leiðandi sæti Ekvadora á mótinu. Kólumbía, í sjötta sæti, situr eftir með sárt ennið en Perú, sem lenti í því fimmta, verður ekki fyrir áhrifum af málinu. Perú er á leið í umspilsleik gegn Ástralíu þann 13. júní um sæti á HM í Katar. HM í Katar hefst 21. nóvember og búið er að draga í riðla. Ekvador lenti í A-riðli mótsins með heimamönnum í Katar, Hollandi og Senegal.
HM 2022 í Katar Ekvador Kólumbía FIFA Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira