Handbolti

Bjarni tekur aftur við ÍR

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bjarni Fritzson er orðinn þjálfari ÍR á nýjan leik.
Bjarni Fritzson er orðinn þjálfari ÍR á nýjan leik. VÍSIR/BÁRA

Bjarni Fritzson hefur tekið við sem þjálfari karlaliðs félagsins og skrifað undir þriggja ára samning. ÍR-ingar greindu frá þessu í dag.

Bjarni tekur við af Kristni Björgúlfssyni sem þjálfari liðsins en Kristinn stýrði ÍR síðustu tvö tímabil. Kristinn tók á sínum tíma við af Bjarna þegar hann hætti sem þjálfari liðsins 2020, eftir sex ár í starfi, en hann er nú snúinn aftur í Breiðholtið.

ÍR verður nýliði í Olís-deild karla í vetur eftir að hafa tryggt sæti sitt í gegnum umspil í næst efstu deild. 

Bjarni er uppalinn hjá ÍR og vann bikarmeistaratitil með liðinu 2005. Hann hefur einnig leikið í með Creteil og St. Raphael í Frakklandi og FH og Akureyri hér heima. Hann hefur þá einnig stýrt bæði Akureyri og U20 ára landslið Íslands á þjálfaraferli sínum.

„Það eru spennandi tímar framundan í Breiðholtinu og erum við gríðarlega ánægð með það að fá Bjarna til þess að leiða áfram þá vegferð sem liðið er á“, er haft eftir Elínu Freyju Eggertsdóttur, formanni handknattleiksdeildar ÍR, í tilkynningu liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×